Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Side 17
Þegar húsvitjun er lokið á byggðar
enda, held ég sömu leið til baka
án tafar. En ekki er ég kominn
nema tvo þriðju leiðar á „geymstöð,"
þegar poki minn er orðinn um fjöru-
tíu pund. „Geymstöð" hef ég hjá
Þórði Jónssyni í Sigtúni og legg þar
undir mig heilt herbergi í kjallara.
Þangað safna ég öllu grjóti, og þar
læt ég það í kassa.
Þórður þarf oft að setja bílinn í
gang meðan ég stunda þessa hjá-
vinnu, og ég þakka mér að nokkru
þá æfingu, sem hann hefur í akstri.
Yfirleitt eru allir boðnir og búnir
til þess að rétta mér hjálparhönd.
Þetta minnir helzt á Bandaríkin, þó
að ég sé ekki alveg viss um, að
hjáipin þaðán sé veitt í sama skyni
og með sama hugarfari.
VI.
Daginn eftir hefst svo leit með
hinn græna dólg í huga.
Það er rigning með dólpungsroki
— slíkt veður nefndi einn orðkring-
ur maður á Héraði hlandhríð
með skítkasti. Svavar Björnsson í
Geitavík leggur samt ótrauður á
dráttarvélina. Ég sit á pokum aftan
á, en Birgir, bróðir hans, sem er
yngri, fylgir eftir á hjóli. Sá græni
á að vera í skriðum utan við Snotru-
nes, og í þá átt er ekið. Svavar
ekur glatt, og ég sit líkast því í
brimskafli. Ég þykist vita, að Svavar
sé að springa af hlátri, en segi samt
ekki neitt, heldur reyni að loka
þeim líffærum, sem opin eru, og
verja þau áföllum.
Á Nesi fæ ég fjóra stráka til við-
bótar, og svo er haldið á ákvörð-
unarstað. Þar skipulegg ég liðið
þannig, að ég hef nokkurt bil á milli
strákanna, og er þá hinn efsti uppi
undir klettum. Sjálfur er ég neðst-
ur, því að ég er seinfær, en strák-
arnir fljúga þetta. Þeir eru líka
glöggir á grjótið, og þeir eiga að
henda því niður, er þeir finna, þann-
ig að það gangi frá manni til manns,
nema það virtist of viðkvæmt til
þess — þá eiga þeir að troða því
í vasa sína eða gera mér viðvart.
Svavar á að leita græna steininn
uppi.
„Reynið samt ekki að hitta í haus-
inn á mér,“ segi ég við strákana,
og svo renna þeir af stað skelli-
hlæjandi.
Brátt fara að heyrast köll og skell-
ir. Ég reyni að vera sem fljótastur
að bera saman í hrúgur og reisa
merki við þær. Brattinn er svo mik-
ill, að það skríður undan fætinum
i hverju spori, og oft nota ég hend-
urnar jafnmikið og fæturna. Send-
ingarnar harðna og veður herðir, og
ég blæs eins og hvalur.
„Þetta fer nú að verða sæmilegur
afli,“ tauta ég, enda tekur nú allt
í einu undan og engir skellir heyr-
ast lengur.
Mér verður litið upp í skriðuna.
Allir liðsmenn mínir eru horfnir.
Þeir höfðu, eins og von var, forðað
sér heim, enda búnir að duga vel.
Og ég tek til hins fyrra göngulags
og kjótla grjótinu niður að vegi.
Von bráðar lcemur þó Svavar, sem
bafði farið að horfa eftir selum.
„Hvað um græningjann?" spyr ég.
„Kominn á kaf og finnst ekki,“
er svarið.
Kannski er nóg af græningjum,
hugsa ég, og þessi getur líka komið
upp að vori. Og ég get beðið. Sár-
ast er, hve ég á mikið af landinu
ókannað, en aldur gnógur. Bara, að
ég gæti náð í eitthvað af þessum
framlífsdropum, sem verið er að láta
drjúpa ofan í Adenauer — þá myndi
ég leggja undir mig Vestfirði.
Við erum fljótir að bera á bykkj-
una, „og láttu nú sjá, að þú get-
ir farið fetið,“ segi ég við Svavar.
Svavar brást vel við þessu. Fyrsta
ferðin hefur heppnazt eftir vonum,
og brátt sit ég yfir rausnarlegu borði
og rjúkandi drykkjum.
VII.
Næsti áfangi er innsti bær í Borg-
arfirði, Hvannstóð. Það er fallegt og
myndríkt nafn. Svona geta afbakan-
ir og útúrsnúningar tekizt vel. í
Fljótsdælu segir frá þvi, er Helgi
Droplaugarson leitaði Gunnars Þið-
randabana í Borgarfirði. Þar er þess
getið, að þeir lögðu upp frá efsta
bæ í Fannstöð. Ekki er það minn
vilji að hnjóða í jörðina, en frekar
mundi ég kenna hana við fönn en
hvönn, epda fyrirfinnst hún þar ekki.
Þarna býr svili minn, Sveinn
Bjarnason, með konu sinni, Önnu
Jónsdóttur. Þau hafa lagt landinu til
tíu börn. Og þar er grjótval mikið.
Ég vona þó, að lesendur fari ekki
að bera mér það á brýn, að ég geti
ekki fólks að neinu nema grjót
fylgi. Uppistaða þessarar frásagnar
er grjót, því að þetta er ekki ævi-
saga neins. Mat mitt á mönnum fer
ekki heldur eftir grjóti. En þar þyk-
ir mér ekkert á skorta, er saman
fergott fólk og grjót myndrænt.
Ég hringi í Þórð Jónsson í Sig-
túni og fortel honum áætlun mína.
„Hvenær ferðu?"
„Með morgni."
„Vertu rólegur þar til ég kem.“
Ég var svo sem ekki að beiðast
neins, en Þórður kemur að morgni.
Við ökum sem leið liggur inn sveit.
Mér verður starsýnt á Dyrfjöllin
og ekki sízt dyrnar sjálfar. Annars
þykir mér þau enn tignarlegri af
Héraði, og um það hef ég marga
fÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
161