Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Blaðsíða 18
Vindaský yfir Dyrfjöllum. — Ljósmynd: t*orstelnn Jósepsson.
hildi háð við Borgfirðinga. Það ex
eins og þessar dyr minni mig alltaf
á aðrar dyr — dyrnar rnilli þess,
sem er, og hins ókomna — og ekki
laust við, að það sé í hinni víða'i
meikingu.
Dyr þessar eru fáfarnar, en ekki
hai’ðlæstar. Ég man eftir tveimur
mðnnum, sem fóru þar 1 gegn fyrir
tugum ára. Það voru þeir Hannes
hreppstjóri Sígurðsson og Þórður
bóndi Þórðarson, báðir snarmenni
og iþróttamenrx að fornum hætti. Þá
var jökullinn rneiri báðum megin,
og ég hygg, að þeir liafi farið að
mesh' á jökli og .án þess að klífa
berg. Hvort Þorsteinn borgari fór
þarna yfir, vil ég ekki fullyrða.
Svo gerðist það í sumar, rétt áð-
ur en ég kom austur, að tveir ungir
Borgfirðingar, Ingi og Ragnar
Sigbjörnssynir, klifu þar yfir. Þeir
fóru eitt kvöld að lokinni brúar-
vinnu í Njarðvík inn í Dyrfjalladal
undir Dyrfjöllum norðan megin.
Ég veit ekki, hver ráðagerð þeirra
hefur verið, en endirinn varð sá, að
þeir klifu í gegn, komu gangandi
niður á Bakkagerði og fengu þar
bíl með sig til Njarðvíkur
Aðstaða þeirra var allt önnur en
hinna. Nú er jökullinn að mestu
horfinn beggja megin eftir milt veð-
urfar í marga áratugi. En þeir kváðu
hafa fundið rák, sem þeir komust
eftir.
Einu torfærurnar á vegi okkar eru
grindarhliðin beggja megin bæja,
nokkurs konar krabbamein í vega
menningunni. Jón litli, sonur Þórð-
ar, tíu ára gamall grjótvinur minn,
er samt ekki lengi að aígreiða þess-
ar grindur, enda leikur hann sér
með hundrað pund á bakinu. Ekki
leiðist mér heldur hjá Þórði, því að
hann er allra manna beztur félagi,
hvað sem í skerst.
í Hvannstóði er allt laust mér
til handa. Fyrir utan veitingar í
mat og drykk er farið með mig á
dráttarvél á fjöll, þar til jörð þrýt-
ur, en þá eru mér látnir í té burð-
armenn.
Morguninn eftir göngum við
Sveinn bóndi ofan á Þveráreyrar,
sem er skammur vegur. Eyrar þess-
ar eru dreifar eftir ár, er koma
innan úr fjöllum og njynda Fjarð-
ará. Þarna finnast oft fallegir stein-
ar, sem árnar hafa borið langt að.
Við göngum eyrarnar á vísindaleg-
an hátt, svo að færra fari á milll
mála. Og við köllumst á og berum
saman bækurnar um það, hvað eigi
að taka. Sveinn er eldklár á grjót.
Ef vafi leikur á um stóra steina,
er sleggja tekin úr pússi okkar og
greitt með henni högg, því að oft
getur verið fallegt innan í steini
þótt lítt sjái þess merki hið ytra.
Þetta er hliðstætt því, sem er um
okkur mennina. — Þarna göngum
við fram og aftur og berum grjótið
saman í vörðu.
Þessu næst höldum við inn með
ánni, þar til gljúfur teppa. Sveinn
var þá búinn að bera mig yfir ána
fram og aftur, því að hann var stíg-
vélaður. Þarna var margt fallegt að
sjá, en flest of stórt fyrir mig. En
hugsað varð mér til blómagarðanna.
Ekkert fer betur við blóm en fal-
legt grjót. En það er eins og ann-
að fyrir íslendingum: Þeir einblína
flestir á blóm. Ekki skal lasta blóm.
En það er ekki heiglum hent að
standa í því verðlaunabrasi, sem
162
T í M I N N — SUNNUDAOSBLAÐ