Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Síða 19
blómaræktin er. Blómin standa ekki lengi, en grjótið blífur allt árið. Min tillaga er meira grjót, en minna af blómum — en engu minni fegurð. Nú líður að hádegi, og við setj- um allt grjótið í eina hrúgu, því að það á að sækjast á dráttarvél. Síð- an höldum við heim. VIII. Lambadalur heitir dalur einn í Hvannstóðslandi og hefur verið eins konar útilegumannabyggð í huga mínum. Eyjólfur hreppstjóri Hannes- son hafði sagt mér frá steinum á þessum dal, og hans orð þarf enginn að efa. Nú verð ég að hrökkva eða stökkva. Eftir dögurð herði ég mig upp og afræð förina — er þó hálf- deigur. Það er talinn þriggja stunda gangur í grjót — síðan leitin og heimferðin. Baggaburðurinn er far- inn að standa þvers um í sálinni, en bótin er sú, að Páll, sonur Sveins, fer með mér. Það er ekki í fyrsta sinn, að þeir bændur hafa létt mér hinn grýtta veg. Það er suddi og þoka, og við för- um hægt. Sennilega gæti þó Palli farið hraðar. Eftir hálfan annan tíma segir hann: „Nú erum við um það bil að vera hálfnaðir." Mér finnst hjartað berjast við þindina, en segi þó ekki æðruorð upphátt. Þetta mjakast, og ég sé merki þess, að hér er að skipta um grjóttegundir, og þá er eins og nýtt blóð streymi um æðarnar. Við skiptum milli okkar að kanna melkollana, því að Palli er síður en svo blár á grjót. Þarna göngum við hól af hóli og finnum dálítið. Inn- an um glampar á þá steina, sem lengi hafa staðið mér fyrir hugskots- sjónum. En nú tekUr veður að versna, og stormurinn hefur stærri og stærri dropa að vopni. Regn gerir manni líka alltaf glennur, því að þá getur fánýtt grjót sýnzt hirðandi. Þetta verður því lakari könnunarferð en ætlað var. Samt erum við búnir að fá nóg í pokana, þegar við öxlum þá, Eg er lélegur til göngu á bratt- ann. En litlu skárra er að ganga undan brekku með bagga á baki. Þegar við erum um það bil hálfn- aðir heim, segir Palli: „Þú ætlaðir að koma hér á ann- an stað — er ekki bezt að gera eina ferðina?" Þetta var nokkuð úr leið, og auð- vitað hafði ég ekki gleymt þessu. En mér hafði fundizt rétt að segja pass. En maður á að vera herra yf- ir sínum eigin skrokki, ög sæmd mín liggur við að beita ekki nein- um úrtölum. Á hinum nýja stað er heilmikil náma, og það er byrjað að safna, án þess að hugsa um burð- arþolið. Þessi grjóttegund er á örlitlum bletti, og nú er valið og pokarnir fylltir, hvað sem burðarþolinu líður. Enn eru byrðarnar axlaðar, en ekki fer grjótið vel á mínum hrjáða hrygg. Palli gengur eins og hann ætli að fara að bjóða upp á balli. Svona er haldið áfram, en stöku sinnum stuðzt við stein eða barð. Þegar við komum niður á jafnsléttu, voru fæturnir búnir að missa trú á, að annað kæmi til greina en sifellt undanhald. Hefði fjörulalli verið þarna á ferð, mundi hann hafa tal- ið til frændsemi við mig. IX. En nú er grjótnámi mínu að mestu lokið í ár og uppskeran með minna móti. Ekki er annað eftir en láta niður í kassana. „Já, — lítið er það, nær ekki hálfri tunni,“ sagðh einn. „Það vex tapið hjá Skipaútgerð rikisins i ár.“ Sjálfur tapa ég tíma, auði og orku, eri verð ríkari af grjóti. Einu á ég ólokið í Boi'garfirði: Að kveðja álfaborgina. Álfaborgin er klettaborg, að heita má inni í kauptúninu, og af henni er útsýni yfir allan fjörðinn. Borg- in er hömrum girt á alla vegu, en þó er þar greitt uppgöngu. Þarna hefur verið álfasetur frá öndverðu, og álfarnir í borginni áttu kirkju- sókn í Kirkjustein í Kækjudal, sem er mitt á milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. Jón fræðimaður í Njarðvík skráði söguna af Borg- hildi álfadrottningu í Álfaborg, og er sú saga ein hin dýrasta perla meðal álfasagna. í Svartfelli, sunn- an fjarðar, ríktu svartálfar, og var löngum stríð á milli þeirra og Álfa- borgax-búa. Eitt sinn ríkti svarteygur prins í Svartfelli, og gullinhærð prinsessa sat í Álfaborg. Á tunglskinskvöld- um sáu ófreskir menn þau standa sitt hvorum megin árinnar og horfast í augu, og þrá þeirra var svo heit, að bjarmi lá eins og silfurstrengur eftir miðri ánni. Kvöld eitt hvarf prinsessan og kom ekki tíðar til síns innis í Álfaborg^ Þar af spratt blóðug styrjöld milli Álfaborgar og Svart- fells, og hún stendur enn 1 dag. Sú spá liggur í lofti, að styrjöld- þessari linni ekki fyrr en gullin- hærður prins úr Svartfelli leggur höfuð sitt í kné prinsessu í Álfa- bórgarhöll. En þá mun verða mik- ill fögnuður með álfum og mönnum. X Allt tekur enda, sem -okkur er veitt. Þá er að fara þar i hjólförin, sem áður var frá horfið, og snúa heimleiðis. Ég hef ákveðið að koma við á tveimur bæjum í Hjaltastað- arþinghá, Sandi og Hóli. Þar búa æskuvinir mínir. En þeim fer nú fækkandi austur þar. Ferðin fluggengur, enda er jepp- inn austan að. Það ætlaði að fara í hart á milli mín og bílstjórans, er uppgjör skyldi fara fram, og er hann þó frændi minn. „Pabbi bannaði mér að taka við fargjaldi," og við það sat. Ekki brast á góðar viðtökur á Sandi og Hóli, og ekkert benti þar til búsveltu, enda var ekki kvartað. Samt hef ég það á tilfinningunni, þegar ég tala við bændur, þar eins og annars staðar, að beygurinn bíði við næsta horn. Okkur kaupstaðar- búum þykir sveitaafurðirnar dýrar. En færri gera sér grein fyrir því, T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 163

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.