Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Qupperneq 21
óvissuna í fylgd með hálfu öðru hundraði manna. Að vera hér örugg- ur og ókenndur og þó sem nærður á náðarbrauði vináttunnar. Hann leitaði eftir hönd félaga síns og greip í hana. Að svo búnu hóf hann að segja honum ævisögu sína. Fimmti dagurinn rann upp. í lestarvagninum heyrðust nú engin andmælahróp lengur. Aðeins niðurbældur andardráttur, sár og sjúklegur, slitróttar stunur. Fruntalegar sviptingar áttu sér ekki lengur stað Aðeins ósjálfráðar hreyfingar, hristingur og sveiflur hins sviplausa manngrúa. . Öll voru þessi sviplausu, grá- grænu andlit, þakin skegghýjungi, eihs og þegar mosa festir á rotn- andi ná. Augun voru þrútin og æða- ber, útstæð í tóftum sínum. Nú lá hver ofan á öðrum. Hinir sterkari höfðu barizt um eins og hákarlar í hafdjúpi þessara lifandi líka, þangað til þeim tókst að liggja efst- ir, þar sem þeir fengu náð andan- ,um í hinu eitraða lofti, sem þarna var. Hinir máttarminni, sem undir lágu, létust eins og flugur. Sægræn skíma féll á þessi feigu andlit, er gripu andann á lofti unz yfir lauk. Warnette reyndi að lyfta hönd til þess að snerta andlit félaga síns. Þeir lágu endilangir hlið við hlið. Hann reis upp með erfiðismunum og rýndi, hvort hann sæi móta fyr- ir líkama hans. En hann sá allt í móðu eins og blæju væri brugðið fyrir augu hans. Hann kom varla auga á hann, sá rétt í dökkna fyrir munni og skeggi og grillti augu, sem enn tindruðu. „Heyrðu,“ mælti Warnette. Hinn leit við honum. „Sagði ég þér, hvað ég heiti?“ hvíslaði Warnette. „Já,“ anzaði hinn. Warnette hallaði sér út af á ný. Hann tók að mása, lá við hann brysti í brjálæðishlátur. Honum datt svo skrítið í hug, að það hressti hann upp. Þarna lá hann innan um aðra mannabúka, sogaðist aftur og fram í ólgusjó mennskra mann eins og rekaviðardrumbur, skipbrotsmaður eins og hinir. Svo langt var hann leiddur, að hann hafði gefið upp á bátinn allar bollaleggingar, algengustu hugleið- ingar. Hann var ekki lengur gagn- tekinn af nið hressahdi lækja né hjali iinda. Daginn áður hafði hann stytt sér stundir við að rifja upp fyrir sér allar lindir, er hafði svalað þorsta sínum við. Þorsta hins göngu móða manns, þorsta þeim, er kem- ur eftir langa líkamsraun, sárum þorsta eftir sólheitan dag. Rifja upp þá ríku nautn, sem felst í glasi af hreinu og köldu vatni. Nú hafði hann varpað þessum hugsunum frá sér, tæmt innihald þeirra til botns, hann var kominn fram hiá heimi glettinna lækja og gjálfrandi linda. Djúpt í undirvitund sinni fann hann sem sé óljóst, að eftir þennan þorsta myndi hann eiga von á nægu vatni. Hann vissi, að þessi vegférð lá til veraldar, sem myndi veita honum frið. Hann fann, að hann var aðeins hluti af þeim hópi, er kringum hann var, og það var honum sönn- un fyrir nýju lífi. Hann var þeg- ar fluttur yfir í alheim þann, er hann myndi ekki verða neinn Warnette í. Warnette hermaður Heldur aðeins maður með mönn- um. Hann ætti ekkert nafn, held- ur aðeins númer. Enginn sérstakur einstaklingur. Enginn kailaður úr hópnum framar. Styrjöldinni var lokið, baráttan á enda. Hið eina, sem hann þráði nú, var að lifa af, lifa óbrotnu og eðlilegu lífi. Hann sá í hillingum heim, þar sem allt- af var nóg af fersku vatni, þar sem hann þurfti aldrei að hugsa um annað en sætan, svalan keim af köldu vatni. Heim, þar sem öll bar- áttan var úti og ekkert tilefni fram- ar til þess að berjast um. En hatursfull hugsun hafði skot- ið rótum í heila hans eins og ill- gresi. Hún rétti út fálmara sína, renndi þeim í blóð hans og bein- merg. Hann fann, að tilveru hans var ógnað, fannst hann hafa verið útilokaður frá þessari óbrotnu vits- munaveröld, sem hann hafði dreymt um. Hann hafði risið upp og borið fram örlagaspurn. Og hinn hafði svarað: „Já.“ Hann hafði ljóst- að nafni sínu upp við hinn mann- inn. Með því hafði hann stofnað ókynni sínu í hættu. Angistin nísti hjarta hans helgreipum eins og sníkjujurt og saug merginn úr lífs- orku hans. Honum fannst sem seilzt væri að innýflum hans til þess að rífa út þessa eiturplöntu, sem var að teygja rætur um iíkama hans og sál. Og hinn fimmti dagur haíði setzi að meðal þeirra í þessum lestar- vagni. Þeir vöruðu sig ekki á því. Svo var orðið af þeim dregið, að þeir voru hættir að taka eftir þján- ingum sínum. Þeir voru ekkert ann að en tunga, fyrirferðarmikil tunga, sem fyllti munninn og ætlaði að kæfa þá — tunga, sem gleypti í sig allan líkamann. Þessir hreyfing arlausu, samþjöppuðu líkamar börð- ust ekki um framar. Þessi glóandi hraunstraumur hafði storknað, eld- fjall hins mannlega lífs var útkuln að. Warnette entust kraftar til þess að setjast upp á ný. Hinn maður- inn leit til hans og brosti. „Þetta er fimmti dagurinn," hvíslaði félagi hans. „Á morgun verðum við komnir þangað.“ Orðin límdust við skrælnaðar var- ir hans. „Hvers vegna komstu mér til þess að tala?“ spurði Warnette. Hinn hrærði höndina lítið eitt, eins og til samþykkis, því að þeir hefðu enga órku til að tala. Þeir yrðu að spara líkamskraftana til að lifa af þjáningar fimmta dagsins. „Ég sagði þér allt — allt-----“ Orðin virtust hrökkva sundur í munni Warnettes. „Þeir settu mig við hliðina á þér til þess ég skyldi tala ..." Hinn hreyfði höndina eins og áður, sýnu veiklulegar. „Mig langar til þess að lifa, ég vil komast lifandi frá þessu . . . “ hvíslaði Warnette milli tannanna. Munnur hans var svo skrælþurr, að orðaskil heyrðust vart. Tungan var svo þurr og bólgin. að honum var ofraun að hreyfa hana. Hinn endurtók sömu hreyfing- una. sem virtist þýða. að bögn væri bezt. „Að iiia " Haniy þóttist sjá það ógreinilega. að hinn brosti ró- lyndislega. Á morgun yrðu þeir komnir áleiðis. Á morgun yrðu hon- um opnuð hlið þess heims, er þeim tilheyrir, sem enga fortíð eiga. Hann fann, að þá veröld hafði hann alltaf þráð. Þá yrði fortíð hans þurrkuð út, þá yrði hinn gamli Warnette ekki lengur til. „Þú meiðir mig.“ hvíslaði hinn með andköfum „Drullusokku'-" tivíslaði Warn- ette. Orðin satu föst 1 kverkum hans — og ætluðu að kæfa hann. En hinn reyndi enn til að brosa. „Þú ert að fá óráð,“ hvíslaði hinn í viðvörunarrómi. „Reyndu að herða þig upp til morguns, þá erum við komnir áleiðis . . . “ „Drullusokkur . . . “ Honum tókst að koma þessu orði upp, þrátt fyrir magnleysið. Þrátt fyrir stokkbólgna tunguna, sem ætl- aði að kæfa hann. „Fimmti dagurinn,1' reyndi hinn að hvísla. „Þú veizt, að hann er erf- iðastur . . .“ Warnette hallaði sér yfir hinn og bar andlitið fast að útstæðum augum hans. Lífsþráin jók honum mátt. Hann þreifaði eftir hálsi hins. „Aaaaah," hinn stóð á öndinni og barðist í örvæntingu við að ná and- anum. í óráðinu var sem yfirnáttúrlegt afl færðist í hendur Warnettes og hann læsti þeim æ fastar um kverk- ar hins. Honum fannst hann vera að ryðja úr vegi síðustu hindrun- inni, sem hann yrði að yfirvinna, áðuren hann gengi inn í þann líf- heim, er hann hafði svo lengi þráð Jóhann Bjarnason þýddi fílHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 165

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.