Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 21.02.1965, Síða 22
SvignaskarS. Ljósmynd Páll Jónsson. í leitum á Langavatnsdal Framhald af 147. síðu. rnann sökum þoku. Snemma dags var ég staddur í brattri fjallshlíð. Hrap- aði ég þá niður brattan aurfláa og rann fram á gljúfurbarm, en gat stöðvað mig þar á fremstu snös. Undir var hyldýpi, sem ekki sá til botns í fyrir þokunni. Enginn var nærri né vissi um þetta óhapp. En ég var ómeiddur og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Ef illa hefði farið, er óvíst, að ég hefði fundizt. En þótt hurð skylli nærri hælum eins og tvisvar síðar, er líkt stóð á, þá átti ég samt ekki að bera beinin á Langavatnsdal. Við komum að leitarmannakofan- um undir kvöldið með allmikið fjár- safn. Gistum við þar næstu nótt, en féð var rekið út á tanga, sem geng- ur út í vatnið rétt hjá húsinu, og skiptust menn á um að vaka þar yfir því, tveir í einu Svo mjótt var húsið, að ekki var unnt að spyrnast í iljar, er- lagzt var til svefns. Röðuðu menn sér þvert á báða langveggi og réttu fæturna á misvíx) fram á gólfið. Hnakka okk ar höfðum við fyrir kodda, og vær vai svefninn. Nú næddi ekki um okkur. Rigning og stormur var um nótt- ina og hiðamyrkur. En aðhaldið var gott og auðvelt að gæta kindanna Skröfuðum við saman, ég og vöku félagi minn, sem Árni hét, kennari að mennt og starfi Mér ei ekki i mirini, hvers son hann var, en held að hann hafi verið ættaður úr Húna vatnssýslu. Af hans vörum heyrði ég fyrst þarna um nóttina þessa al- kunnu vísu, sem ég lærði þá þegar: Ætti ég ekki, vífaval, von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti á stundum. Hann kvað prest, sem átti heima í Langadal í Húnavatnssýslu, hafa ort vísuna til konu sinnar á ferð um dalinn. Daginn eftir var gengið á sömu slóðir og reynt að ná saman þvi fé, er hafði orðið eftir. Veðrið var engu skárra — rigning og þoka. Þá bar það til tíðinda, að villa kom að hópi gangnamanna, er fóru á Víðidal, að mig minnir — austurdrög aðaldals- ins Voru þar saman þrír eða fjór- ir drengir, og var þeirra elztur einn skólabróðir minn frá Hvanneyri, rúm lega tvítugur Var hann orðinn svo villtur, að honum sýndist' áin renna upp í móti. Hinir yngri sáu þó sem var og héldu niður með henni, hvað sem hann sagði. Elti hann þá. og skiluðu þeir sér allir í gististað Þriðja daginn var leitað frá gangnakofanum og niður í byggð, og var það nokkuð víðáttumikið lands- svæði. Þá var þurrt veður og bjart. Lausn 3„ krossgáfu Þá voru Tandrasel og Grísatunga efstu bæir í byggð, nú báðir í eyði. Við Hermann gistum í Tandraseli og áttum þar góða nótt. Sjaldan hef- ur mér bragðazt matur jafnvel og kjötsúpan þar þetta kvöld. Daginn eftir var réttað í Grísa- tungurétt, féð dregið sundur og rek- ið til bæja. Við Hermann rákum Ánabrekkuféð heim um kvöldið, og var því sleppt í Ánabrekkuland. Kom um við heim seint á fimmtudags- kvöldi úr þessum lengstu göngum, sem ég hef farið um dagana. Nokkrum dögum síðar fór ég í vetrarvist í Reykjavík. Þar var ég fjósamaður næsta vétur -r- eina vet- urinn á ævinni, sem ég hef haft þann starfa. Mér hefur alltaf getizt betur að sauðfé en kúm. Þótt við hrepptum rigningu og þoku á Langavatnsdal og aðbúðin væri ekki á marga fiskana í þessum göngum fyrir fimmtíu árum, þá eru þetta ljúfir og bjartir dagar í end- urminngunni. Og Langavatnsdalur er ævintýraland, sem ég vildi mikið til vinna að geta séð aftur í sólskini á sumardegi. Þá skyldi ég láta mig dreyma þar um horfna byggð og fögur býli, þar sem búsmalinn dreif- ir sér um grænar hlíðar, en fólkið þeysir á fráum gæðingum um grund- ir dalsins til kirkju og mannfunda. Láttu ekkl refinn sleppa — Framhald af 159. síðu. að sverja biskupnum hollustueiða. Og allir beygja sig fyrir þessum kirkjuhöfðingja, sem svo mikinn framgang hefur haft og skjótan. Enn vantar nokkuð á tíunda árið frá þeim degi, er hann sat umkomu- lítill úti í Hamborg og hét Ögmundi Pálssyni því, að hann slcyldi vera góður drengur og duglegur að læra, svo að hann þyrfti ekki að sjá eftir peningunum, sem fóru í námskostn- aðinn. Sf \ \ \ 6 \ \ \ í? \ \ n \ \ \ fí fí ff N fí F e> / N G \ 1 n N fí fí n s R V 6 X T i N N b a J> \ 5 fí \ B fí \ \ N fl' a o V \ sr fí \ M D \ F 7? n N \ N fl \ U L \ L j N s « 6 w D J N ->■ w fl‘ r T V fl \ s K 6 \ i s I $ \ n U K M £ V N -5f fl L> r \ \ E ] K \ p r V \ M L \ T1 f * u .\ M L K J i H G \ R ö L fl N Jf a N s L fí r fl í 1 F K ö s r p y V K \ i P \ r S a L L a L i N P \ V N u \ V fí' \ ■R 1 ri 1? N \ Á b ft s \ E R R K fí \ M \ N F y Þ fí L N fí K \ í> R fj e P \ N /í Þ fl' R n * R fí' N J R \ L i M l R 1 H \ N_ \ R 0 fí p J S T 166 T I m I M N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.