Alþýðublaðið - 02.05.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.05.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Gs’ammófðnn, næstuaj nyr, lítið œotaður, til t>ölu œeð tækifærisverði, Afgr. v. á. Alt ca* nikkclerað Og koparhaðað í FiJkaauísi. Til kffiups: Blómsturborð, bokaskápur og rúðugler í myiada* ranrnia — A v. á E.s. Lagarfoss fer frá Hafaarfirði f dag sfðdegis, beint til Grimsby og tekur farþega bangað E.s. Goðafoss fer héðan á noiðvikudsgskvöld kl. 12 vestur og norður um iand, .amkvæt áætlun. Reiðhjól gDjábrend dg viðgeið i Fáikamiin. Litið eotað saumavél til sölu fyrir látt'verð á Bergstitða stræti 46 Hús og byg’g'iiigarlóðir selur Jónas H Jónsson. — Bárunni. — Sfmi 327. - Aherzla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðila, —.-— Tilkynning. StftI*fS8tÚlkur vactar að Vífilsstöðum 14 maí. Upplýsingar bj; yfirhjúkrunarkoaunni, Niðuraett verð á úrum ti! 14 mal. — Laugaveg 10. .1 óbannes Norðf jðrð. KavlmanQ srðiðhjél tií sblu með tækifæriaverði A v. á. Kiæðaskápur til sölu á Lgv. 70 Aiþbl. kostar I kr. á mánuði. Hjálparatðð Hjúkrusnarfélagsm Líkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. ei—12 f. fe. Þriðjudaga . Míðvikudaga Föstudaga . Langárdaga - — 5 — 6 a. fe — 3 — 4 e. fe — 5 — 6 e. fe — 3 — 4 Munlð efti? að fá ykkur kaffi í Litla k&ffihúsinu, Laugav. 6. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gitenberg. Edgar Rics Burroughs'. Tarzan. áður tekið til máls. „Okkur skín ekkert gott af því, að berjast innbrygðis". „Alveg satt", mælti sá, sem tekið hafði svo illa upp skipunarrödd Snipes; „en með sama áframhaldi verður held eg lítið úr þessum félagsskap". • „Grafið þið hérna strákar“, sagði Snipes, og benti á stað undir trénu. „Og meðan þið grafið, skalt þú Pétur, draga upp kort af staðnum, svo við þekkjum hann síðar. Farið þið, Tom og Bill, og takið tvo aðra með ykkur, og sækið kistuna". „Hvað ætlar þú að gera?“ spurði sá, sem áður hafði nöldrað. „Slæpast?11. „Haldið þarna áfram“, urraði Snipes. „Þið haldið þó ekki að foringi yklcar fari að pæla með reku?“ Mennirnir litu allir upp gremjulega. Engum þeirra féll við Snipes, eða ráðrlki hans, sfðan hann drap King, sem verið hafði höfuðforingi uppreistarinnar og hvatamaður. Það atvik hafði að eins aukið hatur þeirra. „Áttu við það, að þú ætlir ekki að snerta á skóflu, eða ijá okkur hjálparhödd? Þér er víst ekki svo ilt í öxlinni", sagði Tarrant, maðurinn sem fyr hafði talað. „O, ekki held eg“, svaraði Snipes, og fór að fitla við skammbyssuskeftið. „Jæja“, mælti Tarrant, „ef þú vilt ekki snerta á reku, taktu þá við mölbjrót". Að svo mæltu reiddi hann upp mölbrjótinn, og rak hann af heljarafli í höfuð Snipes. Um stund horfðu mennirnir þeyjandi á þetta hermd- arverk félaga síns. Loks var einum að orði: „Heiðraðu skálkinn svo hann skaði þið ekki“. Annar hélt áfram að vinna með mölbrjót sínum. Jörðin var lin, svo hann kastaði honum fiá sér, og greip spaða. Hinir tóku líka til starfa. Um drápið var ekki frekar fengist, en mennirnir unnu nú ánægðari en þeir höfðu nokkurntíma gert slðan Snipes tók við stjóra. Þegar gröfin var orðin nægilega djúp, stakk Tarrant upp á því, að þeir létu kistuna ofan í hana og líkið af Snipes ofan á. „Það gæti skotið bjána skelk 1 bringu, sem álpaðist til að grafa upp kistuna“, sagði hann. Hinum fanst þetta smellið, svo þeir lengdu gröfina, svo líkið kæmist fyrir í henni, en í miðjunni var grafin dýpri hola fyrir kistuna, sem fyrst var vafin i segldúk og sfðan sökt í gröfina. Mold var mokað yfir kistuna og troðið á uuz botninn í gröfinni varð jafnsléttur. Tveir menn veltu nú líkinu ofan á kistuna, en tóku fyrst af því vopnin og alt fémætt og skiftu milli sín. Þeir mokuðu síðan otan í gröfina og tróðu á henni, unz ekki komst meira 1 hana. Það sem eftir var af lausri mold var flutt í burtu og yfir gröfina vöru lögð laufblöð og sprek, svo ekki bæri á jarðraskinu. Þegar þessu var lokið, snéru sjómennirnir til bátsins aftur, og réru sem skjótast út að Örinni. Vindurinn hafði vaxið töluvert, og þar eð reykurinn við sjóndeildarhringinn hafði aukist rojög, eyddu upp- reistarmennirnir engum tíma, heldur undu upp segl og héidu til suðvesturs. Taranz, sem fylgst hafði með öllu þess með eftirtekt, velti fyrir sér athöfnum þessara einkennilegu dýra. Vissulega voru menn heimskari og grimmari en villi- dýr skógarins! En hvað hann var heppinn að eiga heima í friði og öryggi frumskógarins I Tarzan langaði til þess að vita hvað væri í kistunni, sem þeir höfðu grafið. Ef þeir þurftu þess ekki með, hvers vegna köstuðu þeir þvf þá ekki heldur 1 vatnið? Það hefði verið miklu léttara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.