Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 2
Svo sem kunnugt er var Magnús sýslumaður Ketilsson einn mesti bún- aðarfrömuður hérlendis á síðari hluta átjándu aldar. Er ævi hans rakin í riti eftir Þorstein sýslumann Þor- steinsson. Magnús sýslumaður hafði bú mik- ið í Búðardal, sauðfé margt, þegar fram í sótti, og kýr, geidneyti og hesta í flesta lagi. Heimilisfólk var um og yfir þrjátíu. Auk þessa voru þar námspiltar á vetrum. Mun hann hafa rekið eitt allra stærsta bú, sem þá var vestan lands. Þurfti ærna um- sjón og mikla fyrirhyggju, ef vel átti að fara, því að margt varð að stunda — heimajörðina með sellandi, eyja- gögn og sjávarhlunnindi, sem hvergi munu þá hafa verið meiri eða erf- iðari en meðan hann hafði hvort tveggja, Akureyjar og allar Skarðs- eyjar, ásamt Staðarhólseyjum. Ak- ureyjar voru þá taldar gefa af sér hundrað pund dún, hundruð pund fiður, fjórar tunnur sellýsi og haga- göng fyrir hundrað ær og áttatíu lömb al'lan veturinn. Á vorin var lömbum stiað í stekk um nokkurn tíma og jafnvel kefluð fyrir fráfærur og síðan rekin til fjalls. Fé virðist hann hafa látið klippa við rúning, sem þá var ekki venja, því að þrjár sauðklippur voru í dánarbúi hans. Þegar sláttur byrjaði, voru ærnar reknar fram á dal og hafðar þar í seli. Lét Magnús hafa þær í færi- kvíum um nætur, sem þá mun lítt hafa þekkzt, og græddi þannig upp selstúnið. Á haustin var margt fé flutt í eyjar. Um fjárhirðingu samdi Magnús sér stakan bækling. Þar ráðleggur hann meðal annars, að lömb séu böðuð áður en þau eru rekin á fjall og sauðfé rúið með klippum. En þá var siður að reita uliina af fénu. Hann varar við drykkjuskap í réttum, því að hann orsaki oft áflog og rifrildi, og megi menn illa við að missa vit og sjón, þegar dæma skal um mörk. Fjárhús vill hann hafa rúm og loft- góð, og lömb vill hann láta fóðra vel lambs veturinn, en þó beita með fullorðna fénu. Ekki kveður hann borga sig að spara hey framan af vetri, og hann segir, að þess verði að gæta, að ær þurfi meira fóður síðari hluta vetrar. í skammdeginu eigi að láta fé út um hálfbirtu, en ekki inn fyrr en í rökkrinu, ef frost- lítið sé. Gefa ætti fé, segir hann, einu sinni á dag í innistöðum fram- an af vetri. Um hrútaval og kynbæt- ur ræðir hann allmikið og telur koll- ótt fé bezt. Vildi hann fá útlent fé til kynbóta og reyndi enda að bæta fé sitt með kynbótum. Ær taldi hann ekki borga sig að hafa eldri en sex til sjö vetra og sauði þriggja vetra. Ær skyldu brúnsléttar á miðgóu og bjónhálar á einmánuði. Þegar fjárkláðaplágan gekk yfir og olli stórkostlegri fækkun sauðfjár, hóf Magnús uxarækt og taldi hana arðsama. Vandi hann uxana á úti- gang eins og gaddhesta. Lét hann höggva fyrir þá og rífa hrís, Þegar harðast var, og stóðu þeir þá við hrísköstinn og bruddú limið. Magnús hélt fólki mjög til verks enda sjálfur starfsmaður mi'kili og stjómsamur. Voru því oft ráðnir til hans erfiðir unglingar. Skipti hann fólki mjög, einkum við heyvinnu, en það undi jpessu miður vel og hafði því samtök um að koma saman og jafnvel skemmta sér, þegar sýslumað- ur sá ekki til. Lét það þá einn vera á verði til þess að segja tii, ef sást til húsbóndans. Var varðstaðurinn síðan kailaður Ódyggðarieiti. Auk margháttaðra vorverka til lands og sjávar var árlega unnið mik- ið að garðahleðslum og húsabygging- um, en þó sérstaklega að þúfnaslétt- un. í Búðardal var líka prófaður danskur plógur, sem auðvitað reynd- ist of þungur, og lét Magnús þá smíða nýjan, sem var mun betri. Herfi hafði hann líka til jarðvinnslu. Almennt hö-fðu menn þá ekki nema pál og reku. Skóflur og kvís’lar munu þá hafa verið fátíðar, og átti al- menningur því geysilega erfitt um vik um jarðvinnslu. Magnús lét hlaða garða umhverfis túnið og traðir heim að bænum. Matjurtagarð mikinn hafði hann að húsabaki, og mátti veita um hann vatni eftir smárennu til þess að vökva hann. Framræsluskurði lét hann og gera allmikla, og salerni lét hann reisa. Munu þau þá hafa verið mjög fátíð hérlendis. í gilið fyrir ofan bæinn setti Magn- ús kornmyllu, og var hún knúin vatnsafli. Mun hann hafa verið ein- hver fyrsti maður til þess að koma upp vatnsmyllu. Magnús var hinn mesti áhugamað- ur um garðrækt, og komst ársupp- skera hjá honum upp í tíu tunn- ur af kartöflum og fimmtíu tunnur af rófum. Hann fann sjálfur upp á því að búa til vermireit, og var hann þannig gerður, að rofið var stykki úr fjósþekjunni og þar sett mo'ld á hrístróð og sáð í svo snemma sem hæfa þótti. Hann ræktaði og ýmsar káltegundir með góðum árangri. Heldur var þá torvelt að afla útsæðis, og fékk hann til dæmis í upphafi, árið 1773, einungis tólf kartöflur. Undan þeim fékk hann sex kartöflur sæmilega vænar og ara- grúa af smáberjum. Þá reyndi hann akuryrkju. Hvorki þroskaðist rúgur né hveiti, en með bygg og hafra tókst betur. Segist hana hafa fengið hálftunnu af byggi haustið 1774. Hann gerði og tilraun- ir með lía, hamp og tóbaksjurt, en þær jurtir þroskuðust ekki hjá hon- um. Ennfremur reyndi Magnús að gróðurssetja furu og greni, en það misheppnaðist líka. Magnús tók hart á öllu flakki og betliferðum, og þótti konu hans það miður fara. Taldi hún það skyldu kristins manns að veita snauðu fólki nokkra ásjá. Þótt flestir væru flakk- ararnir afarhræddir við sýslumann, freistuðu frásagnir um hjartagæzku og gjafmildi húsfreyjunna í Búðar- dal þeirra. Voru því nokkrir, sem tefldu á tvær hættur, en urðu fyrir hinu mesta harðræði af hendi sýslu- manns, ef hann komst í tæri við þá, Svo var um kerlingu eina, er fengið hafði tvo hesta að láni undir sig og betlifeng sinn. Hún frétti, að sýslu- maður var að heiman og reið þvl Framhald á 982. *íðu. íGunnar Þórðarson í Grænumýrartungu rifjar upp búskaparhætti og dagleg- ar venjur Magnúsar Ketilssonr 962 T 1 M 1 N N — SliMNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.