Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 3
QShYT- Sálfræðingar kenna okkur, a3 leikur barna sé nauðsynlegur þáftur á þroskaferli þeirra. Hið sama gildlr um ungviði annarra tegunda. Leikurinn er undirbúningur að þolraunum lífsins: Rádýrið lærir að forða sér á flótta og refurinn að veiða sér til matar. ........“jjjjjljj Sá, sem leggur leið sína að vorlagi um þau skógarsvæði. þar sem krónhlrtir hafast vlð, geta séð kiðin þjóta í hendingskasfi í gegnum rjóðrin. Eitt þeirra eltir hin. Þetta er leikur þeirra. og nái kiðið^ sem eltlr, að hnilla eitthvert hinna, þá er skipt g um hlutverk. Þannig heldur leikurinn áfram lengi dags Leikur getur Ijka stefnt að því að kenna ungum að fela sig. Sef- endur láta ungana oft kúra á baki sér. Beri að einhvern háska^ fela þær þá undir vængjum sér og stinga sér í vatnið. Ungar nefmúsarinnar, sem sums staðar hefst við f skógum, iðka sér- kennilegan leik. Þeir trftla f spora- slóð og bíta í halann hver á öðrum. Nefmúsin er barnmörg, og þannig venjast ungarnir á að halda hópinn. Það er hreint ekki út í bláinn, þegar ketlingur leikur sér að bolta eða band hnykli. Hann er að þjálfa sig í þeim aðferðum, sem hann verður seinna að beita, þegar hann fer að veiða mýs sér til lífsviðurværis. Yrðllngarnlr leika sér óspart við munnana á greni sínu. Á sólskins morgnum byltast þeir þar í ólmum leik taka undir sig mikil stökk og elta skottið á sér. Þetta er þeirra veiðileikur, enda veitir þeim ekkl af að læra listirnar. Ungar greifingja þreyta ieik, sem sjá má um dægramótin; Þeir renna sér hver á annan. Markmiðið er ekki auðskilið, þetta virðist tilgangs lítill leikur. En kannskl eru þeir þó að stæla sig með þessu og herða. En það eru líka til dýr, sem leika sér elnungis vegna leiksins sjálfs. Bæði ungir og gamllr otrar renna sér á mag- anum I snjó niður brattar brekkur, Á sumrln iðka þelr sama leik af mikilli áfergju, þar sem sleipur leir er I ár. bökkunum. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 963

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.