Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 5
Hvarí fimm ungra manna norður í höfum vestan Grænlands sem sýndi legu eyja noríian við Djöflaþumal og gaf nöfn eyjum og jöklum. Enn fremur safnaði hann jurtum á þessum slóðum. Þetta þyk- ir sjálfsagt ekki mikils vert nú, en fyrir síðustu aldamót var þetta rösklega að verið. Þegar hann kom heim, skrifaði hann ferðasögu, sem birtist í sænska tímaritinu Ými. Veturinn 1891—1092 hafði Björl- ing uppi ráðagerðir um aðra ferð, og hugðist nú leggja leið sína til Ell- esmerelands. Þar hélt hann, að finn- ast kynnu jurtir, sem gætu brúað bil- ið á milli gróðurrikis Vesturheims og Grænlands. Fé til þessarar farar hugð- ist hann sjálfur leggja fram að nokkru leyti, en að nokkru leyti ætlaði hann að greiða kostnaðinn með sænskum rannsóknarstyrk og framlögum frá áhugasömum mönn- um, meðal annarra rússneska vísinda- manninum og landkönnuðinum Sí- bíríakoff og hinum skozkkynj- aða Gautaborgarkaupmanni, Óskari Dickson, sem stutt hafði hann til Grænlandsferðarinnar sumarið áður og kostaði för Nordenskjölds á Vega austur um höf .norðan Asíu og Soffíu- leiðangurinn til Norður-Grænlands ár- ið 1883. Björling fékk ekki mikla fjármuni handa á milli. En hann hafði sýnt það sumarið 1891, að hann gat kom- izt langt með litlum tilkostnaði. Vís- indatæki þau, sem hann útvegaði sér, voru þó góð. Nordenskjöld hafði meðalgöngu um það, að ýmsar vís- indastofnanir í Svíþjóð lögðu þau til. Ekki skorti heldur skjólflíkur og skó- fatnað. Björling hafði hugsað sér að fara til Nýfundnalands við annan mann og sitja þar fyrir hvalveiðiskipi, er færi til Hellulandsflóa. Hann ætlaði síðan að láta setja sig á land á Ell- esmerelandi og kanna það sumar- langt. Hvalveiðiskipið átti að vitja þeirra félaga í byrjun september- mánaðar á einhverjum þeim degi, er til þess yrði valinn, og skyldi förinni Ijúka, þar sem hún hófst — á Ný- fundnalandi. Björling fékk tuttugu og fjögurra ára gamlan stúdent, Edvald Kallsten- ius, til ferðar með sér, og átti hann að hafa með höndum dýrafræðilegar rannsóknir. Héldu þeir félagar frá Stokkhólmi vorið 1892 og sigldu til Liverpool. Þaðan komust þeir til Ný- fundnalands undir lok maímánaðar. En nú kom babb í bátinn. Þeir voru svo seint á ferð, að öll skip, sem ætluðu að stunda hvalveiðar norður í höfum um sumarið, voru farin úr höfn. Björling vildi samt ekki gefast upp. Hann tók að leita að farkosti, sem gæti fleytt þeim félögum til Ellesmerelands. En það var ekki neinn leikur af útvega slíka fleytu, því að meginhluti farareyrisins hafði farið í heimanbúnað og kostnað við að komast til Nýfundnalands. Að lok- um gafst hann upp við að leita sér að leiguskipi. En þá hugkvæmdist honum að festa kaup á skútu. Og þó að ólíklegt sýndist, að slíkt mætti takast, náði hann að síðustu kaup- um á þrjátíu og sjö lesta skonnortu, sem hét Gárinn. Verðið var 650 dal- ir. Nú geta allir ímyndað sér, að það hefur ekki verið neitt kostaskip, sem fékkst fyrir þetta verð, jafnvel þótt þess sé gætt, að þá var verðlag ann- að en nú. Gárinn var að sjálfsögðu talinn lítt nýtur heima fyrir og það- an af síður hæfur til siglinga á ísa- slóðum, þar sem mörg góð skip höfðu brotnað og sokkið. Það var líka almannarómur, að Gárinn myndi sökkva jafnskjótt og hann væri kom inn út á rúmsjó. Björling hafði samt mikla trú á skipinu, og hún brást honum ekki heldur. En ekki hafði hann yfirstig ið allar tálmanir. Gárinn hafði hið versta orð á sér meðal heimamanna* eins og þegar kefur verið sagt, og það reyndist torvelt að fá skipshöfn á hann. Með mikilli þrautseigju tókst honum þó að fá áhöfn, sem að vísu var nokkuð fáliðuð. Lengi vel voru það einungis tveir menn, sem gáfu þess kost að trúa þessari skonnortu fyrir lífi sínu, en 22. dag júnímán aðar krækti þann í þriðja manninn. Munu þeir félagar hafa látið úr höfn þann dag eða litlu síðar. í Kanadablaði einu hafa varðveitzt nöfn þeirra manna, sem réðust í þjónustu Björlings. Einn þeirra var danskur stýrimaður, Karl Kann að nafni, sem átti að vera skipstjóri, annar var Englendingur, Gilbert Dunn, sem dubbaður var til stýri mannstignar, og loks matsveinninn, Herbert nokkur McDonald frá Ját varðseyjum í Kanada. Hásetar voru engir, nema landkönnuðirnir sjálfir. Skipstjórinn var maður, sem flækzt hafði víðá um höf, ep gerzt þreytt ur á útivistinni og vildi komast heim til Danmerkur. Hafði hann sætt færi í hafnarborgum Vesturheims að kom ast á skip, er færi til Danmerkur, en ekki tekizt það, og því aðeins gaf hann Björling kost á liðsinni sínu, að hann hét því að skila honum heim til Danmerkur, þegar rann sóknarstörfum væri lokið. Allkaup dýr var Kann þó, og þegar Björling hafði lagt umsamin laun áhafnarinn ar í banka í Nýfundnalandi, átti hann ekki eftir nema fjörutíu krón ur sænskar. Þeir létu því úr höfn m«íð vistir í naumasta lagi, og ekki var neitt skotvopn á skipinu annað en litil skammbyssa, sem Björling átti sjálfur. En hann friðaði menn sína með því, að hann myndi kaupa þeim birgðir, er til hafnar kæmi á Grænlandi. Eins og áður er sagt mun það hafa gerzt sama daginn og þriðji maður inn fékkst, að sjóferðin hófst, eða að minnsta kosti ekki síðar en um Jónsmessuleytið. Förinni var heitið til Góðhafnar í Bjarneyjarflóa, o: þangað voru sextán hundruð sjóm J ur. Sú hrakspá, að Gárinn mync; fljótlega sökkva í saltan mar, rættisi ekki. Skútan flaut með prýði. E ferðin sóttist seint, enda líklegt, a búnaði skipsins hafi verið í mörgu áfátt. Gerði og brátt storma á haí inu og stórsævi, og hafði skipstjórinn vökur miklar. Sennilega hefur öðr um, sem á skipinu voru, lítt verið treystandi, ef vanda bar að höndum. Ekki tók betra við, þegar þeir nálguðust loks strönd Vestur-Græn- lands. Þar voru hafísbreiður miklar og allt sunnan vert Davíðssund fullt af ís. Var slíkt ísafar með fádæmum. Ekki bætti þetta um fyrir Karli skipstjóra Kann. Björling hafði tek izt á hendur varðstöðu, er skipstjór inn lagði sig, en hann var djarffær nokkuð og sigldi skipi sínu beint inn í ísinn, þegar horium bauð svo við að horfa. Af þessu stóð skip stjóranum hinn mesti stuggur sem vonlegt var, og þorði hann nú ekki að víkja af þilfarinu af ótta við þessa áráttu Björlings. Tók þá og að versna samkomulag þeirra og sló að minnsta kosti einu sinni í harða brýnu. Sagði Björling skipstjóra sín um þá tæpitungulaust, hver leiðang ursstjórinn var. Gárinn reyndist með ágætum, þótt sigla yrði gegnum ís í tíu daga. Fundu þeir félagar síðan nokkurn veginn auðan sjó meðfram suður strönd Hellulands, og 24. júlímánað ar sáu þeir Volsinghamshöfða, sem er austast á Hellulandi. Hafa þeir þá verið búnir að velkjast í hafi í þrjá tíu og fimm daga, ef þeir hafa farið frá Nýfundnalandi 22. júní, og siglt að meðaltali fjörutíu og fimm sjómíl ur á sólarhring. Þeir vóru fjóra daga frá Hellu landi til Góðhafnar og hafa því þá farið um áttatíu og tvær sjómílur á sólarhring. Komu þeir til Góðhafn ar 28. dag júlímánaðar í suðvestan stormi, þoku og slyddu. Virðist hafa verið teflt á tæpt vað um innsigling una. En lánið lék við þá, og öllu reiddi vel af. Danski nýlendustjórinn á Góðvon, T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 965

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.