Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 6
Herjólfur Jörgensen, tók á móti þeim. Vissi hann þeirra vnn, því að hon um hafði borizt bréf frá frænda Karls Kanns í Danmörku, er vildi vita, hvort hann hefði komið þar fram. Þótti Dönum undur mikil, þegar þeir sáu skipið og fararbúnaðinn, er var svo aumur, að fá varð kaðla að láni hjá verzluninni, svo að unnt væri að leggja skipinu við festar. Tveir bátar voru þó á þilfari, en ekki að sama skapi haganlegir á isaslóðum. Var annar úr segldúk, sem þaninn var á grind, og svo gerður, að leggja mátti hann saman. Vistirnar voru líka mjög til þurrðar gengnar, en fjármunir svo til engir til þess að bæta úr því. En Björling var rogginn. Hann skrifaði heim til Svíþjóðar og lét drjúglega yfir því, að sér hefði ekki brugðizt valið á farkostinum, sem reynzt hefði með ágætum í vond um veðrum og meiri ís en dæmi væru um við Vestur-Grænland í hundruð ára. Hinir dönsku embættismenn stóðu agndofa andspænis þessum glanna skap og þótti furðu gegna, að menn irnir skyldu komast heilu og höldnu meginlanda á milli með svo litilli forsjá. Lögðu þeir sig í framkróka að hafa þá Björling, Kallstenius og Kann ofan af því að haida ferðinni áfram norður til EHesmerelands. Rök semdir skorti þá ekki: Skipið var óhæft, mikill ís norður undan, dag tekið að stytta, vistir ófullnægjandi og éldsneyti nauðalítið. Þar á ofan var við búið, að fleytan festist í ís og frysi þar föst, og þá var vetur seta í óbyggðum óhjákvæmileg. Þeir buðu þeim félögum að hafast við i Góðhöfn vetrarlangt og láta þeim síð- an í té aðstoð, svo að þeir gætu farið norður á bóginn sæmilega búnir næsta sumar. En þetta hreif ekki. Björling tók ekki í mál að breyta fyrirætlunum sínum, og það hvarflaði ekki að honum neinn efi u.m giftu- samleg ferðalok. Hann kvaðst verða kominn aftur til Góðhafnar í byrjun septembermánaðar. Kallstenius og Kall voru báðir nokkuð uggandi, en sögðust ekki myndu bregðast Björ- ling, ef hann hefði einsett sér að halda ferðinni áfram. Þegar dönsku forráðamennirnir í Góðvon fundu, að allar fortölur voru gagnslausar, létu þeir Björling í té alla þá fyrirgreiðslu, sem þeir máttu. Gestrisni og hjálpfýsi við langferða- menn hefur ávallt verið aðalsmerki danskra embættismanna í Grænlandi, og svo var einnig hér. Björling fékk bát að láni, og Herjólfur Jörgensen gaf honum haglabyssu sína og næg skotfæri. Ennfremur fengu þeir að taka út vistir, kaðla og færi í búð- inni, þótt slíkt væri bannað í einok unarlögunum. Loks gáfu menn þeim ölámu, dósarnjólk og fáeinar bækur og sitt rúgbrauðið hverjum þeirra. Gárinn fór frá Góðvon 2. dag ágúst- mánaðar. Kvaðst Björling ætla að sigla vestur um Lancastersund og þaðan norður til Karraeyja, þar sem hann ætlaði að afla sér aukinna vista af birgðum, sem Nares, foringi enska heiinskautsleiðangursins, skildi þar eftir árið 1875. Neyddist hann til þess að hafa vetursetu þarna norður frá, ætlaði hann að flýja á náðir Eskimóa í Thúlehéraði eða Dana í hinum nyrztu stöðvum þeirra á Vest- ur-Grænlandi. Þó mun hann hafa ósk- að þess, að eitthvert hvalveiðiskip anna frá Nýfundnalandi væri fengið til þess að sigla norður til Karraeyja, ef hann kæmi ekki til Góðvonar á til- settum tíma, því að þar ætlaði hann að skilja eftir skilaboð, ef í nauðir ræki. Um þessar mundir var bandarískt skip, sem hét Flugdrekinn, á leið til Thúlehéraðs til þess að sækja Peary, sem farið hafði jökla til Norðaustur- Grænlands og sömu leið til baka. Ekki verður þess neins staðar vart, að Björling hafi haft tal af Banda- ríkjamönnunum, sem þó komu til Góðhafnar litlu síðar en hann. Svó fór, að ekkert spurðist til Björlings og félaga hans framar þetta ár. Leið svo fram á vor 1893, og gerðust menn heima í Svíþjóð kvíðn- ir úm afdrif þeirra. Lengi vel héldu menn þó í þá von, að þeir hefðu komizt til baka til einhvers kaupstað- ar á Vestur-Grænlandi um haustið, eftir að öll skip voru farin. Samt sem áður hóf sænska utanríkisráðu- neytið að spyrjast fyrir um þá og biðja hvalveiðimenn frá Nýfundna- landi og Skotlandi, sem ætluðu til Vestur-Grænlands, að sigla norður til Karraeyja og leita þeirra skilaboða, sem Björling ætlaði að skilja þar eftir. Þessi tilmæli urðu til þess, að hvalveiðiskipið Áróra frá Dundee sigldi norður þangað og lagði að þeirri eynni, sem er austust í klas- anum. Skipstjórinn, McKay, skýrði svo frá, er hann kom heim til Dun- dee í nóvembermánuði um haustið, að í júnímánuði um sumarið hefði hann séð skipsflak við þessa ey, sem nú er kennd við Björling. Þegar að var gætt, kom í ljós, að þetta var Gárinn. Lá skútan uppi í flæðar- málinu, nálega þakin ís og snjó. Eitt ' lík fannst í grjótdys skammt frá flakinu, og í stórri vörðu, sem Nares hefur sennilega hlaðið árið 1875, þeg- ar hann kom sér þar upp birgða- stöð, fundust fjórir miðar og eitt inn- siglað bréf frá Björling í blikkdós. Var skrifað utan á bréfið til manns í St. Johns á Nýfundnalandi. Þar að auki fannst ýmislegt af farangri leið- angursmanna hér og þar við sjóinn — fatnaður, bækur og annað fleira. Var þetta tint saman og látið í kassa, sem leiðangursmenn höfðu einnig haft meðferðis, og flutt til Skotlands. Allt, sem fannst, var síðar sent til Stokkhólms og fengið Nordenskjöld í hendur. Á einum miðanum í dósinni var beiðni til þátttakanda í leiðangri Pearys að koma bréfinu innsiglaða til Nýfundnalands. Á öðrum var sagt frá för Björlings frá Góðhöfn og siglingu meðfram ísbreiðu á Hellu- landsflóa, þar til 13. ágústmánaðar, að þeim félögum tókst að sigla á ein- um degi þvert yfir Melvilleflóa, sem Björlingsey, Ijósmynduð úr lofti. Hér fannst Ijk eins þeirra fimmmenninganna. 966 T 1 M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.