Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 10
aðist um, og hlustaði á vindinn úti fyrir, sem leitar þess, er hugurinn fær ekki greint — hann hlustaði og rifjaði samtímis upp fyrir sér þá daga, sem aldrei kæmu aftur né rynnu á ný. Hinn gamli kveðjusöngur Kósakk- anna hafði hljómað hér undir strá- þaki kofans, þegar Pjotr hélt að heiman í stríðið. Dimmar, þróttmikl- ar raddir sungu stríðssönginn — fyr- irheitið um að berjast dyggilega fyrir keisarann, hlýða hverri skipan og flýja aldrei af orrustuvelli. Pjotr sat við borðið, sætkenndur og fölblár á vanga. Augun voru tekin að óskýrast, þegar hann tæmdi síð- asta staupið, hestaskálina. En hann sat hestinn vel. Hann hagræddi sverðinu, laut niður og tók handfylli sína af mold í garðinum þeirra. En hvar liggur hann nú, og hver á þá mold, sem nú hlúir að beinum hans í ókunnu landi? Gamli maðurinn fær langt og sárs- aukafullt hóstakast, og það bullar og sýður í brjósti hans. Þegar hlé verð- ur á hóstanum, hallar hann kýttu bakinu upp að reykháfnum, og hug- urinn líður farinn veg. Þegar mánuður var 'liðinn frá brottför sonar hans, komu rauðlið- arnir. Þeir röskuðu hinum fornu háttum Kósakkanna og höfðu enda- skipti á lífsvenjum gamla mannsins eins og ekkert væri. Pjotr var hinum megin viglínunnar — hann hafði ver ið gerður að liðþjálfa vegna hraust- legrar framgöngu við Donjetsfljótið. En heima í þorpinu hlúði Gavríla gamli að tilfinningum sínum í garð Rússanna og rauðliðanna, hann þrosk aði þær með sér rétt eins og hann hafði alið á tilfinningum sínum til sonar síns, þegar hann var ofurlítill glókollur. Munurinn var sá einn, að nú voru þetta niðurbældar og hatri biandnar tilfinningar gamals manns. Þeim til storkunar klæddist hann röndóttum Kósakkabrókum með dökkrauð bönd, sem frá fornu fari táknuðu frelsi Kósakkanna, fest á endilangar skálmarnar utanverðar með svörtum þræði, og sveipaði sig síðri Kósakkakápu með rauðgulum merkjum lífvarðarins. Það mátti enn greina leifar af böndum og axlaskúf- um á kápunni til merkis um fyrri liðþjálfatign hans. Þvert yfir bring- una nældi hann öll þau heiðursmerki og krossa, sem hann hafði verið sæmdur fyrir trygga þjónustu við einvaldann, og á sunnudögum, þegar hann fór til kirkju, fletti hann sauð- skinnskápunni frá sér, svo að allir gætu séð heiðursmerkin. Dag nokkurn vildi svo til, að hann mætti formanni þorpsráðsins, sem sagði við hann: ”Taktu þetta dót af þér, gamli minn. Þetta má ekki bera núna.“ Gavríla rauk upp eins og naðra: “Hvaðan kemur þér réttur til þess að skipa mér að taka af mér heiðurs- merkin mín — ekki festir þú þau á mig?“ ”Ég býst við því, að þeir, sem það gerðu, séu fyrir löngu orðnir orma- fæða.“ ”Þá það. En ég tek þau ekki af mér. Myndir þú rífa heiðursmerkin af þeim, sem féllu?“ ”Þetta er þokkalegur munnsöfnuð- ur. Ég legg þér ráð, því að mig tekur sárt til þín. Þú getur svo sem sofið með þau mín vegna . . . En hund arnir . . . hundarnir elta þig vegna brókanna. Þeir eru ekki lengur vanir því að sjá svona nokkuð, þeir þekkja þær ekki orðið.“ Þessi móðgun nísti hjarta hans. Hann tók heiðursmerkin af sér, en sársaukinn innra með honum óx svo og magnaðist, að hann jaðraði við ill- girni. Enginn vissi um son hans — þess vegna var til einskis að vinna lengur. Skemman hrundi, skörð komu í naut- griparéttina og sperrurnar, sem héldu uppi hrísþaki fjárhússins, tóku að fúna. Mýsnar léku sér í auðum básunum í hesthúsinu, og sláttuvél- in ryðgaði í skýli sínu. Kósakkarnir höfðu tekið hestana meij sér, þegar þeir hörfuðu, og rauð- liðarnir urið upp það, sem eftir var, en látið í staðinn tjásulega og lang- eyrða bykkju, sem Makhnómenn keyptu umyrðalaust um haustið. f staðinn fékk gamli maðurinn tvær enskar legghlífar. ”Þá er hann 'okkar eign,“sagði vél- byssuskytta þeirra Makhnómanna og deplaði öðru auganu. ”Njóttu legg- hlífanna vel og lengi, gamli minn“. Nú féll það allt í vanhirðu, sem Gavríla hafði viðað að sér áratugum saman. Hann snerti tæpast við verki. En um vorið, þegar snjóa leysti, og sléttan blasti við, auðmjúk og lang- þreytt, seiddi þó jörðin gamla mann- inn til sín. Að næturlagi talaði hún til hans lágri, en bjóðandi röddu. Hann fékk ekki staðið á móti vilja hennar, spennti uxana fyrir plóginn og hélt af stað til þess að bera plóg í mold og sá nöktu korninu, þrungnu frjómagni, í óseðjandi hít svartrar moldarinnar. Kósakkarnir sneru heim frá haf- inu og löndunum handan við hafið, en enginn þeirra hafði séð Pjotr. Þeir höfðu ekki verið í sömu her- deild, og þeir höfðu barizt í öðrum landshlutum — heldurðu að Rúss- land sé einhver smáskiki? En menn, sem kvaddir voru í herinn um svipað leyit og Pjotr, féllu í orrustu ein- hvers staðar í Kúbanhéraði. Gavríla ræddi sjaldan um Pjotr við konu sína. Á nóttunni heyrði hann hana grúfa sig grátandi ofan í kodd- ann og sjúga upp í nefið. Þá var hann vanur að hósta og spyrja: ”Hvað angrar þig, kelli mín?“ Og hún svaraði eftir andartakshik: ”Mig svimar. Reyknum úr eld- stónni slær líklega niður.“ Hann lét ekki uppskátt, að hann þættist vita, hvað amaði að henni, heldur sagði: ”Þú ættir að fá þér sopa af gúrku- safa. Á ég að fara niður í kjallara og ná í dreitil handa þér?“ ”Farðu bara að sofa. Þetta líður hjá.“ Og þögnin spann ósýnilegan vef sinn um kofann. í gegnum gluggann horfði máninn fullur fyrirlitningar á sorg þeirra og hlakkaði yfir þrá móð- urinnar. Enn biðu þau og vonuðu, að sonur þeirra kæmi heim. Gavríla lagði gæruskinn til hliðar og sagði við gömlu konuna: ”Við björgumst með það, sem við eigum af fötum, en Pjotr á ekkert utan á sig, ef hann kemur heim. Ég verð að láta sauma úlpu á hann, því að senn fer vetur í hönd. Þau létu sníða gæruskinn í úlpu á Pjotr og geymdu hana í ættar- kistunni. Síðan gerðu þau stígvél handa honum, því að eitthvað þyrfti hann á fæturna, þegar hann færi að huga að nautgripunum. Gamli mað- urinn lét sér mjög annt um bláa einkennisbúninginn hans og sáldraði tóbaki yfir hann, svo að mölurinn eyðilegði hann ekki. Hann lógaði lambi og saumaði húfu á son sinn úr gærunni og hengdi hana síðan á snaga. Hann var vanur að líta á hana, þegar hann kom inn, og þá varð hon- um innanbrjósts eins og hann ætti von á því, að Pjotr kæmi brosandi innan úr stássstofunni og spyrði: ”Er hann kaldur, pabbi?“ Tveim eða þrem dögum síðar fór hann að huga að skepnum um rökk- urbil. Hann stráði heyi á garðann og ætlaði að fara að ausa vatni upp úr brunninum, þegar hann mundi eftir því, að hann hafði gleymt ullarvettl- ingunum heima. Hann sneri við, opn- aði dyrnar og sá þá gömlu konuna, þar sem hún lá á hnjánum við bekk- inn og þrýsti að brjósti sér skinn- húfunni, sem Pjotr hafði aldrei notað og reri með hana eins og barn. Honum sortnaði fyrir augum. Hann stökk á hana eins og dýr, kastaði henni í gólfið og öskraði slefandi af illsku: "Slepptu henni .... Hvað ertu að gera?“ Hann sleit húfuna af henni og fleygði í kistuna, sem hann læsti síðan með hengilás. Skömmu síðar tók hann eftir því, að krampakennd- ir drættir fóru við og við um vinstra augnalok gömiu konunnar. Og munnur hennar var orðinn sam- anherptur. Dagar og vikur liðu, og Don bar mikið vatn til sjávar. Það var græn- 970 T I M I N N - SUNNl/DAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.