Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 13
Þessi öld bar í skauti þrjú tímabil með slíkan manndauða, að álitlegur hluti þjóðarinnar lá í valnum, er linnti, og á henni var bæði gerð dirfskufyllsta tilraunin til atvinnu- byltingar, sem reynd hefur verið í iandinu, og höggvinn af þjóðinni fjötur dönsku einokunarverzlunar- innar. Á þessu skeiði hófst líka veru- ieg útgáfa bóka um veraldleg efni, og íslendingar eignuðust tímarit, sem opnaði þeim nýja heima. Um aldar- lokin lét Magnús Stephensen kirkj- unni í té sálmabók, þar sem þrír guð- ir voru nefndir i sömu andrá og lagðir nokkurn veginn að jöfnu: „Drottinn, Jehóva, ' 'píter.“ Andúð almennings á nýmælunum var megn. En dropinn holar stein- inn, og hægt og hægt missti gamli timinn drottinvald sitt á hug- um fólksins. Það hlaut meðal ann- ars að koma fram í nafngiftum og nafnvenjum landsmanna. Breytingarnar voru að sjálfsögðu hægfara i fyrstu. Nokkuð var tekið að kveða að þeim undir aldarlokin, og þegar kom fram á nítjándu öld- ina, urðu þær sífellt örari og örari, samstiga við það umrót, sem varð á þjóðlífinu sjálfu. Nöfn af útlendum toga, sem áður höfðu verið óþekkt, þutu upp — önnur, sem fátíð höfðu verið, jafnvel í margar aldir, náðu mikilli útbreiðslu. Landsmenn tóku ástfóstri við forliði, sem áður höfðu iítið verið notaðir í mannanöfnum, og skeyttu við þá viðliði á marga vegu, nöfn á meybörn voru mynduð af karlanöfnum með nýjum ending- um, og upp á því var tekið að búa til ný nöfn með þeim hætti að gera eitt nafn úr tveimur: Nöfnum tveggja kvenna var slengt saman í eitt nafn á sömu telpuna, nöfnum tveggja karla á sama drenginn og nöfn karls og konu bútuð sundur og skeytt saman í nýtt nafn á varnar- lausa hvítvoðungana. Jafnframt hófust tvinefni og síð- an fleirnefni, er tvínefni þóttu ekki ílengur nógu viðhafnarmikil, sem fljótlega varð. í slóðina fylgdu ýms- ar fleiri nýjungar, sem ekki verða taldar að sinni. Þessar breytingar ollu flestar spell- um á nöfnum og nafnvenjum lands- manna. Það gerðist í annað sinn í sögu þjóðarinnar, að svipur fslenzkra nafna fjarlægðist óðfluga norrænan uppruna. Ófimlegum og ankannaleg- um nýgervingum hraðfjölgaði og ótalmörg skrípanöfn urðu til. Sjálfsagt hafa þó þeir, sem riðu á vaðið, verið sjálfstæðari í hugs- un en almennt gerðist. En þegar ■ -■ ■ •.-.•.w-.v.*.;.-.' ilÉil Samson sltur kiofvega á Ijóninu og rífur sundur gin þess. þeir höfðu rutt hinum skaplegri ný- nefnum braut, tók almenningur við og jók þar við, er upphafsmennirn- ir höfðu látið staðar numið. Þá urðu til lökustu nöfnin, likt og jafnan verður, þegar slíkar nafnbyltingar öldur ríða yfir. Ein meginbreyting á þessu skeiði var sú, að tekin voru upp nöfn, sem tíðkuð voru í Danmörku. Það kemur ekki á óvænt, þótt slíkt gerðist í kaupstöðum eða í nágrenni við þá staði, þar sem Danir sátu, enda hafði svo löngum verið. En það hafði ekki valdið stórbreytingum á mannanöfnum í landinu fram að þessu, þótt nöfn, sem þannig voru til komin, festu rætur hér og þar, því að oftast urðu nafnberar fáir. Þetta gerðist enn, og í öllu meira mæli en áður, enda tók nú nokkurt þéttbýli að myndast i kaupstöðum, svo að bein áhrif Dana náðu til fleiri manna með kunningsskap og tengd- um. Þar að auki má færa gild rök að því, að íslenzkir menn, sem riðn- ir voru við verzlun, og efhbættismenn, sem voru í náinni snertingu við Dani, hylltust til þess að skíra börn sín nöfnum, sem höfðu á sér danskan blæ. Þau voru fínni en gömlu, íslenzku heitin. En vafalaust hefur hitt einn- ig komið til, að fyrir mörgum hefur vakað, að nöfnin yrðu börnunum ekki Karlanöfnum breytt í kvennanöfn með nýstárlegum endingum —• : : ■' • ■■-■■•■;* - ; ; '' ' " ' • ' & ~~ _____ ' - " -■ • ~ • '•' -• r I M I N N — SUNNUDAGSBLAf) 973

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.