Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 14
til trafala í lífinu meðal danskra manna, því að þar var þá öll jarð- nesk fremd. Og það var ekki ein- ungis meðal Dana, sem það var þægi- legra að heita nöfnum af átlendum toga: Því gat einnig fylgt aukin virð- ing meðal fslendinga sjálfra. Svo vill til, að nærtækur er vitnis- burður um þetta frá þessari öld, og má þá nærri geta, hvað verið hefur á nítjándu öldinni. í fyrrasumar birt- ist viðtal við Þorstein Kristjánsson glímukappa i tímaritinu Heima er bezt, og -vék hann þar nokkuð að því, er hann var í barnaskóla í Reykjavík fyrir heimsstyrjöldina fyrri Þar var Guðlaug Arasen skrift- arkennari, vafalaust táknrænn fulltrúi fyrri aldar. Hjá henni gilti ekki einu, hvað börnin hétu. og voru það þó einkum ættarnöfn, sem þung voru á metunum. Hún tók sig jafnvel fram um að gefa börnum efnaðra borgara, sem áttu rétt á allri virðingu, ættar- nöfn i skólanum, og nefndi til dæm- is dóttur Eldeyjar-Hjalta ævinlega Lilju Hjaltesteð. Þessi saga varpar kannski Ijósi á það, hvers vegna al- íslenzkir menn i snikilli snertingu við Dani í kaupstöðum landsins tóku á öndverðri nítjándu öld að sælast eftir nöfnum, sem tíðkuð voru í Dan- mörku Þetta hefði þó ekki valdið straum- hvörfum ef ekki hefði fleira komið til En það dró dilk á eftir sér, að íbúar heils landshluta tóku upp á arma sína mörg slík nöfn, sem breidd ust svo út, að þau urðu á skömmum tíma meðal algengustu nafna i land- inu Það voru Norðlendingar, sem hér voru að verki — Eyfirðingar, Skagfirðingar. Húnvetningar og þó kannski einkanlega Þingeyingar Lang flest beirra nafna, sem hlutu mikla útbreiðslu á fyrri hluta nítjándu aldar gerðust í önriverðu miklu tíðari norðan íands en annars staðar og það verður ekki komizt hjá þeirri álvktun, að Norð- lendinaar hafi verið valdir að því, hve útbreiðsla þeirra varð mikil. Aðr ir landsmenn virðast hafa hlýtt for sögn beirra um nafngiftir Það liðu nálega hundrað ár frá þvi örla tók á þessari breytingu, þar til antíófið hófst Þá voru það enn Þing eyingar fyrst og fremst, er voru i fararbroddi í>á voru það nöfn af norrænum uppruna. er þeir kusu sér. helzt sögufræe nöfn, og Reykvíking- ar fylgdu manna mest fordæmi þeim þótt mjög stefndu þeir til tveggja átta i nafngiftum sínum. Þetta gerð ist á þeim tima er vænta mátti begar skáld og félagsmálafrömuðir höfðu undirbúið jarðveginn og brýnt vilja þjóðarinnar til bess að lifa lífi sínu við þá arflpifð sem hún var borin til. Hinar fyrn nafnbreytingar spegla óráðna drauma m nýja tíma — hin ar síðari reisn nanna. sem höfðu öðlazt sjálfstraust og vissu, hvert stefna skyldi. Milli nafngifta og menningarstrauma eru náin tengsl, og í nafnbreytingunum er kannski fólgin bending um langan aðdraganda þeirrar menningaröldu, sem reis á austanverðu Norðurlandi og náði hámarki sínu í Þingeyjar- sýslu upp úr síðustu aldamótum. Þetta verður skiljanlegt, ef gert er ráð fyrir þeirri forsendu, að Norð- lendingar hafi öðrum fyrr vaxið frá kyrrstöðu gamla tímans. En því er eðlilegt, að nafnbreytingarnar hnigu fyrst í stað í þá átt að taka nöfn af útlendum uppruna fram yf- ir gömlu nöfnin íslenzku, að nálega allur áróður þeirra manna á átjándu öld, sem vildu vekja landa sína og leiða fram á veginn, studdist við út- iendar fyrirmyndir og benti til þess, er þar hafði verið gert. Gullöld fs- lendinga var þá enn óþekkt nafn á þjóðveldistímanum — þjóðin ekki enn farið að sækja þrótt og þor í for- tíð sína. XVII. Þessu næst skulum við staldra við í Ljósavatnsskarði upp úr miðri átjándu öld. Þar býr þá á Ljósavatni bóndi sá, er heitir Sigurður Oddsson, kvæntur konu af danskri ætt, Maríu Sörensdóttur, er einnig var komin út af séra Stefáni í Vallanesi. Þessi hjón hafa ef til vill talið sig nokkru fremri sauðsvörtum almúganum og mætti danskt ætterni húsmóðurinnar hafa ýtt undir það. Og nöfn völdu þau börnum sínum á annan veg en nágrannarnir og fóru þar sömu leið og faðir Jedókar litlu í sögu séra Jónasar á Hrafnagili: Krakkanórurn- ai hétu Bóas, Jónatan, Rut og Júdit. Þetta voru hin kunnu Ljósavatns- systkini Vel mætti geta sér þess til, að hér sveim: að einhverju leyti yfir vötn- unum andi Harboes Sjálandsbiskups og Jóns Skálholtsbiskups Árnasonar, sem bannaði prestum sínum „að grunda í svoddan hrakdóm," sem hann taldi fornar bókmenntir lands- manna. Lengra var að minnsta kosti tæpast unnt að komast í nafngiftum frá þvi ..andskotans sæði,“ sem biskup kvað „skáldskapardrabb" Óðins kóngs vera, en sækja börnum heiti austur á Betlehemsvelli. En fleiri voru svipaðs sinnis og Ljósavatnshjón. Handan Vaðlaheiðar bjó um þetta leyti kkja ein, Björg Árnadóttir á Kaupangi — ef til vill þó i einhverjum tengslum við Ljósa- vatnsfólk, því að það settist siðar að á þessum bæ. Annar drengur ekkjunn- ar hét Rafael eins og einn hinn sjö erkiengla f Tobíasarbók — hinn því miður ekki Gabríel, heldur bara Ber- tel. Og þarna í nágrenni óx upp fleiri en einn Abráham. Til þessara nafna var stofnað, áður en almenningur tók mjög að fíkjast eftir nýstárlegum nöfnum og fram- andlegum. Og átjánda öldin seig áfram, hægt og þungt, án þess að mik- il veðrabrigði yrðu. Það er ekki fyrr en eftir móðuharðindin, að vaxandi brögð verða að nöfnum, sem áður voru lítt tíðkuð. Mætti þó ætla, að þá hefði verið af nægum nöfnum að taka, er skíra þurfti barn, svo margir sem þá voru falnir í valinn. Það hefði sýnzt, að þeir, sem eftir hjörðu, hefðu mátt hafa sig alla við að láta heita eftir látnum ástvinum. Það urðu ekki heldur þessi nöfn, sem báru sigur úr býtum. Vissulega óx sumum biblíunöfnunum ásmegin, en það er n tira en næpið, ið p. ð beri vitni um trúrækni. Um þetta Ieyti var líka einmitt heldur lát á ýmsum trúarkreddum, þótt enn væri margur maðurinn ærið biblíufastu r Hitt varð eftirsóknarverðara að taka upp nöfn, sem notuð voru sf þpirri þjóð, sem réði málum ísle id- ingg og þeir litu upp til, þótt belr töluðu oft illa um hana. Það voru mörg nöfn at dönskum uppruna, sem nokkuð var byrjað að nota um þessar mundir, þótt ein- ungis fá yrðu algeng um sinn. Öll héruð Norðurlands lögðu þar drjúgt að mörkum, en nokkuð misskipt, hvaða nöfn þar var tekið mestu ást- fóstri við. Næst á eftir þeim komu Gullbringu- og Kjósarsýsla með Reykjavík, Snæfellsnes, ísafjarð- arsýslu og í sumum tilvikum Barða- strandarsýsla. Við skulum nú líta á þau nöfn, sem mesta sigurför fóru á fyrri hluta nítjándu aldar. Eitt þeirra nafna, sem Þingeying- ar hófu til vegs, var Jóhannes. Einn hrakningskarl suður á landi hafði heitið svo árið 1703, en upp úr miðri nítjándu öld báru nálega fimm hundruð íslendingar þetta nafn, og hafði þó hérað hrakningsmanns- ins, Skaftafellssýsla, svikizt algerlega undan merkjum. Meira en helmingur þessara Jóhannesa var á svæðinu frá Hrútafjarðará að Brekknaheiði og stóðu þó Skagfirðingar linlega að verki En það bætti upp tregðu þeirra, að þá hét orðið svo 27 hver maður í Þingeyjarsýslu Jóhann var aftur á móti nafn, sem féll Skagfirðingum í geð á þessu skeiði. Þeir voru orðn- ir viðlíka margir og Jóhannesar árið 1855 og hlutfallið á milli Norðurlands og annarra landshluta svipað í báðum tilvikum. Framlag Þingeyinga var slakt, en í Skagafirði. þar sem Jó- hann var óþekkt nafn i byrjun átjándu aldar. var það kommið á 24. hvern mann. Þriðja nafnið af þessu tagi, Jónas, var kjörnafn Húnvétn- inga. Alls enginn maður í landinu bar þetta nafn 1703. en árið 1855 var það nálega orðið iafntítt hinum tveimur, sem síðast voru nefnd. 974 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.