Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 21
sviðsetningu, mynda svonefnt koll- ektív. Starf þeirra er mun umfangs- meira en þekkist í hinu hefðbundna leikhúsi, undirbúningsvinnan stend- ur marga mánuði, ef ekki ár. Á hinu epíska leikhúsi Brechts og hinu dramatíska, hefðbundna leikhúsi er grundvallarmunur. Margir vilja loka fyrir því augunum síðan hann varð fínn. — Þegar þú settir leikrit þitt, Reiknivélina, á svið í Reykjavík í fyrra — hafðirðu þá hliðsjón af að- ferðum Brechts? — Ég get ekki neitað því, en að- eins að litlu leyti. Bæði er, að Reikni- vélin er ekki fallin til að beita þeim aðferðum út í æsar og leikarar, sem hafa tamið sér innlifunaraðferð- ina, geta ekki lagt hana niður í einni svipan. Ég setti markið ekki hærra í Reiknivélinni en reyna að forða leikurunum frá því „að leika ósjálfrátt.“ Áhrifin virtust líka verða næsta ólík því, sem áhorfendur eru vanir. Þeim var gert ókleift „að lifa sig inn í“ eitt né neitt. Þeir urðu að skoða. Að þessu stefndi ég og var ánægður með, að það skyldi takast. Það vakti furðu mína, hversu dóm- ar manna um leikritið voru ólíkir. Það var kallað absúrd, symbólskt, allegorískt, og ég man ekki hvað og hvað. Ég hélt, að þetta væri í fyllsta máta raunsætt verk! — Hefur tilraunaleikhús nokkurt gildi nema fyrir þá, sem fást við ieiklist? — Ég held, að leiklist geti ekki þrifist án tilrauna. Án tilrauna og innlendrar leikritunar. En menn þurfa að hafa í huga, að tilraunir kosta tíma og þar af leiðandi pen- inga. Auk þess, þegar menn gera tilraunir, þá eru þeir að leita ein- hvers, sem þeir vita ekki fullkom- lega hvað er. Allar tilraunir hljóta að draga ríkjandi aðferðir og hlut- myndir í efa. Menn leita ekki að þvi, sem er þegar fundið. Ég held, að stílleysið, sem einkennir margar leiksýningar okkar, stafi af því, að tilraunastarfið hefur verið vanrækt og starf leikstjórans vanmetið. Það er fráleitt að ætla sér að byggja á erlendum leikstjórum. Ég var um dag inn að glugga í 50 ára afmælisrit Leikfélags Reykjavíkur, Þar rakst ég á gullvæga setningu: „Engu ónauð- synlegri en leikstjórinn var hvíslar- inn.“ Þessi setning gæti orðið sóma- samlegt mottó fyrir löngum kafla í leiklistarsögu okkar. — Loks langar mig að spyrja þig um nýjasta leikritið þitt, Minkana, sem Helgafell gaf út í vor. Ég hef ’heyrt, að það sé um það, sem ekki má tala um. — Óskandi, að rétt væri. Um það hef ég reyndar ekkert að segja sem stendur. Úr því að höfundur vill ekkert segja sjálfur um nýja leikritið, verð ég að bæta við, að það er háðsk og miskunnarlaus samtíðarmynd. Sum- um kann að finnast höfundur nokk- uð harðhentur, en hann vill róta við fólki, vekja hjá því spurningar, sem það verður sjálft að svara. Og þess sjást strax dæmi, að svör- in munu verða býsna ólík. Eitt leikhús hefur þegar hafnað leikritinu með þeim ummælum, að það sé bezta íslenzka leikhúsverk, sem því hafi borizt, en af vissum ástæðum sé ómögulegt að sýna það. Ragnar Jónsson í Smára fékk það til yfirlestrar. Segir kviksaga, að hann hafi lesið það á einni nóttu og sett það í prentun um morguninn. Af tveimur gagnrýnendum, sem um það hafa skrifað, hóf annar það til skýj- anna, sem hinn taldi endileysu eina. Það verður vafalaust fróðlegt að fylgjast með framhaldi sögunnar um „Mjnkana" og höfund þeirra. Inga. I' I M l N N - SUNNUDAGSBLAÐ 981

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.