Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1965, Blaðsíða 22
GLETTUR Vatn i óhófi. Frú ein var einu sinni að gefa karli kaffi, en sýndist hann ekki vera neitt ánægjulegur yfir bollan- ujn. „Er kaffið ekki gott, Ólafur minn?“ spurði hún. „0-jú“ — svaraði karl, „kaffið er ævinlega gott í sjálfu sér — en það kynni að vera fullmikið af vatni í því.“ Mistök Einars. öng kona í sveit var að ala fyrsta barn sitt. Yfirsetukonan var í næsta þorpi ug hafði vinnumaður verið sendur í tæka tíð tii þess að sækja hana Mágkona frúarinnar hjúkraði henni eftir föngum, en þótti drag- ast koma Ijósmóðurinnar. Loks heyrðist þó þeyst i hlað, og flýtti mágkonan sér þá til dyra. En þegar hún kom í dyrnar, hjópaði hún í ofboði. „Einar! Kemurðu þá ekki með bandvitlausa yfirsetukonu?" Yfirsetukonurnar voru tvær í þorp- inu, og þegar sú, sem vinnumaður- inn átti að sækja, var forfölluð, tók hann hina. Spurt á kirkjugólfi. „Hvernig hljóðar þriðja boðorðið, Guðmundur minn?“ spurði prestur einu sinni dreng, sem hann ætlaði að ferma. „A — hljóðar það? Ég hef aldrei heyrt það hljóða,“ svaraði hinn í ein- feldni. Góðar hendur. Páll var hagur svo af bar. Hann átti einn son, sem líka var hagur, en þótti hann ekki hugkvæmur að sama skapi. Um það komst hann svo að orði: „Alli minn hefur góðar hendur en ég held hann vanti höfuðið." IVIAGNÚS KETILSSON: F amhald af 962 sí3u. hin rtruggasta lil Búðardals. En sýslumaður fékk njósn af ferðum hen' a' og snerj við, tók af henni báð? nestana og allt, sem hún hafði önglaá saman. og lét það renna ti) svei'a' vióðs Skarðsstrandarhrepps Eie* 'ir hestanna fengu engar bæt- ur En kerling var ekki af baki dott- in Næsta sumar skildi hún hest sinn eftir a næsta bæ og laumaðist í selið, sem var langt fvammi á dal. Ragn- hildur fékk að vita komu hennar í selið En í sama mund bar sýslu- mann bai að í eftirlitsferð. Sá kerl- ing þa ekki önnur ráð en skríða und- ir hrisköst í eldhúsi. Kom nú sýslu- maðui brátt, tók hlemm af mjólk- urpotti. sem þar var á hlóðum, drap i fingri og brá i munn sér. Hugði hann siðan vel að öllu þar inni, en gekk að því búnu brott. Sagði kerl- ing frá þessu síðar og þeirri dauð- ans hræðslu, sem á sér hefði verið á meðan hún lá undir hrísinu, enda hefði sýslumaður einu sinni stutt hendi við hrísinu eða stigið á það. Svo var sagt, að Ragnhildi þætti sýslumaður óvæginn í'gjaldheimtu og ágjarn um of, og vildi hún með ör- læti sínu vega upp á móti því. En þess er aldrei getið, að hann vandaði um við konu sína, þótt sínkur væri. Var hvort tveggja, að hann unni henni og vissi það lundarlag hennar, að þunglyndi setti að henni, ef hún sætti aðfinnslum. Þótt Magnús þætti ógjafmildur og ágjarn, þá er það þó víst, að fátæk- um dugnaðarmönnum gat hann rétt hjálparhönd. Þegar bær brann í Gerði, gaf hann bóndanum þrjá rík- isdali, og bónda á Tindum sendi hann þrjár ær að vorlagi. En hann hafði misst úr kláða þrjár ær, sem álitið var, að hefðu sýkzt af hrútum frá Búðardal. ' Örfátæk ekkja í Hvarfsdal, koti skammt frá Búðardal, lógaði vor eitt nokkuð af kúgildisánum sér til bjarg- ar, og játaði hún þennan verknað sinn fyrir sýslumanni. Þá mælti hann: „Barasta, hvernig hefur þú hantér- að innmatinn úr þeim?“ „Ég gerði úr öllu blóðgraut," sagði konan, „Því gerðir þú það?“ spurði hann. „Þú veizt, að það er ekki venja og miklu ódrýgra." „Og ég gat ekki komið mér öðru vísi fyrir með það,“ sagði konan. Áminnti hann hana þá um að farga ekkj fleiri kúgiidisám, og hét hún því. en bætti hinar aldrei. Magnús var árrisull og svefnléttur og fór venjulega á fætur tveim stund- um á undan öðru heimilisfólki. Þeg- ar eidakonur komu á fætur, lét hann hita sér baunakaffi og drakk mikið af því. Aðrir fengu þar ekki kaffí að jafnaði nema þá kona sú, sem bjó það til. Hann las jafnan bæn morgun hvern og söng sálma. Iíendur sínar þó hann áður hann gengi til borðs og gerði þá bæn sína. Á langspil lék hann manna bezt og fór oft höndum um það, og jafnan var hann í kirkju, er messað var í Búðardal. Helgidaga- vinnu leyfði hann yfirleitt ekki fram- ar en nauðsyn bar til. Magnús Ketilsson lézt eftir byltu af hestbaki 19. júli 1803, rúmlega sjötugur að aldri. íslenzk mannanöfn — Framhald af 977 síðu. vísu voru notuð víða um land, en hvergi jafntíð þar. Þetta voru nöfn eins og Jakob, Jósef, Jónatan, Jósafat, Jóel, Davíð, Daníel. Sé flett prests- þjónustubókum húnvetnskum frá þessum tíma, má finna heilar blað- síður, þar sem öll sveinbörn heita Jón, Jónas, Jóhann, Jóhannes, Jakob, Jósef, Jónatan. Annað er líka sér- kennilegt: Húnvetningar hafa á þess- um tíma verið manna gefnastir fyrir að láta heita í höfuðið á sjálfum sér. Þetta gildir ekki sízt um það fólk, sem bar nöfn, er lítt höfðu verið tíðkuð til skamms tíma. Um miðja öldina úir þar og grúir af nöfnum eins og Engilbert Engilbertsson, Jón atan Jónatansson, Samson Samsonar- son, Felix Felixson, Daníel Daníels- son, Jósef Jósefsson. Svipað verður upp á teningnum, ef prestsþjónustu- bækur eru kannaðar. Messíana, bú- stýra í Böðvarshólum, ól dóttur laust fyrir miðja öldina og nefndi hana auðvitað Messíönu. Marsibil í Syðsta- Hvammi hafði sama hátt á um svip- að leyti. Fólkið hefur verið hreykið af nöfnum sínum, ekki sízt þeim, sem skáru sig mest úr, og hirti ekki lengur um hina fornu trú, að ekki mætti láta heita eftir lifandi fólki, enda hafði hún lengi verið víða að litlu höfð, er hér var komið sögu. Lausn 37.krossgátu 51 z z z 2 z\ z 3 H fl u N > F a / N 7 l TT 5 / fl D z í L L / N fl r N S z / fl Z fl D fl M 2 S E L 1 z £ L / S 7 s 2 K fí S S I K z 7 Z V £ R K a f? z T 7 K / V fl r a L L Z 0 j K U R T L I / a R fl R 7 V S W R z u ÍÍ1 iZ / r l □ m i □ lN IE VA □ Q I R D u S Z u B l) Nj z K U ♦j 1 F 7 K 7 a N Z E p 7 f, z S L M I 7 * a 5 I N N 7 7 L 7 r ý 7 L / 7 s T K n 0 s 7 L I V fl- •r £ S 2 ¥ 3 e N s T N ■i N u 7 0 K 2 z L C K fl / N fl Z M N 7 r L o 7 fl s H ) Z F L 7 Z E T U F / 5 T 7 M 1S N N II V E, a tz tz I 982 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.