Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 3
Stundum lelta apar sér lúsa i dýragörðum, áhorf- endum til mikillar skemmtunar. Fólk skellihlær að því, hve aparnir eru mannlegir i háttum sínum við þetta. En mörg önnur dýr hafa fundið upp snjallræði til þess að losa sig við óværuna. Það er alkunna, að spætur höggva slg oft nlður í maurabú á vetrum og slupra í sig maurana með langri tungu sinni. Færri vita, að fuglar nota líka maura til þess að eyða með af lúsum, sem ásækja þá. Sé maurabúl velt um, flögra fuglar að til aflúsunar. Starar og þrestir taka oft maura i nefið og strjúka þeim um fjaðrir sér. Vísindamenn ætla, að sýra, sem fylgir maurunum, geri óværunni III- líft í fiðrinu. Margir fuglar fara í bað, bæði sumar og vetur. Svo er um dúfur, þrestl, heið- lóur og ýmsa tittlinga. Þeir hlunka sér niður ( polla og busla þar allt hvað af tekur. Tll eru fuglar, sem fylgja eftir ýmsum jórturdýrum. Starar tylla sér stundum á bak nautgripa. Erindi þeirra er að tína í sig skordýr af hörundi gripanna. Sögur eru sagðar um það, hvernig tófan losar sig við fló. Hún á að tkaa grasvisk i kjaftinn og stökkva á kaf í vatn, þar sem hún bíður þess, að flóin forði sér á stráin. '’etta er þjóðsaga. í Gulsteinagarði í Bandaríkjunum baða birnir sig í volgum brennisteinslaug- um. Birnirnir verða giktveikir, þegar þelr eidast, og getið hefur verið upp á því, að þetta séu giktlækningar þeirra. Kannski er þetta þó bara hreinlæti. Fugiar, sem hafast við á sjó eða vatni, svo sem endur, þurfa að gæta annars: Fjaðrir þeirra verða að hrinda frá sér vatnl. Þeir kunna ráð tll þess: Taka í gogg sér fitu úr kirtli á gumpi sér og smyrja fjaðrlrnar. T I 1» I N N - SlJNNUDAGSBLAÐ 1083

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.