Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 5
leitað læknis úr þeirri sveit á þeim árum en þrisvar samtals. Aðalfæða manna þar var þá auð- vitað landbúnaðarvörurnar: feita kjötið, mjólkin, smjörið og skyrið, og svo kornvörur úr kaupstað og kaffi og sykur, en aðkeyptu vörurn- ar frekar sparaðar, einkum kaffið og sykurinn. II. Sjálfsmennska hafin. Ég hætti að vera annarra hjú, þeg- ar ég var 24 ára og gerðist sjálfs- mennskumaður. Síðustu þrjú vistar- árin hafði ég verið vinnumaður hjá ágætishjónunum Jakobínu Jóhanns- dóttur og Þórði Flóventssyni. Fyrsta vistarár mitt hjá þeim bjuggu þau í Krossdal í Kelduhverfi, en fluttust þaðan vorið 1902 að Svartárkoti í Bárðardal, og þar var ég hjá þeim í tvö ár eða til vorsins 1904. Mér féll vinnumennskan alls ekki illa, en þó langaði mig meira til j)ess að vinna að eigin búrekstri. Ég átti fjórða part af jörðinni Hallbjarnar- stöðum á Tjömesi. Þetta var arfur, er ég hafði fengið eftir föður minn. Þangað stefndi hugur minn. Þar hafði ég gengið fyrstu sporin, fædd- ur 30. ágúst 1880. Mér stóðu til boða álitlegar vist- ir. Ekki vantaði það. Húsbænd- ur mínir vildu hafa mig áfram. Jón Marteinsson, bóndi á Bjarnastöð- um og Jónas Jónsson, bóndi á Lundarbrekku, báðu mig báðir að fara til sín og fluttu mál sitt sköru- lega eins og þeim var lagið. Þeir töldu álitlegt fyrir mig að ílengjast í Bárðardal og óefað gæti ég orðið mikill fjárbóndi þar. Tjörnes fannst þeim síður vera eftirsóknarverð sveit. En ég var búinn að taka ákvörðun og lét ekki haggast, þó að ég virti þessa menn mikils. Sauðfjáreign' mín var þetta vor tólf ær lembdar, þrír sauðir tvævetr ir og fjórir gemlingar. Kindurnar tók Þórður Flóventsson af mér til um- sjá frá hjúadegi til hausts. Þá ætl- aði ég að sækja þær. Ekki vildi ég, úr því að þær voru þarna staddar, að þær færu á mis við sumarbeitina þetta ár á kjarnaafréttum Bárðar- dals. f Svartárkoti var jörð ekkert far- in að lifna vistaskiptadaginn, 14. maí, 1904. Kalsaveður var og hríðar- hraglandi þann dag. Ég kvaddi Svart- árkotsfólkið, sem var vinir mínir, og lagði af stað áleiðis út í sjálfsmennsk una, sem að nafninu til hefur varað síðan í 61 ár, þótt ég liggi nú í sjúkrahúsi Húsavíkur. Fyrsta dagleiðin var frá Svartár- koti að Baldursheimi í Mývatnssveit yfir heiðar þær, sem aðskilja Bárð- ardal og Mývatnssveit. í Baldurs- heimi átti ég vísar vinamóttökur hjá hinum mikilhæfu sæmdarhjónum, Sólveigu Pétursdóttur og Sigurði Jónssyni. Þegar ég fór svo úr Baldursheimi næsta morgun, gekk Sigurður með mér norður að Litluströnd. A þeirrl göngu spyr hann mig, hvort ég geti ekki breytt áformi mínu og farið til sín nú þegar sem vinnumaður. Það verð ég að segja, að ég hef aldrei tekið nær mér að geta ekki orðið við tilmælum manns. En hvort tveggja batt mig, að ég hafði ákveð- ið það með sjálfum mér að hefja sjálfsmennsku á þessu vori, og svo áttu systir mín, Konstantína Sigur- jónsdóttir, og maður hennar, Árni Sigurbjörnsson, hlut að máli. Þau voru nýbyrjuð að búa á Hall- bjarnarstöðum, og það gat af ýms- um ástæðum komið þeim illa, ef ég breytti áformi mínu. Þennan dag fór ég að Kasthvammi í Laxárdal. Gisti þar hjá Sigtryggi bónda Kristjánssyni. Veður var kalt og hreytti hríðarslitringi. Ég hafði orð á því til að segja eitthvað, að það væri víst ekki gæfulegt að byrja búskap í svona árferði. Sigtryggur svaraði, að þeir yrðu oft beztir bú- menn, sem byrjuðu þegar illa ár- aði. Sigtryggur brá búi 1907 og flutt- ist með allt sitt fólk til Vesturheims. Þriðja daginn fór ég á leiðarenda í Hallbjarnarstaði og var þar með kominn heim. Ekki var ánægjulegt um að litast. Allt var þakið í snjó. Fé hafði lítið náð til jarðar síðan um miðgóu. En frostlítið hafði verið við sjóinn og gott fyrir féð í fjörum. Ær fóru að bera fimm vikur af sumri. Hvítasunnan var í 5. vikunni og þá skipti alveg um veðráttu og gerði öndvegistíð. Greri jörð fljótt. Farið var að hleypa kúm út um trinitatishelgi. Grasár varð í góðu meðallagi og hirtust hey vel. Um haustið sótti ég kindur mín- ar í Svartárkot — kollheimti þær. Á Hallbjarnarstöðum undi ég hag mínum vel. Bjó ég þar einn míns liðs á sjálfseignarparti mínum tvo næstu árin. En vorið 1906 kom konu efnið til mín, Steinþóra Guðmunds- dóttir frá Flögu í Þistilfirði. Á Hallbjarnarstöðum bjuggum við Steinþóra mín samfleytt til ársins 1942, að við fluttumst til Húsavikur til þess að vera í návist sona okkar, sem þá voru allir þrír þar búsettir. Kona mín dó 1943 úr mislingum. Síðan hef ég aðallega haldið til hjá Aðalsteini, syni mínum, sem vinnur við verzlun á Húsavík. En einnig ver ið velkominn til dvalar eftir vild hjá hinum sonum minum, Sigur- mundi, fiskmatsmanni á Húsavík, og Guðmundi, sem nú býr á Kvíslar- hóli á Tjörnesi. Ég hef aldrei séð eftir því, að ég hóf sjálfsmennskuna vorið 1904 með búskap á Hallbjarnarstöðum. Þang- að mundi ég vilja stefna aftur, ef ég væri orðinn ungur í annað sinn ÞÓRÐUR FLÓVENTSSON 5 bóndi í Svartárkoti i Bárðardal. Mér sýnist, að gaman mundi vera að beita þar við búskapinn til lands og sjávar tækni nútímans og kunnáttu. III. Ég lagðist eitt sinn út. ísland er misærasamt. íslendingar þurfa að vera við öllu búnir í þeim efnum. Hagnýta vel góðærin til þess að geta staðizt harðærin. Oft hafa landsmenn á undanförnum öldum þurft að grípa til skyndiráða til þess að bjarga bústofni sínum yfir harð- indakafla síðasta áfangann til vor- batans. Er þá jafnan mikilvert að taka ráð í tíma. Eitt vor er mér minnisstætt. Það mun hafa verið vorið 1934. Hey höfðu ekki öll náðst inn haustið áður. Stórhríð kom í september, og mikla fönn setti niður. Snjó þann tók að vísu nokkuð upp um haustið, en mikið hey hraktist lengi hjá ýms- um, sem áttu það illa statt. og snmt hirtist aldrei. Sumu heyinu, sem ég átti úti, þegar snjóaði, náði ég fljót- lega, af því að það var í sæti, en öðru, sem var talsvert magn, súldraði ég loks saman 18. nóvember. Reynd- ist það ónýtt, svo ég brenndi það næsta sumar. Veturinn, sem kom á eftir þessu hausti, var seigharður. Um fyrstu sumarhelgi var kaffenni í minni sveit. Óálitlegt virtist mér, ef þann- ig héldi lengi áfram. Ég taldi mig eiga nægilegt fóður handa stórgripum mínum, en of lítið af góðu heyi handa sauðfénu, ekki nema um 40 pund á kind. Svo hart gat orðið, að þetta hrykki alls ekki, þó að hafís væri ekki við land. Milt veður var fyrsta. sunnudag sumarsins. Ég rak fé mitt langt aust ur til heiðar snemma morgunsins, T f M 1 N N — SUN NUD AGSBLAÐ 1085

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.