Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 7
Ryúnósúke Akútagawa: MANDARÍNURNAR R«gnþrunginn vetrardag sat ég í homi eins vagnsins í lestinni, sem gengur frá Tokíó til Jókósúka, og beið þess, að blásið yrði til brott- farar. Þótt undarlegt væri, var ég eini farþeginn í þessum vagni. Ég renndi augunum út á brautarpallinn og svo kynlegt sem það var, þá sá ég þar ekki nokkurn mann, sem biði þess að varpa síðustu kveðju á þá, sem voru á förum. Ég heyrði ekki þarna fá með sæmilegri vandvirkni vel nothæft eldsneyti. Kolalögin voru aðallega þrjú með nokkru bili á milli. Efsta lagið þótti bezt. Það var um fimm þumlungar að þykkt. Neðsta iagið var þykkast eða um tíu þumlungar. Ríkisstjórn íslands hvarf að þvi ráði á stríðsárunum að kaupa Ytri- Tungunámuna og reka þar náma- gröft, til að bægja frá eldsneytis- skorti eftir föngum. Var þar um skeið margt manna að verki. Aðal- verkstjóri var Jónas Þorsteinsson úr Reykjavík. Hann mun hafa látizt úr spönsku veikinni 1918. Námugröft- ur vap einnig stundaður þá í Hring- versnámunni af eiganda hennar, Þorsteini Jónssyni stórkaupmanni. Verkstjóri þar var Ingvar fsdal frá Seyðisfirði. Voru göng grafin inn í sjávarbakkann, tugir metra að lengd í Ytri-Tungunámunni, og vagnar á sporum hafðir við flutning kolanna út úr þeim. En ég læt frásagnir a£ þessum um- fangsmikla námugrefti liggja utan þessa þáttar um verkfallið, sem var eyðilagt. Það var honum óviðkom- andi. En nú skal komið að því. Á Akureyri varð á þessum árum eldiviðarleysi eins og víða annars staðar. Verkamannafélag Akureyrar hófst því handa vorið 1916 og gerði út fjóra menn til kolanáms norður á Tjðrnes. Foringi og verkstjóri i þeirri för var Sigurbjörn Einarsson, sem á árum áður hafði búið á Tjör- nesi, nú kominn til Akureyrar, mað- ur kappsfullur og mikill fyrir sér, að hverju sem hann gekk. Með honum voru menn, sem hétu Jakob, Kristinn og Guðmundur. Menn þessir höfðu fæði og húsnæði í Ytri-Tungu hjá Bimi Helgasyni, bónda þar. Sigurbjörn Einarsson bætti tveim Tjörnesingum við þennan vinnu- fiokk sinn um tfma. Voru það við einu sinni nokkurt hljóð nema ang- istarlegt ýlfur í tik, sem barmaði sér með hvíldum. Allt umhverfið virtist draga dám af mér sjálfum eða ég af því. Grátt mistrið var eitthvað keimlíkt þreytunni, sem þrúgaði mig, og skuggarnir voru í ætt við lífs- leiðann, sem þjakaði mig. Ég gróf hendurnar djúpt í vasana, og það hvarflaði ekki einu sinni að mér Karl Kristjánsson í Eyvík, núverandi alþingismaður. Unnið var uppi i miðjum sjávar- bökkunum, sunnarlega við Tungu- fjörur. Mokað var og sprengt niður á kolalögin, ruðningurinn látinn ganga fram af. Þannig myndaðir stallar í bökkum, en engin göng graf- in. Á stöllunum voru kolin sekkjuð, jafnharðan og þau voru flísuð úr jarðlögunum. Höfð eitt hundrað pund í hverjum poka. Vinnutíminn á dag var tíu stund- ir, nema ef lengur þurfti að vinna vegna útskipunar. Kaupið var að mig minnir þrjátíu aurar á klukkustund, hvort sem unnið var lengur eða skemur á dag. Nú kemur einn góðan veðurdag skip frá Akureyri eftir kolum. Með því kemur talsvert fjölmennur hópur manna, sem á að vinna með okkur að útsídpuninni og síðan setjast að við kolanámið fyrir Akureyri. Kolin voru í pokunum uppi á áð- urnefndum stöllum og þurfti að bera þá niður á bakkann um fjöruna til sjávar og vaða með þá fram að út- skipunarbátnum, sem ekki komst al- veg að þurru landi vegna aðgrynnsla. Sigurbjörn verkstjóri heilsar hin- um nýkomnu liðsmönnum sínum glað lega og segir þeim að hefja útskip- unarvinnuna með því að bera kolin eins og leið lá um borð i útskipunar- bátinn, hver maður taki einn poka í hverri ferð. Þá hefst kliður í hópnum um að ó- forsvaranlegt sér að ætla mönnum að bera vætt af kolum allan þennan óveg. Einn maður kveður upp úr og segir, að það láti hann alls ekki bjóða sér. Og enginn hefst handa. — Þá megið þið fara um hæl til Akureyrar, þvi að ég hef þá ekkert með ykkur hér að gera, segir Sigur- björn hvasst. Enginn komumanna hreyfir sig að heldur. Framhald i 1102. sfðu. að draga upp kvöldblaðið, sem óg hafði stungið á mig. Effir dálitla stund hvein eim- pipan Ég hallaði mér þreytulega út í glug/^ann og beið þess, að stöðvs - húsið /æki að þokast aftur með vög unum Þá heyrði ég eftirlitsmai. inn kalla. Dyrnar að vagninum opn- uðust, og inn kom stúlka, á að gizka þrettán ára gömul. í sömu andrá rykktist vagninn til, og lestin seig hægt af stað. Stólparnir á járn- brautarstöðinni runnu hjá hver af öðrum og byrgðu mér sýn. Snöggv- ast sá ég bregða fyrir olíuvagni og manni, sem var að bogra við krana.. En allt þetta rann hjá eins og með dálítilli tregðu, svo þyrlaði vindur- inn reyknum frá eimvagninum f.vrir gluggann. Mér létti heldur. Ég kveikti mér í sígarettu, leit upp og horfði á stúlkuna, sem hafði setzt gegnt mér. Þetta var dapureygð sveitastúlka. En ég stytti mér samt stundir við að horfa á hana. Ég lét augun hvíla á hárinu, sem hún hafði bundið í þéttan hnút ofan á höfðinu. Hún var iheldur þunn á vangann, en samt voru kinnarnar rjóðar, líkt og hún hefði strokið þær þétt með hend- inni. Ljósgrænn trefill, sem hún hafði brugðið um háls sér, lafði nið- ur í keltu hennar, og ofan á hann hafði hún sett stóran böggul. Henni var kalt á þrútnum höndunum, og nú lagði hún þær yfir böggulinn og læsti höndunum um farmiðann sinn, líkt og hann væri fjöregg hennar og síðasta haldreipi í lífinu. Andlits- drættirnir voru grófir, og fötin fóru henni illa. Sjálfsagt var hún heimsk líka, því að farmiðinn, sem hún hafði keypt, leyfði henni ekki vist í þess- um vagni. Ég kveikti á ný í sígarettunni minni og óskaði þess hálfvegis, að ég gæti gleymt nærveru hennar. Ég fór meira að segja að renna augun- um yfir blaðið, sem ég hafði tekið upp úr vasa mínum og breitt á hnén á mér. Byrjað var að rökkva, svo að ég gat vart lesið, en skyndi- lega féll á blaðið skær birta, og grá- móskulegt letrið varð allt í einu furðulega skýrt. Lestín var að renna inn í raflýst jarðgöng. En ég rak ekki augun á nein merk istíðindi. Það var einungis þetta venjulega stagl um friðarhorfur, brúðkaup, fjármálaspillingu og slys- farir. Ég renndi þó augunum yfir hvern dálkinn á fætur öðrum, og bráð- um fannst mér eins og lestin væri tekin að renna aftur á bak í jarð- göngunum. Stúlkan sat þarna andspænis mér, táknmynd alls þess, sem er gróft og klunnalegt í sköpulagi manna. Ég horfði ekki á hana, en ég vissi samt af henni. Allt var þetta eins hvers- dagslí>$ og orðið gat — lestin, jarð- En hvað sem þessu líður, má T Í M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1087

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.