Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 12
Flaga i Vatnsdal eins og þar er umhorfs nú. Öðru vísl hefur verið helm að líta á dögum Jóns Sigurðssonar. I. Áriö 1842 kom næsta fagurt vor eftir allharðan vetur. Það brá til hláku á einmánuði. Hlýir, rakir vind- ar streymdu norður yfir fjöllin og himinninn táraðist af gleði yfir því, að sóiin hans var alltaf að þoka sér Rærra og hærra upp á hvelið. Og jörðin grét líka: Snjóa leysti, unz ekki voru nema fannir, í hlíðum, og ísarnir, sem vetrargaddurinn hafði gert sér að leik að rífa sundur með ferlegum brestum á frosthörðum nóttum, meyrnuðu nú dag frá degi. Brumhnapparnir, sem sváfu undir hjarninu, rumskuðu við ylinn og rak- ann, og búfénaðurinn fann gróður- anganina leggja fyrir vit sér upp úr súrri moldinni. Og einn góð- an veðurdag flugu syngjandi álftir oddaflug inn til heiða til þess að forvitnast um, hvort vötnin þeirra væru orðin auð. Ungviðið á bæjunum stóð úti á velli og góndi upp í loftið, þegar þessir hvitu, hálslöngu fuglar þreyttu flug- ið yfir byggðina með þungum, jöfn- um vængjaslögum. Það voraði vel. En kannski höfðu þó fuglarnir hvítu verið fullbráðlátir. Þeir hefðu getað unað sér dálítið lengur við ströndina, þar sem mar- hálmurinn blakti fyrir straumi á grunnsævi eins og náttúran hefði dúkað þar borð fyrir matfrekar álft- ir. Andi vorsins var hlýr, og lág- lendið þekktist fljótt atlot þess. En veturinn átti sér vigi á öræfunum og varðist þar eftir mætti. Heiðavötnin vörpuðu ekki strax af sér vetrar- hjúpnum. En það voru lika vötn í byggðum, og fuglarnir hvítu leituðu þar at- hvarfs á meðan vorið var að leggja undir sig heiðaríkið. Nokkrir þeirra áttu líka þar sumarból. II. Vatnsdalur er meðal f riðustu sveita þessa lands. í mynni hans er Flóðið, þar sem skriðan mikla stífl- aði Vatnsdalsá og myndaði stöðu- vatn, en innan þess liðast áin á ann- an tug kílómetra milli lágra bakka um grösugan og búsældarlegan dal- inn. Bæirnir standa í röðum á móÞ um hlíða og flatlendis beggja megin árinnar, en niður frá túnuniím taka við vot engjalönd, sem orðin eru til af framburði hennar. Yfirbragð dals- ins er ekki stórbrotið, en þeim mun meiri þokka er hann gæddur. Fóik verður ástfangið af honum. Rétt innan við Flóðið er dálítil klettaborg vestan árinnar. Þeim, sem fara um dalinn þeim megin, gefst ekki sýn yfir sveitina fyrr en komið er inn fyrir þessa klettaborg. Þar er rétt við veginn bær sá, sem heitir Hnúkur, og litlu innar Helgavatn við litla seftjörn. Þaðan er alllöng bæjarleið undir lágum hálsi, unz komið er að Flögu. Og það er ein- mitt þangað, sem ferð okkar er heit- ið. Um það bil, er þessi saga gerðist, bjó þar maður sá, er hét Jón Sigurðs- son. Hann hafði alizt upp á 1092 I I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.