Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Page 13
Skagast/önd, þar sem var ættbyggð foreldra hans, Sigurðar Jónssonar og Halldóru Jónsdóttur, en borizt inn i héraðið uppkominn maður. Gekk hann að eiga konu þá, er hét Þórvör Eldjárnsdóttir, sonardóttur séra Hall- gríms Eldjárnssonar á Grenjaðarstað, og bjuggu þau á Blöndubakka og síðar í Haga í Þingi og eignuðust nokkur börn. Andaðist Þórvör í Haga vorið 1837, og upp úr því íluttist Jón búferlum upp í Vatnsdal að Flögu með foreldra sína aldurhnigna og þrjú börn þeirra Þórvarar — Gisla, Halldóru og Sigfús. Vorið 1839 kom til Jóns kona ein, honum mjög jafnaldra, Ingibjörg að nafni, ættuð úr vestursveitum. Voru foreidrar hennar Magnús Guðbrands- son og Guðrún Björnsdóttir, sem á sinni tíð bjuggu í Bakkakoti i Víði- dal. Voru þau Jón og Ingibjörg síðan gefin saman um haustið, og litlu síðar kom að Flögu sonur hennar, Björn Sigurðsson, er hún hafði eignazt í æsku með vinnumanni í Gafli í Víðidal, Sigurði Magnússyni af nafni. Var Björn litlu eldri börn- um Jóns, mannvænlegur piltur. Allt var þetta geðþekkt fólk, sem gat sér hið bezta orð — bóndinn hægur og stilltur, börnin skikkanleg og ágætlega að sér, gömlu hjónin grand- vör í öllu dagfari. Jón hafði auðvitað vanizt sjósókn á Skagaströnd og var annálaður fiski- maður. Þó að hann væri nú orðinn bóndi í gróðursælli góðviðrissveit, víðs fjarri sjó, hélt hann þeim sið að fara til róðra út á Skagaströnd eða Skaga, bæði vor og haust, og var það haft í frásögnum, að hann yrði oftast manna drýgstur á sjón- um. Var þessi sjávarafli hans talsvert búsílag, sem aðrir bændur í fram- dölum nutu ekki, því að þar var þá ekki siður, að menn lægju við sjó að neinum mun, nema þeir, sem reru á vetrarvertíðum á Suðurlandi. III. Sjálfsagt hefur Jón Sigurðsson á Flögu verið við róðra vorið 1842 eins og hans var vandi, enda mann- afli heima til þess að annast vor- verkin. Björn, stjúpsonur hans, var orðinn tvítugur og Gísli átján ára, og má raunar vera, að annar hvor þeirra hafi verið með honum ytra. Það hefur verið ga.nan fyrir bóndann að koma heim i dalinn, er allt var komið í sumarblóma, skepn- urnar orðnar bragðlegar og engið hálfsprottið. Allt virtist leika i lyndi. Og ekki höfðu álftirnar gleymt að vitja Vatnsdalsins. Ein þeirra hélt sig á ánni niður undan Flögubænum. Hún var þar svo þaulsætin, að það vakti eftirtekt manna, lónaði fram og aftur og virtist ekki vilja víkja þaðan. Þessu var þó ekki mikill gaumur gefinn fyrst i stað, enda hugurinn bundnari við búsannir en náttúruskoðun. Brátt leið að slætti. Enn var kjör- tíð, hófleg rekja og ágætur þerrir á köfium. Dagarnir nýttust vel, og hey- skapurinn sóttist ágætlega. Fyrr en varði var fólkið á Flögu komið á engjar. Þá jókst umferð um árbakkana. En álftin á ánni var hvergi uppnæm, þótt fólk væri á ferii í námunda við hana og hundar hlypu um geltandi. Hún reigði hvítan hálsinn, synti ró- lega fram og aftur og skimaði í kringum sig, en vék ekki af þeim stað, sem hún hafði valið sér til sumarvistar. En nú fór fólk að gefa henni meiri gætur en áður. Það furðaði sig á því, hve spök hún var og þaulsætin á sama stað og oft vai í tal borið á engjunum, hverju atferli álftarinn- ar mundi sæta. Það var ekki laust við, að hún vekti því beyg- 18. dag ágústmánaðar var fólkið á engjunum að venju. Hlýtt var í veðri þennan dag. Sólskinið merlaði ána, og það stirndi á gulhvítt bak álftarinnar, þar sem hún mókti. Þeir stjúpbræður, Björn og Glsli, stöldr- uðu við á bakkanum eins og oft áður og virtu hana. fyrir séi, -Dularfullt háttalag þessa fugls vakti þeim freistingu, og annar hvor þeirra vakti máls á því, að þeir skyldu vaða út til álftarinnar og grennslast um, hvað ylli þrásetu hennar. Ekki þarf að orðlengja það: Þeir smeygðu sér í skyndi úr fötunum og fleygðu þeim á bakkann, tókust í hendur og óðu út í ána. Fólkið uppi á engjunum varð þess_::undir eins áskynja, hvað piltarnir hofðust að, studdist fram á orf og hrífur og horfði á þá um stund Hin- um rosknari í hópnum var ekki um þetta tiltæki. Það var ein lífspeki alþýðunnar á nítjándu öld, að fikt stýrði ekki góðri lukku. Að vera fiktsamur — það var ekki gæfuvegur. Fólkið horfði litla stund á dreng- ina. Vatnið dýpkaði á þeim, og álft- in tók að ókyrrast. Svn. var allt í einu eins og fótunum hefði verið kippt undan þeim: þeir hurfu báðir í vatnið samtímis Allir fleygðu frá sér amboðunum og hlupu eins og fætur toguðu niður á árbakkann. En það var of seint. Drengirnir voru horfnir, og þeim skaut ekki upp aftur. Spjarir þeirra voru einar eftir á tvistringi á bakk- anum. Sjálfsagt hefur fum komið á alla og dýrmætar mínútur farið for- görðum. Þegar loks tókst að kraka þá upp, voru þeir báðir örendir. Þetta sumar hafði hver heybands- lestin öslað yfir blautar Flöguengj- arnar með ilmandi sátur rorrandi á klökkunum. Og gleðin yfir góðum heyfeng hafði gert angan mýrgres- isins enn sætari. Nú silaðist önnur lest þessara sömu slóða með lík tveggja efnismanna, sem fyrir skemmstu höfðu leikið við hvern sinn fingur. Margan setti hijóðan, er þessi tíð- indi spurðust. Þetta var óvenjulega átakanlegt slys. En fólkið i Vatns- dalnum kunni nóg af huggunarsálm- um: Af elsku oss til bóta agar þú, faðir, oss svo vörumst lesti ljóta, leggur á raun og kross, hjálp veitir hirting með. Því er skylt þessu tækjum með þökk og jafnan rækjum þér hiýðið, þolugt geð. Samt var það svo, að menn sættu sig ekki alls kostar við þá skýringu að drukknun piltanna frá Flögu hefði verið guðleg ráðstöfun til þess gerð að innræta þeim, sem eftir lifðu, þol- gæði og auðmýkt andspænis drottni. Það vakti líka grunsemdir, að áiftin hvarf af ánni sama daginn og slysið varð og sást þar aldrei framar. Sá kvittur kom upp, að þetta myndi enginn fugl verið hafa, heldur illur andi í fögru gervi, sendur til þess að valda sorg og raunum. Þetta var alþýðlegri skýring og henni trúðu margir. Sennilega hefur það ekki dregið úr óhugnaðinum, að nú var sumar- blíðunni lokið. Skömmu eftir slysið gerði vatnsveður mikið, svo að Vatnsdalsá flæddi yfir bakka sína og sópaði burtu heyi, er bændur áttu, þar sem lægst bar. Lífið var ekki lengur jafnbrosfagurt og það hafði verið um stund. IV . Þau Jón Sigurðsson og Ingibjörg Magnúsdóttir bjuggu enn allmörg ár á Flögu. Samúð sveitunga þeirra leynir sér ekki, því að næstu miss- erin urðu ýmsir til að láta heita eftii drengjunum þeirra. Árið 1850 fluttust þau þó úr þessari góðu sveit, er hafði leikið þau svo hart, vestur í Víðidal, þar sem þau bjuggu sið- an alliengi á Kolugili, og er Jón oftast við þann bæ kenndur. Gömlu hjónin og Sigfús fylgdu þeim. Hall- dóra yngri hafði gifzt í Vatnsdal nokkru fyrr og síðan flutzt með bónda sínum, Sigvalda Ólafssyni, að Úfagili i Engihlíðarhreppi. Hans naut þó ekki lengi við. Hann dó úr brjóstveiki árið 1855, og nokkru sið- ar giftist Halldóra á ný manni þeim, er hét Bjarni Jónsson. Efni hans voru dágóð, er hann settist i búið, og varð hann hreppstjóri sveitarinn- ar. En lánið lék ekki við þau hjón. Þeim búnaðist illa, og efnin gengu Framhald £ 1102. slðu. r I M I N N - SUNNUDAGSBLA D 1093

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.