Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Side 16
og talaði upp úr mér. Minntist ég fyrst á heimsókn mína til Finnlands sumarið 1957 og hve frábærar við- tökur ég hafði fengið, lýsti ánægju minni yfir að vera kominn aftur og aðdáun minni á finnsku þjóðinni, gáfum hennar, seiglu, frelsisást og heiðarieika, er sæist m. a. á því, að hún hefði ávallt greitt stríðsskaða- bætur sínar að fullu. Síðan vék ég að Norðurlöndunum í heild og lagði megináherzlu á það, hvílík stórveldi andans þau hefðu eitt sinn verið og væru reyndar enn, andlegir víking- ar hefðu þeir verið H. C. Andersen, August Strindberg, Henrik Ibsen, Alexis Kivi og Jónas Hallgrímsson, svo að aðeins væru tekin örfá skáld frá síðustu öld, þeir og margir fleiri hefðu lagt undir sig lönd og þjóðir víða um heim, andlega skoðað, sú víking, er lista- og vísindamenn hæðu, væri hin eina landvinning, sem Norð- urlandaþjóðunum væri samboðin, þau átök andans væru eilíf og háleit við- fangsefni. Og samstarf þeirra á þeim vettvangi, t. a. m. með bókmennta- þýðingum og annarri listkynningu, væri brýnt og þyrfti mjög að auk- ast. Þrátt fyrir rigninguna, var engum dagskrárlið sleppt með öllu. Auk ræðuhalda, voru þjóðdansar sýndir, tónlist miðlað, bæði söng og hljóð- færaleik, og dregnir voru upp fánar Norðurlandanna, sem áttu fulltrúa á mótinu: Danmerkur, Finnlands, ís- lands. Noregs og Svíþjóðar Um dagmálabilið morguninn eftir (3. júlí) fékk ég heimsókn finnskr ar blaðakonu frá stærsta dagblaðinu i Tammerfors; Hafði hún margs að spyrja um ísland, bjargræðisvegi. bókaramennt, lístir og menningu yf- irleitt Leitaðist ég við að svara spurningum hennar eftii getu Átti samtaiið, sem stóð yfir fram að há- degi, að hirtast í blaðinu daginn eftir. Þegar samtalinu var lokið, komu þær kona mín og frú Greta Jaatinen inn frá því að litast um í bænum, og voru með þeim tvenn hjón, sem frú Jaatinen hafði boðið heim með sér í hádegisverð. en það voru þau frú Inger og Páll Helga son og norskur blaðamaður, sem ég hef nú gleymt, hvað hét, ásamt konu hans. Get ég þessa ti! að sýna, hvílík gestrisni virtist ríkja á heimilinu. En frú Jaatinen gerði og strangar kröfur til gesta sinna, þegar því var að skipta. Um leið og hún kom inn, rétti hún að mér gestabók heimilis- ins og krafðist þess, að ég skrifaði frumort Ijóð á sænsku í bókina. Þótti mér sú krafa allhörð, þar eð ég hafði aldrei áður ort á þeirri tungu en gat þó eltki skorast undan með öllu Einhvern veginn tókst þetta. Og þegar ég hafði lokið því, komu norsku hjónin inn í stofuna, glaðvær í bragði. Sem blaðamaðurinn sá, hvað ég aðhafðist, vildi hann auð- vitað ekki verða eftirbátur minn, orti ljóð samstundis á norsku og skrifaði inn í bókina. Voru þessi hjón bæði með þeim skemmtilega frjálsleika blæ, sem einungis Norð- mönnum er léður. Samkvæmt dagskrá mótsins, var gestunum sýnt hið fagra umhverfi bæjarins eftir hádegið. En ekki brosti það í neitt svipuðum ljóma og fyrsta kvöldið, þegar Ake Jaatin- en ók með okkur í sólskininu um hinn óviðjafnanlega náttúrugarð. En að þessu sinni fengum við auk þess að sjá mikinn og fornan kastala með virkisgröf og múr umhverfis. Innan virkisgrafarinnar og múrsins var kvennafangelsi og hjá því garður. Úti í garðinum voru ungar stlúkur, vænar að sjá með Ijóst hár og fag- urt. Var okkur sagt, að þær hefðu gerzt sekar um morð. Sannaðist á þeim, að sitt er hvað: gæfa og gervi- leiki. Eftir nónið fór fram íþróttakeppni, og tóku þátt í henni ungir menn frá vinarbæjunum. Kjartan Guðjóns- son og Páll Eiríksson kepptu af hálfu Hafnfirðinga, og voru meðal hinna beztu. hvor í sinni grein. Án efa náði fögnuður þessa móts hámarki síriu í veizlu þeirri, sem bæjarstjórn Tavastehúsa hélt gestun um á Hótel Aulanko að kvöldi laug- ardagsins 3. júlí, enda var ekkert til sparað. hvorki í mat né drykk, gleðskap eða gamanyrðum. Ilygg ég eigi ofmælt. að ríkt hafi samstiUing og bróðurhugur meðal hinna nor- rænu gesfa. Skai reynt að varpa á samkomuna nokkrutn Ijósgeislum, svo að hún fái einhvern litblæ, og þá aðallega minnzt á það fólk, sem næst mér sat og ég átti orðastað við, því að það gefur ofurlitla hugmvnd um þann anda, sem ríkti. Andspænis mér við borðið sat mað- ur, sem ég þóttist fyrr hafa séð. frekat lítill vexti. en -knálegur. Við samiæður okkar kom í Ijós, að þetta var Timo Makí þingroíiður. sem kom til Hafnarfjarðar á 50 ára afmæli bæjarins 1958 Hvor sínum rnagin við mig sátu tvær finrisk.ar frúr. Önnur þeirra, Tygne Maki, var kona þing- mannsins og þurfti margs að spyrja um ritstörf mín, þegar hún vissi, að ég hafði skrifað bækur. Finnska var hennar móðurmál, en hún var þó allvel talandi á sænsku, varð þó stöku sinnum orðs vant. Kom þá eig- inmaðurinn til hjálpar og gerðist túlkur. Á hina hlið mér sat frú að nafni Greta Rosenborg: og var eigi siður fús til að fræðast um eldfjalla- eyna norður við heimskautsbaug, bók menntir hennar og menningu. Kom í ljós við samræður okkar, að bæði þekktum við finnsku skáldkonuna Solveigu von Schoultz, er ég kynnt- ist í Finnlandsför minni sumarið 1957, því að hún var þá í stjórn Félags sænskumælandi rithöfunda í Finnlandi og fulltrúi á fundi Nor« ræna rithöfundaráðsins, er haldinn var í Helsingfors það ár. En viS Kristján Bender vorum þar mættii af íslands hálfu. Leiddi þetta sam- tal okkar frú Rosenberg til þess, al við skrifuðum Solveigu von Schoultl bréf sameiginlega og póstlögðum þal þarna í veizlunni. Get ég um þettl til að sýna, hve heimurinn er orð- inn lítill og hve víða liggja vega- mót, þó að víkur séu á milli vina og firðir meðal frænda, ef ógert ei látið að brúa torfærurnar. Ýmsir héldu stuttar tölur í þessari veizlu. En aðalboðskapinn flutti for- maður Norræna félagsins í Bærum, Jo Benkow, sem þakkaði fyrir hönd gestanna ágætar viðtökur og til- kynnti síðan á fyndinn og frumlegan hátt, með því að rekja vafning ofan af kefli, að nú væri röðin komin að Bærum í Noregi að bjóða til vina- bæjarmóts 1967 og gerði hann það hér með fyrir hönd þess bæjar, þang- að væru því velkomnir fulltrúar og gestir frá Friðriksbergi, Hafnarfirði, Tavastehúsum og Uppsölum þetta ár . . . Mál sitt flutti hann á svo fynd- inn og frjáismannlegan hátt, að mér varð hugsað: Svona geta engir gert að gamni sínu, en þó talað í alvöru, nem:> Norðmenn. Að endingu var stiginn dans. Verð- i:.v hér hvorki reynt að lýsa hon- um rté heldur þei.m tilfinningum, sem bærðusf í hinum ýmsu brjóstum, þeg- ar sveiflast var um gólfið eftir hljóð- falli tónsveitarinnar. Einungis vil ég taka fram, að velflestir virtust sk'nnmta sér með ágætum. Eitt fannst mér á skorta í mann- fagnaðí þessum: Þó að fánar Noregs, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar prýddu borðin hér og þar, sást hið íslenzka þjóðarmerki á engu þeirra neins staðar. Svona geta krosstré brugðizt sem önnur tré, hugsaði ég. Sunnudagsmorguninn 4. júli, síð- asta dag mótsins, vöknuðu sumir heldur seint, en allir þó í tæka tíð, svo að þeir gætu tekið þátt í hring- ferð um bæinn á bílum og gengið í Hattulas miðaldakirkju og tekið þar þátt í guðsþjónustu, sálmasöng og morgunbæn, þennan drottinsdag. Klerkur flutti hugvekju og bæn. Út- býtt var tveim fjölrituðum sálmum í sænskri þýðingu: Kirkja vors guðs er gamalt hús, eftir Grundtvig, og Fögur er foldin, eftir Ingemann Var sú athöfn öll mjög hátíðleg. Síðan útskýrði presturinn lofthvelfingar- skraut kirkjunnar og veggmyndir. Fannst mér sem tign og tilbeiðsla ríkti yfir og á þessum stað. Hef ég einna helzt orðið fyrir sömu áhrifum í Þrándheims, Ábæjar og Hóla dóm- kirkjum. Loks var ekið með gestina þang- 1096 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.