Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 17
að, sem brynvagnasafn bæjarins er geymt undir beru löfti. Þóttu okkur þau áhöld allt annað en vinsamleg. En Finnar segja, sem er, að þeir séu útverðir Norðurlanda í austur- átt og hafi jafnan orðið að vera við ýmsu búnir. Mótinu var svo slitið með hádeg- isverði að Hótel Aulenko. Þakkaði fulltrúi Tavastehúsa gestunum kom- una þangað og bar fram heillaósk þeim öllum til handa um góða heim- för. Þegar borðhaldi var lokið, fóru menn á stjá til að kveðjast, og varð nokkur þröng á þingi. Meðan þær kveðjur fóru fram, komu til mín tvær blaðakonur, sem vildu fá að vita sem flest um störf norrænu fé- laganna á fslandi, ekki sízt deildar- innar, sem ég var fulltrúi fyrir. Ég leysti að sjálfsögðu úr þeim spurn- ingum eftir því, sem tíminn leyfði. Sagði ég meðal annars frá kvöldvök- um þeim, sem ýmsar deildir félag- anna hér á landi hafa haldið, þar sem kynnt hefur verið menning, þjóð líf, tónlist og bókmenntir Norður- landa með því að sýna valdar kvik- myndir, fá fræðimenn til að flytja erindi um þau. annast kynningu á andans afrekum þeirra með upp- lestri og skýringum, tónverk leikin. Síðast, en ekki sízt, gat ég þess, að norrænu félögin hér á landi hefðu milligöngu um útvegun lýðháskóla- vistar á Norðurlöndunum íslenzkum æskulýði tii, og hefði það orðið vin-- sælt, þó að fáir hefðu, enn sem kom- ið er, farið til Finnlands í þeim er- indagerðum. Kynningu sem þessa teldi ég geta orðið til skilningsauka og góðs í sambúð og viðskiptum þjóða á milli, það hefði reynslan sýnt Að kveðjustund lokinni skiptust gestirnir í tvo hópa. Fór annar í stóran bíl eða bifreiðir, sem aka skyldu til'Helsingfors, en hinn beindi för til Ábæjar í sams konar farar- tækjum, og vorum við hjónin í þeim hóp. En þann flokk fylltu að öðru leyti gestirnir frá Bærum. Jaatinenhjónin fylgdu okkur svo að síðustu á torgið, þar sem Ábæjar- bifreiðarnar biðu. f þeim fengum við ókeypis far fyrir atbeina farar- stjórans, Gunnars Sverdrup Peter- sens, er bauð mér það í vináttu- skyni, þegar hann vissi um ferða- áætlun okkar. Til þessarar greiða- semi höfðum við þó ekkert unnið. Er þetta ekki fyrsti vinsemdarvott- urinn, sem Norðmenn hafa sýnt mér um dagana. Sem við stigum upp í bifreiðina, brá okkur í brún. Skammt frá dyr- unum sat kona með hönd í fatla, og var vafið um. Okkur var sagt, fið hún hefði orðið fyrir óhappi, að hundur hefði ráðizt á hana og bitið. Framhald á 1102. slðo. KIRTLAVEIKI OG KONUNGSHENDUR í fornöld var konungum og land- stjórnarmönnum hætt, ef illa var ært. í árferðinu speglaðist velþókn- un eða vanþóknun máttarvaldanna á konungunum. Er þar frægt dæmi, er Svíar fjölmenntu til blóta í Uppsöl- um, er hallærið hafði verið í land- inu í þrjú ár, og veittu þeir atgöngu konungi sínum, Dómalda Vísburs- syni, drápu hann og ruðu blóðstallana blóði hans, því að þeir þóttust skilja, að hallærið mundi standa af hon- um. Langvinnt illæri var þeim sönn- un þess, að hlutabréf konungs voru stórlega fallin í verði í kauphöll guð- anna og bezta ráðið til þess að blíðka þá var fórnfæring hins giftu- snauða konungs. í kristnum sið var mjög haldið á loft þeim kenningum Páls postula, að valdstjórnin væri frá guði. Gamla testamentið var líka til vitnis um það, að konungarnir voru af guði kjörnir til að drottna yfir lýðnum og smurðir að hans boði. Á þetta lag var konungum kristinna þjóða ekki óljúft að ganga, og yfirstéttir þjóð- félaganna, aðalsmenn og embættis- menn, gleymdu sízt að boða þá hlýðnisskyldu almennings við yfir- boðara sína, er postulinn hafði orð- að. Þetta var eitt af haldreipum þjóðfélagsskipunarinnar, guðleg fyr- irmæli um stéttaskiptingu, sem fólk skyldi lúta og sætta sig við með auðmýkt í von um laun á himninum, þar sem ekki er farið í manngrein- arálit. En konungarnir voru ekki einung- is kjörnir af guði til þess að ráða löndum og þjóðum. Það var líka staðföst trú fólks, að þessir fulltrúar guðs á jörðinni gætu unnið almættis- verk í umboði síns herra. Það var bókstaflega til þess ætlazt, að krafta- verk gerðust kringum þá. Meðal ann- ars var því trúað, að þeir gætu lækn- að sjúka menn með snertingu einni. Það er alkunna, að berklaveiki hef- ur lengi hrjáð mannkynið. í nálega fimm þúsund ára gamalli egypzkri gröf, sem i voru tíu beinagrindur, fundust merki um berklaveiki á bein- um fjögurra manna. Enn eldri dæmi eru til um berklaveiki i Norðurálfu, því að merki hennar eru sjáanleg á um það bil sjö þúsund ára göml- um beinum ungs manns, sem fund- ust við Heidelberg. Fjölmargar yngri beinagrindur bera berklaveikinni vitni, og þar á meðal islenzk bein, nálega þúsund ára gömul, og í forn- um ritum, til dæmis grískum, er henni lýst svo glöggt, að ekki verður á villzt. En það voru ekki mennirnir einir, sem berklaveikin hrjáði. Nautgrip- irnir gátu einnig verið sjúkir, og stundum sýktist fólkið af þeim. Börn, sem fengu mjólk úr berklaveikum kúm, urðu tíðum kirtlaveik og rauð- eygð af hvarmabólgu Þetta var al- gengt fyrirbæri um alla Norðurálfu og ekki hvað sízt í Englandi. Þar var sjúkddmur þessi nefndur kon- ungsveiki. Þetta sérkennilega nafn stafaði af því, að konungurinn var talinn gædd- ur guðlegum krafti til þéss að lækna sjúkdóminn, ef hann lagði hönd á sjúklingana. Það varð því eitt af þeim verkum, sem honum bar að inna af höndum, og sjúkt fólk flykktist vitaskuld að hvaðanæva, þegar kostur var gefinn á konungs- snertingu. Elztu frásagnir, sem til eru i Eng- landi um þessa athöfn, eru frá dög- um Játvarðs konungs góða, sem and- aðist 1066. En hann var líka helgur maður, og var sén kómeta á páskum árið sem hann dó. Það er líklegt, að handayfirlagn- ingar Englandskonunga hafi tíðkazt allar götur frá Játvarði góða og fram á seytjándu öld eða lengur. Karl II var kátur konungur og duglegm að hálshöggva lýðveldissinna. En hann læknaði lika þegna sína af konungs- veikinni. Eru enn til dagbókarblöð frá árinu 1660, þar sem því er lýst allrækilega, hvernig þessi athöfn fór fram. Á þessu ári náði hann einmitt konungsvöldum eftir langa útlegð, og kannski hefur konungurinn haft það í huga öðrum þræði, að handa- yfirlagningar hans voru ekki ólífc- legar til þess að gera hann vinsælan meðal landsmanna. En fjölyrðum ekki um þá hlið málsins, heldur snú- um að frásbgn dagbókarhöfundarins. „Hans konunglega hátign sat í há- sæti sínu í viðhafnarsalnum, og lækn- arnir létu leiða hina sjúku menn að' því. Þar krupu þelr á kné, en kon- ungurinn strauk þeim um kinnarnar með báðum höndum samtímis og prestur í fullum skrúða mælti þessi orð: "Hann lagði hendur sínai yfir og læknaði þá." F t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 1097

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.