Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 18
Samtíöarmynd, sem sýnir Karl II gera almaettisverk á sjúklingum. Þegar konungurinn hafði snert alla, gengu þeir fyrir hann í annað sinn í sömu röð og áður. Annar prestur kraup við fótskör hans með hvíta borða, sem á voru saumaðir gylltir englar, á handlegg sér. Þessa borða rétti hann konunginum, éinn og einn í senn, en konungur vafði þeim um háls þeim, er hann hafði snortiff, um leið og þeir gengu hjá. f hvert skipti endurtók presturinn: „Þetta er ljós sannleikans, sem kom- iff er í heiminn." Síðan voru tíðir sungnar, beðið fyrir sjúklingunum og þelr blessaðir. Aff iokum komu kammerherrann og hirðmarskálkur- inn meff mundlaug, vatnskðnnu og handþurrku, og konungurinn þó hendur sínar.“ Snerting konungs var mjög eftir- sótt í Englandi, enda mæltu hinir færustu læknar fyrri tíma með henni. Jón Gaddesden, sem uppi var á fjórtándu öld, hvatti allt kirtlaveikt fólk til þess að ná konungsfundi þessara erinda. Bæri það ekki ár- angur, sagði hann, var eftir sem áð- ur hægt að reyna aðra læknisdóma, svo sem hreysivislublóð og dúfnasaur. Oft varð óstjórnlegur troðningur, þegar konungurinn gaf þegnum sín- um kost á snertingu, og stundum tróðust margir menn undir og biðu bana. Þegar Karl I, faðir Karls II, hafffi verið tekinn af lifi, fór Crom- well með völd í landinu. Englend- ingar voru konungslausir þau ár og þess vegna sviptir hinni heilnæmu snertingu um alllangt skeið. En Karl II bætti þeim upp tapið, þegar hann náði völdum. Á tuttugu og tveimur fyrstu rikisstjórnarárum sínum veitti hann hundrað þúsund mönnum þessa líkn. Ekki veitti heldur af. Læknar landsins höfðu sem sé veitt því at- hygli, að kirtlaveikt fólk hafði hrun- ið niður á meðan landið var konungs- laust, En ekki er þess getið, hvort þeir hafi talið, að borgarastyrjöldina í landinu og þrengingarnar, sem henni fylgdu, eiga sök á þessu. Einn af hermönnum Cromwells, Valentín- us að nafni, hafði að vísu með all- mikilli heppni læknað fólk með handayfirlagningu á þessum neyðar- tímum. En hann stóð uppi vanmegn- ugur gagnvart kirtlaveikinni, sem konungshendur einar virtust geta yf- irbugað. Þess vegna varð helzta ráð- ið að leita lækningar með þeim hætti að snerta klúta eða flíkur, sem vætt- ir höfðu verið blóði Karls I., þegar hann var hálshöggvinn. Þess konar læknisdómar voru þó torfengnir, ekki sízt þegar frá leið, og þess vegna hurfu margir að því að verða sér úti um blóð annarra manna, sem teknir voru af lífi. Það var þá drukkið, líkt og flogaveikir Rómverjar á dögum Krists tíðkuðu að drekka blóð fall- inna hermanna sér til heilsubótar. Raunar var það siður víða um löiid, að sjúkt fólk reyndi að ná í blóð við aftökur sér til heilsustyrkingar, og voru dæmi um slíkt á Norður- löndum fram á nítjándu öld. H. C. Andersen hefur meira að segja lýst því, er hann sá foreldra byrla floga- veikri dóttur sinni slíkan heilsudrykk við aftökupall í Skelskör árið 1823. í Frakklandi var handayfirlagning konunga tíðkuð óralengi, bæði gegn kirtlaveiki og mörgum öðrum sjúk- dómum. Hlöðvir sá, sem dó árið 511, lagði hendur yfir sjúkt fólk, svo að þessar lækningar konunga stóðu á harla fornri rót þar í landi. Þetta var stundum allþungbær skylda, eink um þegar böm sátu á konungsstóli. Loðvík XIII. w ekki nema níu ára gamall, þegar hann var krýndur árið 1610, og varð hann einu sinni á barnsárum að snerta sex hundruð kirtlaveikissjúklinga á einum og sama degi, enda setti hvað eftir ann- að að honum megna ógleði áður en því dagsverki var lokið. Loðvík XVI strauk lófum um tvö þúsund og fjögur hundruð menn á krýningardegi sínum árið 1775. Þá voru menn orðnir mjög vísindalega hugsandi og fylgdust með heilsufari þeirra, sem hönd konungsins hafði snortið. En þvi miður virtist hún litlum lækningamætti gædd: Það var talið, að nokkurs bata hefði orðið Pramhald á 1102. síðu. 1098 TlHINN - SUNMJDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.