Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 19
Húsin i Manaús fljóta á flekunum í víkum og vogum Svartafljóts, og þekjan er úr pálmablöðum. Miðsvæðis á hinni miklu slóttu, sem Amazonfljótið rennur um, meira en þúsund kílómetra frá Atlantshaf- inu og ekki ýkjalangt sunnan við miðbaug, er bær sá, sem heitir Mana- ús. Þessi bær dregur nafn af Indíán- um þeim, sem höfðust við 1 frum- skógunum við Svartafljót neðan vert, Manaósþjóðflokknum. Við þennan stað voru eitt sinn tengdar miklar kynjasögur um gull og gersemar, sem Spánverjinn Fransiskó de Órell- ana, er fylgt hafði Pízarró á herför hans í Perú, kom á loft á sextándu öld. Hann lýsti líka orrustu, sem hann taldi sig hafa háð við konur — eins konar skjaldmeyjar, sem hann nefndi hinu goðkynjaða nafni, amazónur. Þessar skjaldmeyjar eru líka kunn ar úr þjóðsögum fólks við Svarta- fljót og eru þar sagðar njóta full- tingis mánans. Þar er þeim svo lýst, að þær hafi haft boga og örvar að vopni, og var hægra brjóstið sviðið af þeim, svo að það yrði þeim ekki til trafala, þegar til vopnaviðskipta kom. Karlmenn af Gvaíkaraættbálkn- inum, er bjó á hinum bakka fljóts- ins, vitjuðu þeirra einu sinni á ári, og börnunum, sem þeir gerðu þeim, var skipt eftir kynferði. Gvaíkara- menn ólu drengina upp, en skjald- meyjarnar héldu öllum telpum. Árið 1660 komu Portúgalar á skip- um upp fljótin og reisti virki á bakka Svartafljóts, örskammt frá þeim stað, er bleksvart vatn þess samein- ast skolgráu, leirbornu vatni mikils fljóts, sem kemur út hávestri. Er oft svo talið, að þar hefjist móða sú, sem nefnd er Amazónfljót, Skjald meyjarfljótið. í þessu vii-ki skyldi haf- ast við setulið, sem fengið var það hlutverk að hafa gætur á ferðamönn- um og kaupmönnum, sem komu frá Barkilos, nýlendu langt inni í frum- skógunum, og hindra framrás Spán- verja, sem réðu lögum og lofum í norðri við skipgengar þverár Orínó- kófijóts og leituðust við að færa út veldi sitt. Þetta virki varð fljótt miðdepill afarvíðlends landsvæðis, þótt ekki væri þar alltaf höfuðstaður þess, En nú í meira en heila öld hefur Manaús verið höfuðborg Amazonhéraðanna brasilsku. Þótt þessi staður sé slíka óraleið inni á meginlandinu, er hann einungis nokkra tugi metra yfir haf- flöt. Amazonfljótið er ekki straum- hart. Loftslag í Manaús er tæpast eftir- sóknarvert. Árstíðir eru i rauninnl tvær. Að vetrinum eru rigningar mikl ar frá því í janúarmánuði og fram i júní og hiti ekki ýkjamikill. Eink- um verður stundum hrásiagalegt á kvöldin. Þó hefur aldrei mælzt þar l I II I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 1099

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.