Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 28.11.1965, Blaðsíða 22
Meginþorri fólksins hefur framfært sitt af fiskveiðum. En mest happ þykir það, þegar skjaldbaka veiðist, því að það er fengur, sem er mikils virði. Þetta er fátækt fólk, sem ekki er hart í kröfum, en þó miklu betur sett en öreigar þeir, sem voru í ánauð fátæktarinnar hjá gróðafólk- inu þau ár, er gúmævintýrið gerðist. Minningarbrot - Framhald af 1087. síSu. Við, sem höfðum áður verið þarna að verki, vorum að sekkja það af upp teknu kolunum, sem ósekkjað var. Bregðum við Karl Kristjánsson nú við, en hann var rammur orðinn að afli og harðfylginn sér, þótt ekki væri nema um tvítugt. tökum sína tvo pokana hvoi — sinn pokann undir hvora hönd — og förum með þá, ég held mér sé óhætt að segja léttilega, til útskipunarinnar Þá hló Sigurbjörn hátt og sagði: — Líklega eruð þið, Akureyringar, ekki svo slakir, að þið komizt ekki með einn poka hver úr þvi Kar! og Halldór fara með tvo hvor Verkfallið var þar með ieyst. All ir tóku til starfa. Sumii ofurlítið vandræðalegir á svipinn fyrst. Eng inn fór samt með tvo poka i ferð, nema við Karl En því héldum við áfram um daginn, þar til lokið var vinnunni. Ekki vildum við láta ásannast, að við hefðum ekki þol til þess Ég held, að ekkí sé annað hægt að segja en þessu verkfalli hafi verið eytt með heiðarlegum hætti Halldór G. Sigurjónsson. Konungshendur - Framhald af 1098. síSu. vart hjá einum fimm af öllum hópn um Síðasta frásögnin um slíka athófn í Ftakklandi er frá Í824 Karl X lagði hendur yfir fólk á krýningar- degi sínum í París. Það var þó að eins hundrað tuttugu og einn mað- ur, sem varð þess aðnjótandi En litlu mun hafa varðað, hvort þeir voru fleiri eða færri. Tímar krafta- verkanna voru liðnir og konungar orðnir valtir í sess.i VINABÆJARMÖT Framhald af 1097 síðu Mér varð hugsað: Jafnvel i vináttu heimsókn geta menn orðið fyrir svona köldum kveðjum. Og ég minnt- ist þess, þegar ég, drengurinn, var sendur á annars vinveitt nágranna- heimili, en komast varla heim yfir túnið fyrir aðsókn þriggja grimmra hunda, sem bitu mig í hælana. yfir- kominn af skelfingu. Þegar allir höfðu setzt inn í vagn- ana, kom Áke Jaatinen á vettvang og kallaði, svo að allir máttu heyra og enginn skyldi villast: Þessir vagn- ar fara til Ábæjar. En svo vel sem þessi öryggisráðstöfun var meint, þá reyndist hún óþörf. Allir sátu kyrr- ir og hreyfðu sig ekki. Enginn hafði lent í skökkum bíl. „Við komum afarmörg til Bærum eftir tvö ár!“ kallaði frú Greta Jaatinen, um leið og hún veifaði til Norðmannanna, áður en vagnamir óku af stað. „Við verðum fjórar og hálf milljón, sem komum! bætti hún við. En sú mun vera íbúatala Finnlands um þessar mundir. Og ali- ir veifuðu að lokum í kveðjuskyni. Síðan var ekið til Ábæjar viðstöðu- laust. Hin ánægjulega dvöl í Tavastehús- um dagana 1.—4. júlí 1965 var orðin minning ein. Heimild: Pohjoismainen yst,- avyyskuntavierailu Hameen- linnassa 2, 3 ja 4 heimakuuta: 1965: Ohjelma. (Program för Nordens vánortsmöte í Tavaste hus 2, 3 och 4 juli 1965). Örlagasumar — Framhald af 1093. síðu. til þurrðar, og að lokum flosnuðu upp. Varð þá fangráð Bjarna, að hann gerðist verkstjóri á búi séra Eggerts Briems á Höskuldsstöðum. Prestur hafði í flimtingum, að hann hefði tekið séi fyrir ráðsmann gamlan hreppstjóra, sein aldrei hefði getað búið fyrir sjálfan sig. En nú brá svo, er Bjarni var kominn i þjón- ustu Höskuldsstaðaklerks, að öllu reiddi miklu betur af en áður, og i Iaunaskyni studdi séra Eggert son þeirra Bjarna og Halldóru til náms. Það var Halldór Bjarnason, sýsiumað ur Barðstrendinga snemma á þessari öld. Gömlu hjónin, foreldrar Jóns Sig- urðssonar, önduðust á Kolugili há- öldruð, og sonur hans, Sigfús, kvænt- ist stúlku þar í sveit, Helgu Ólafs- dóttur. og reisti bú í Stóru-Hlíð Þá var Jón svo hátt á strái, að hann var nefndur signor, er var mikill virðingartitill. Hann andaðist að áliðnum vetri árið 1870. Ingibjörg Magnúsdóttir lifði mun Lausn 42. krossgátu lengur Síðustu árin dvaldist hún í Hvarfi í Víðidal og lifði á fé sínu, því er Jón, bóndi hennar, hafði látið eftir sig. Þar dó hún árið 1879 „úr geit“, að því er sóknarprestur henn- ar segir, hvað sem það merkir. íslenzk mannanöfn Eg hef orðið þess áskynja, að greinaflokkur minn um íslenzk mannanöfn hefur verið lesinn af á- huga af miklu fleíra fólki en mig óraði fyrir, að myndi gefa slíku efnl gaum, þegar ég hófst handa um að vinna úr þeim efnivið, sem ég hafði dregið saman. Þessi almenni og ótvíræði áhugi veldur því, að mér hefur komið til hugar að halda könn- un minni á íslenzkum nafngiftum áfram og gera þessi efni fyllri skil, ef mér kynni að vinnast tóm til þess einhvern tíma síðar. Nú er það alltítt, að lesendur Sunnudagsblaðsins skrifi mér um ýms efni, og kann ég þeim þakkir fyrir Það. í framhaldi af því. sem áður er sagt, vildi ég beinlínis mæl- ast til þess, að þeir sýndu mér þá vinsemd að liðsinna mér við rann- sóknir mína á mannanöfnum. Þar geta þeir gert með því að skrifa mér það, sem þeir kunna að vita um sér- kennileg nöfn og upptök þeirra, myndun nýrra nafna, útbreiðslu nafna, óvenjuleg atvik við nafnaval og nafnasmíði og allt þa„ sem að nafngiftasiðum lýtur. Jafnframt værí mér kærkomið, ef leiðrétt væri það, sem ég kann að hafa missagt um Þetta efni í greinum mínum. Þetta vil ég vona, að þeir, sem hafa haft einhverja ánægju af greina- flokknum, telji ekki eftir sér. J.H- 1102 r f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.