Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 6
verða og kenni nú aðeins sem svarar tveim þriðju fullrar kennslu. Svo fæ óg löng sumar- og hátíðafrí. — En segðu mér nú eitthvað um, hvernig það er að finna skemmtiefni handa börnum? — Mig langar þá fyrst að taka fram, að síðastliðin tíu ár hef ég reynt að fylgjast eins vel og ég hef mögulega getað með öllu, sem ís- lenzkum börnum hefur verið boðið af skemmtiefni, hvort heldur sem verið hefur í útvarpi, leikhúsum og kvikmyndahúsum eða á prenti. Ég hef, allt frá því ég sem unglingur dvaldist á barnmörgum heimilum, aövinlega haft mjög gaman af böm- um og aldrei vaxið upp úr því að hafa ánægju af sömu hlutum og þau. Littu á, hérna á ég heilmargar brúð- ur úr ýmsum áttum, og barnateikn- ingar. Auk þess hef ég keypt fjölda af erlendum barnablöðum frá mörg- um löndum, m. a. Tékkóslóvakíu, en þar í landi starfa margir frægir Iista- menn að leikbrúðugerð og kvik- mynda fyrir börn. — Og hver er þá dómur þinn um Artwidið? — Því miður finnst mér, að hér ríki mikið sinnuleysi um það, hvaða efni börnum er úthlutað, og fáfen|i- leg gróðasjónarmið ráði mestu. Eg skal nefna þér sláandi dæmi. Ekki ómerkari stofnun en sjálft Ríkisút- varpið greiðir mun ver fyrir efni I barnatíma en dagskrárliði fyrir full- orðna. Mér finnst þó ekki svo þýð- ingarlítið, að reynt sé af fremsta megni að vanda til efnis fyrir börn- in, og skapa þannig grundvöll að smekkvísum og víðsýnum áheyrend- um fullorðinsefnis næstu áratuga. — Kannski þeir miði laun skemmti kraftanna við kílóþyngd áheyrenda? laumar eiginmaðurinn Þorgeir út úr sér. Hann hefur komið inn í stofuna að sækja ritvél sína, án þess við tækjum eftir, en fer nú með hana í andskot sitt, þ. e, smáherbergi, þar sem hann leitar andagiftar. — Þessa sömu sparnaðarhneigð rak ég mig óþyrmilega á, heldur Vilborg áfram, þegar ég fór að fást við að setja upp barnasiður i blöð- um og tímaritum. Útgefendur þeirra hristu höfuðið, þegar ég bað um pen- inga til þess að fá teiknara til að hjálpa mér að Ufga upp lesefnið. í vandræðum mínum fór ég sjálf að föndra við að klippa út myndir til skreytinga. — Blessuð leyfðu mér að sjá eitt- hvað af því. — Hérna eru til dæmis myndir úr Sólskini, árbók Barnavinafélagsins Sumargjafar, frá í vor. Þær eru gerð- ar við ævintýri frá Pakistan um geit- hafurinn Bliomball Dass, sem sneri á tígrisdýr með ráðkænsku sinni. En svo langaði mig mikið til að sýna þér merka grein eftir Stefán Jónsson, rithöfund og kennara, um ástandið í bókaútgáfu fyrir börn. Ilann víkur meðal annars að því, að við eigum aðei-ns örfáa höfunda, sem gera það af hjartans einlægni og listrænni þörf að skrifa fyrir æskuna. Hins vegar er mikið gefið út af aUs kon- ar rusli, sem einkum miðar að því að æsa börn upp í stundarspennu, en hvorki þroskar hjá þeim smekk né vit. Fyrir jólin sjá útgefendur sér leik á borði og demba alls kon- ar óvöldu efni á markaðinn. Mörgu af því er snarað í skyndi á ísienzku. Taktu eftir því, að þýðenda barna- bóka er sjaldnast getið, og okkar ágætu gagnrýnendur lciðc oftast hjá sér að skipta sér nokkuð af barna- bókum. Þessi grein Stefáns birtist í Melkorku fyrir um það bil tíu ár- um. Mér vitanlega hefur enginn lát- ið þetta mál til sín taka siðan. og ástandið er óbreytt. — Ilvað finnst þér þá, að væri helzt til úrbóta á þessu sviði? — Mér finnst, að þjóðfélagið ætti . að láta sig miklu varða, að börn fái góðan smekk á bækur, málverk, kvik- myndir og tónlist, en það fá þau ekki nema þau séu alin upp við það bezta slíkra hluta. En eins og þú veizt, er ákaflega lítið um góðar skemmtan- ir fyrir börn. Leikhúsin okkar eiga þó heiður skilið. Þau ieitast við að sýna á hverju ári að minnsta kosti eitt barnaleikrit. Það er ánægjulegt, að í fyrra sýndi Iðnó ágætt leikrit, Al- mansor konungsson, eftir Ólöfu Árna dóttur, sem er vel þekkt úr barnatím unum, og í vetur sýna bæði Ieikhús- in í Reykjavík íslenzk barnaleikrit, sem ég hlakka mikið til að sjá. Til þessara sýninga er sannarlega vel vandað. — En þeirra njóta aðeins börn í Reykjavík og nágrenni, er það ekki? — Jú, og veiztu hvað mér finnst: Öll þessi leikrit væri nauðsynlegt að gefa út, til þess að fólk í plássum úti um land gæti sett þau upp, því að jafnvel bömin í smæstu þorpunum ættu að geta fengið að sjá þau. í þessu sambandi má nefna, að Tvær mömmur lögðu saman í dálitla barnabók, Sögur af Alla Nalla. Vilborg skrifaöi, en Friðrika teiknaði, meðal annars þessa mynd. si-14 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.