Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 11
Hög-gormurinn skoðar eggið í nokkrar mínútur og bregður tungu sinni á það annað veifið. Síðan rekur hann neðri kjálkana undir það og styður við það með tönnunum, svo að það færist ekki undan. >f Höggormur sá, sem þessar myndii eru af, á heima í Kaliforníu, og honum verður ekki skotaskuid úr því að gleypa hluti, sem eru miklu stærri en höfuðið á honum. Það er með fádæmum hve hann getur glennt upp ginið, en mestu máli sklptir þó, a3 neðri kiálkarn- ir eru þannig úr garði gerðir, að þeir gefa eftir, þegar til þarf að taka. Þeir eru einungis tengdir saman a3 framan með teygjanlegum sinum og það verður þvi, að höggormurinn getur gapað miklu meira en ella myndi. Þegar eitthvað er komið upp í höggorminn, þrýsta hreyfanleg bein í efri kjálkanum því áfram niður í kokið. Þetta gerist þó með mestu hægð. Höggormur getur gleypt egg án þess að brjóta skurninn, en oft kemur samt sem áður gat á hann, áður en eggið er kom- ið niður í kokið. Þá bullar hvíta og rauða út um nasirn- ar á honum. Það fer eftir magni og hitastigi, hve höggormur er lengi að melta það, sem hann gleypir. Stundum meltir hann fæðuna á nokkrum klukkustundum, en stundum þarf hann til þess nokkra daga. TIMINM - SUNNUDAGSBLAÐ 1139

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.