Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Qupperneq 2
JOH. ASGEiRSSON:
FRUMHERJARNIR Á
JÓT LANDSHEIDUM
Svo herma sagnir frá, að minnstu
hafi munað, að við íslendingar vær-
um fluttir af landi burt í lok 18.
aldar og settir niður á józku heið-
arnar til þess að hefta sandfokið
fyrir Dani. Eins og flestir vita, sem
hafa kynnt sér sögu íslenzku þjóð
arinnar á 18. öld og frain yfir miðja
19. öld, voru lífskjör þjóðarinnar
mjög bágborin á þeim tímum og fá-
tæktin fram úr hófi hófi mikil. En
sé nú húsakostur íslendinga á þeim
tíma, fatnaður, fæði og þrældómur
borið saman við það, sem józku heiða-
bændurnir bjuggu við fyrstu áratug-
ina, sem þeir brutu þar land til rækt-
unar, þá hafa lífskjör þeirra verið
síður en s N> betri.
Á árun f í 1760 — 61 bauð Friðrik
fimmti Danakonungur 265 fjölskyld-
um eða 965 manns frá Þýzkalandi
land til ræktunar á heiðunum. En
brátt urðu Þjóðverjárnir óánægðir og
fluttu aftur til síns heimalands, en
sumir fóru til Rússlands. Árið 1771
voru aðeins 96 fjölskyldur — um 409
manns — af þessu þýzka fólki eftir
þarna á józku heiðunum.
En dönsku bændurnir voru þraut-
seigari, þegar þeir fóru að flytjast á
heiðarnar og rækta þar á fyrstu tug-
um 19. aldar. Flestir voru svo fatæk-
ir, sem byrjuðu þarna búskap, að
þeir áttu ekki neitt til neins og urðu
að vinna meira og minna hjá öðrum
til þess að draga fram lífið. Oft urðu
þeir þá að ganga langa leið til vinn-
unnar, sumir um 8 km leið og aðrir
vöknuðu kl. 3 að nóttu til þess að
vinna eitthvað heima áður en þeir
fóru í aðalvinnuna. Og þegar þeir
komu heim til sin á kvöldin, úr dag-
vinnunni, fóru þeir að plægja við
tunglsljós, og ef það var ekki, þá
höfðu þeir luktarljós. Með þessum
þrældómi gátu margir eignazt eina
eða tvær kýr, einn hest, nokkrar kind
ur, hænsni, og sumir gátu keypt
eráttaruxa. — Ekki má heldur gleym
ast að geta um konurnar, því að þær
létu sitt ekki eftir liggja. Margar
þeirra unnu að jarðyrkju, plægðu og
herfuðu, þegar bóndinn var ekki
heima og með honum, þegar hann
var heima.
Þeir, sem áttu ekki uxa, settu kúna
fyrir plóginn, og varð konan þá oft
að draga hann með kúnni, ef kýrin
var lin við dráttinn. Mörg dæmi voru
til þess, að konurnar fórw ’angar Jeið-
ir að sækja eitthvað til að næra börn-
in á eða ná í hluti, sem heimilið
þarfnaðist þá stundina. Vegalengdin,
sem þær lögðu undir fót í þessum
erindum, var þá á stundum 60—80
km. yfir daginn, fram og til baka.
Þær voru líka seigar sumar að bera
byröar á bakinu. Ein kona, Súsanna
að nafni, bar eitt sinn 160 pund á
bakinu 2 km leið. Algengt var það
á þessum tímum, að konurnar færu
á fætur kl. 3^—4 að nóttu og hættu
ekki vinnu fyrr en kl. 10 að kvöldi.
Eftirfarandi frásögn er gott dæmi
um hörku kvennanna:
Það var eitt sinn að morgni dags,
að gest bar að garði Andrésar bónda.
Sá komumaður, að konan var að þvo
þvott þar úti á hlaðinu. Gesturinn
ávarpaði húsfreyjuna og spurði hana,
hvar Andrés væri. Hún sagði hann
væri sofandi, því að hann hefði vakað
í nótt. Ég veiktist í gærkvöldi, svo
hann varð að sækja ljósmóðurina fyr-
ir mig.
Á þessum frumbýlisárum bændanna
á heiðunum voru húsakynni öll mjög
bágborin. Sums staðar voru nokk-
urs konar jarðhús, þar sem enginn
var gluggi eða dyr, heldur op, þar
sem gengið var inn, og voru torfur
lagðar fyrir, og lyfta varð frá í hvert
sinn, sem fólkið gekk út eða inn.
Gluggar voru þá víða ekki annað,
ef nokkrir voru, en botnlausir pottar,
sem troða varð upp í, ef storm gerði
og hregg. Þegar rigningar gengu, varð
að ausa vatninu út úr kofum þess-
um, því þökin voru yfirleitt svo léleg,
að þau hripláku.
Bóndi einn kvæntist stúlku, sem
eignazt hafði ýmsa búshluti, er hún
var í Kaupmannahöfn vann þar
fyrir kaupi, og þar á meðal voru stól-
ar og borð. En þegar átti að láta
þessa hluti inn í bæinn, komust þeir
ekki inn um dyrnar, þær voru svo
þröngar. Bóndinn varð þá að rífa
gat á bæjarhliðina, og þannig kom-
ust munirnir inn. Á öðrum bæ var
það, að bóndinn þurfti að sækja ljós-
móður, en þegar heim kom og húu
ætlaði inn um bæjardyrnar, komst
hún ekki inn um þær, því hún var
feit og digur, en dyrnar mjög þröng-
ar. Varð bóndi þá að rífa gat á hús-
þakið og láta ljósmóðurina síga þar
niður um. Þeir, sem áttu eina
eða tvær kýr og nokkrar kind-
ur, höfðu þessar skepnur venju
lega í öðrum enda hússins
eða kofans. Rúmin í þessum
húsakynnum voru fátækleg eins og
fleira. Þykkt lag af lyngi eða hálmi
var sett í rúmstæðið. Á það var svo
breitt vaðmálsstykki eða strigapokar.
Þá gerðist það einu sinni á einu
heiðabýlinu, þar sem feðgar sváfu
saman í rúmi, að þeir vöknuðu við
það eina nóttina, að eitthvað kvikt
var á ferð í rúmstæðinu. Fóru þeir
þá fram úr rúminu til að athuga þetta
og sáu þá, að fullt var af rottum
og höggormum, og höfðu þessi kvik-
indi hreiðrað um sig þar í lynginu.
Til voru þau heimili, þar sem engir
stólar voru og ekkert að setjast á
nema þá helzt steinar. Lýsislampar
voru algengustu ljósáhöldin fram und
ir 1870, er steinolían kom og stein-
olíulampar. Eldspýtur sáust þar fyrst
um 1845.
Veturinn 1852 var harður. Þá fennti
suma kofana þarna á heiðunum alveg
í kaf og varð þá að grafa löng göng
upp í gegn um snjóskaflana til út-
göngu. Þá var svo dimmt inni, að
ljós varð að lifa um daga. Eldivið-
urinn var þar yfirleitt þurrt lyng,
torf og mór. Fyrstu búskaparár þessa
frumbýlinga voru sérstakléga erfið,
meðan ekki var farið að brjóta land
til ræktunar, og bústofn lítill eða
enginn, enda var fátæktin svo mik-
il, að víða var fcrauðlaust í langan
timíS og sums staðar borðaður rúg-
grautur í alla mata. Gömul kona, sem
fæddist 1807, segir frá því, að hún hafi
þekkt það, að lyngbörkur og blöð
voru höfð í mjölið til þess að drýgja
það.
Á þessum árum var mjólkur-
laust hjá fátækasta fólkinu, og um
smjör var yfirleitt ekki að tala. Kaffi
þekktist ekki, nema á hátíðum. Og
urðu þá börnin, sem oft voru mörg
á þessum heimilum, að drekka soðið
vatn með brauðinu. Sem dæmi um
það, hve allt var sparað á þessum
tímum, er sagt, að sumir tóbaksmenn,
sem tuggðu rullu, hefðu þurrkað tugg
una, er þeir tóku hana út úr sér
og síðan sett hana í pípu og reykt.
Öskunni helltu þeir því næst í lófa
sinn og létu pípulöginn þar saman
við. Með þessu var hægt að fá tóbaks-
bragð í munninn, enn á ný. — Klæðn
aður fólksins mátti víst ekki naumari
vera, því að dæmi voru til þess, að
sex eða sjö menn notuðu sömu spari-
skyrtuna. Af þeim sökum gat ekki
nema einn þeirra ferðast í senn. Og
þegar hann kom svo .aftur heim,
hengdi hann skyrtuna á trjágrein,
þar hékk hún þar til sá næsti þurfti
á henni að halda, og þá var hún
líka orðin hrein, því að krákurnar
höfðu séð um það.
Á þessum árum klæddust margir
gamlir menn skinnbuxum og skinn-
F^-amhald á 740. síðn.
722
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ