Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 6
islenzkt mál. Eins og stendur er enska eina erlenda tungumálið, sem okkur stafar háski af. — Nú hefur mikið verið rætt um svokallað gæjamál, bæði í gamni og alvöru. Er það rétt, að mikilla kyn slóðaskipta gæti í íslenzku máli? — Já, hér koma breyttir atvinnu- hættir að sjálfsögðu mjög við sögu. Það er eðlilegt, að fólk viti ekki nöfn á hlutum eða fyrirbærum, sem það hefur aldrei kynnzt. Breyttir þjóð félagshættir valda því, að málið kemst ekki á milli kynslóða. Yfirleitt mun vera talað betra mál í sveitum en í þéttbýli, en tengsl sveitanna við þéttbýlið aukast stöðugt, svo að þessi breyting nær einnig til dreiíbýlis- ins, enda líkjast lifnaðarhættir þar stöðugt meir daglegu lífi í þéttbýii. Það er mikill munur á málfari unglinga og fullorðinna, og bilið milli viðurkennds ritmáls og talmáls ungl- inga er orðið svo breitt, að í því felst alvarleg hætta. Unglingar eru miklu orðfærri en fullorðna fólkið, þeir kánn ast ekki við ýmis orð, sem alþekkt voru til skamms tíma,_ og tjá sig á furðufátæklegan hátt. Á hinn bóginn spretta ýmis tízkuorð upp með ungl- ingum, eins og gerist hjá blaðamönn um, og í orðfæð sinni nota þeir ýmis orðtök, sem eldra fólk skilur ekki. — Telur þú, að smíði nýyrða hafi átt ríkan þátt í því að halda tung- unni hreinni? — Það ætla ég, því að snilidar- handbragð er á ýmsum nýyrðum og mörg þeirra hafa náð festu í máiinu. Ég tel, að nýyrðasmíði okkar sé á réttum grundvelli, en að sjálfsögðu höfum við ekki undan að finna heiti á þeim fjölda hluta og hugtaka, sem okkur skortir orð yfir. Ég tel, að okk- ur beri að hafa augun opin fjTÍr erlendum orðstofnum, þegar þannig stendur á, því að oft er æskilegt að aðhæfa erlendan orðstofn að málinu, þegar um spánnýtt hugtak er að ræða. — Nýyrðanefnd vann mjög gott starf, en nú hefur Málnefnd undir for sæti dr. Jakobs Benediktssonar tekið við hlutverki hennar. Slíkar málnefnd ir hafa gegnt mikilvægu hlutverki á hinum Norðurlöndunum, og ætti að mega vænta hins bezta af málnefnd < tkar hér, en hún er rétt nýtekin til starfa. — Nú hefur þú fengizt við kennslu á ýmsum skólastigum, svo að frólegt væri að heyra dóm þinn um gagnrýni þá, sem fram hefur komið á móður- málskennslu í skólum — að hún bygg- ist á stagli og lærdómi utanbókar, en lítið sé gert til' þess að glæða máltilfinningu nemenda. — Ja, ég myndi fallast á það, að of mikil áherzla væri lögð á suma þætti málfræðikennslunnar. Málfræði- kennslan ber til að mynda ægishjálm yfir kennslu 1 notkun málsins, en því atriði er lítill gaumur gefinn i skólum. Æskilegt er að láta nem- endur velta fyrir sér orðum og kynn- ast þannig merkingu þeirra. Á þessu sviði er mikill fengur að bók Baldurs kennara Bagnars’konar, Mál og mál notkun, en hún er í senn æfinga- og lestrarrit. Þessi bók er hin eina sinnar tegundar á íslenzku, þvi að enn eigum við enga handbók í mál- notkun á borð við Modern English Usage eftir Fowler né samheitabók. í bók Baldurs eru talin upp ýmis orð, sem gott er að æfa sig í að greina á milli, til að mynda kastali og höll og sjógangur og brim. Þá veitir hann leiðbeiningar í að greina leskafla sund ur í efnisþætti og að fjalla um eitt- hvert tiltekið efni. Ég er hræddur um það, að kennsla í íslenzkri ritgerð fari ekki fram sem skyldi hjá ýmsum kennurum. Venju- lega er látið nægja að leiðrétta vill- ur í ritgerð, og svo er stílabókin af- hent nemandanum. Það er undir hæl- inn lagt, hvort nemandinn lítur á leið- réttingarnar, og það er hættulegt að gefa á gaddinn í þessu efni. Ég hygg, að yfirleitt skorti á persónuleg tök við stílkennslu. Áherzlu þarf að leggja á það að kenna ungu fólki að tala, því að margt er það ekki talandi, kann ekki að tjá hugsun sína. Það er hryggileg staðreynd, að í raun réttri eru þeir býsna margir, sem hvorki eru læsir né skrifandi. — Svo er eitt atriði, sem ekkert hefur verið kannað: hrynjandi málsins. Fólki þarf að lærast að hafa hrynjandi í máli eðlilega' og áreynslulausa, hrúga til dæmis ekki saman áherzlulausum at- kvæðum. Það, sem ég finn íslenzkukennslu í skólum helzt til foráttu, er þá í fyrsta lagi það, að lítil æfing er veitt í því að velja orð og tala skýrt og eðlilega, og í annan stað fá nemend- ur litla þjálfun í því að setja hugsan- ir sínar fram. Nemendur þurfa að læra að ná fram aðalatriðum, en forð- ast mælgi utan um aukaatriði. I þvi skyni er afbragð að láta nemendur gera efnisútdrátt, til að mynda úr grein i dagblaði. Þekking á slikum vinnubrögðum kemur að gagni við allt nám og raunar hvar sem er. Sjálf- ur hef ég rekið mig á það, að ýmsir skólanemendur kunna ekki að vinza úr aðalatriðin í próflestri. — Ertu ánægður- með stafsetningu þá, sem lögboðin var árið 1929? — Sjálfsagt mætti finna heppilegri stafsetmngu fyrir íslenzku. Þó er sannleikurinn sá, að engin auðveld stafsetning er til í íslenzku. Og reynd- ir kennarar segja, að stafsetning sú, sem lögboðin var á árunum 1918— 1929, en í henni var hvorki é né z, hafi sízt verið auðveldari að kenna en sú, er nú gildir. Hitt er svo annað mál, að vissum atriðum mætti hnika til. Persónulega finnst mér ástæðulaust að rita nokk- urn tíma j á milli sérhljóða, rita „nýja,“ en svo aftur „nýi.“ Þarna mætti fella niður eina reglu. Hið sama er að segja um g í viðtengingarhætti þátíðar af sögnum eins og að hlæja, en hann er nú ritaður „hlægi.“ Þá er afkáralegt að rita „mávur" eins og nú tíðkast, en ekki „máfur.“ Sam- stafan „ávs,“ sem fram kemur í eign- arfallinu virðist fjarstæð í Islenzku máli. En þetta eru allt smámunir. Og eitt er vist, að ekki er auðvelt að losna við zetuna, meðan upprunasjón- armið ræður í stafsetningu. Gallinn ef bara sá, að menn eru hræddir við zetuna. Ég tel alrangt að kenna ekki zetu í barnaskóla, því að á þvi stigi læra nemendur mestalla þá stafsetn- ingu, sem þeir á annað borð ná tökum á. — Hefur þér virzt, að samræmd stafsetning forn fæli fólk frá Iestri fslendingasagna og annarra fornra rita? — Það er ekkert efamál, að svo er. Ég tel, að öll slík rit, sem ætluð eru almenningi, ættu að vera í bún- ingi nútímamáls, að því er tekur til stafsetningar og orðmynda. Hin sgm- ræmda stafsetning mætti svo vera á textaútgáfum. Sannleikurinn er sá, að þessi stafsetning segir ií*ið um meðferð málsins í handriti — hún er byggð á kerfi, sem miðar við áætl- að útlit málsins á tólftu og þrett- ándu öld. Vitaskuld liggja margar og ólikar ástæður til þess, að fornritin eru ekki lesin jafnmikið nú og áður var. Eitt atriði er það, að íslenzk stafsetning tók ekki að festast fyrr en á þessari öld. Fram á nítjándu öld voru til dæmis engin skil í riti á milli d og ð, eignarfalls-s var oft táknað með zelu, o.s.frv. En nú er komin hefð á staf- setninguna, og allar ókennilegar orð- myndir þvælast fyrir á sama hátt og gotneskt letur, svo að dæmi sé tekið. — Þá er líka á það að líta, hvílikar gnægðir lestrarefnis eru á boðstó’um nú, miðað við það, sem áður var. Nú er það orðið býsna margt, sem togar í lestrarlöngun fólks. En þótt öllum sé i sjálfu sér vorkunnarlaust að lesa rit með fornri stafsetningu, þá þarf að brjóta ísinn. Og ég tel þessa stafsetningu ekki þess virði, að hún sé látin fæla fjölda fólks frá lestri fornritanna. — Áður en við látum útrætt um íslenzkt mál að sinni, langar mig til að spyrja þig um álit þitt á greinar- merkjasetningu. — Um greinarmerkjasetningu er engin reglugerð til, en ég held, að greinarmerkjasetning sú, sem kennd er í skólum, sé byggð á röngum grund velli. Þetta kerfi, sem hér er kennt, er komið úr latínu gegnum þýzku og miðar að því að greina málið i 726 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.