Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 4
Á 'slenzku: ÚR GAMANBRÉFI JÓNASAR TIL KUNNINGJA HANS í KAUP- MANNAHÖFN. Einu sinni á dögunum, þegar drottningin í Englandi var að borða litla skattinn, — því að hún borðar ævin- lega litla skatt — þá kom maðurinn hennar út í skemmu að bjóða góðan dag. „Guð gefi þér góðan dag, heillin!" sagði drottningin. „Hvernig er veðrið?" Maðurinn drottningarinnar hneigði sig og sagði: „Hann var regn- legur í morgun, en nú birtír upp. Ég lét taka saman, og svo má binda, þó þú farir — ætlarðu yfrum í dag, gæzka?" „Já," sagði drottningin. Hann hneigði sig þá aftur og sagði: „Ég verð þá að flýta mér og láta fara að sækja hestana." „Gerðu það," sagði bún. Inngangur um stofnensku og stofníslenzku Á öndverðum f jórða tug þessarar aldar var hart deilt hér á landi um al- Þjóðleg hjálparmál, og bar esperanto og stofnensku þá oftast á góma. Ár- ið 1932 reit Þórbergur Þórðarson grein um stofnenskuna í tímaritið Ið- unni (4. hetti 16. árgangs, bls. 320—343) og lét þá fylgja sýnishorn af stofníslenzku, sem hann kallaði svo, en það er hugmynd um íslenzku, sem færð hefur verið til einfaldara horfs, og er stofníslenzkan byggð á sömu lögmálum og stofnenska- ÞóHi sýnishorn þetta af stofníslenzku all- skóplegt, og ekki ólíklegt, að menn geti enn brosað að því. Birtist hér upphafið á gamanbréfi Jónasar í upprunalegri mynd og í „þýðingu" Þó> bergs. Á stofníslenzku: ÚR BRÉFI, SEM GERIR SKEMMTUN, FRÁ JÓNASI TIL MANNA,SEM HANN HAFÐI ÞEKKINGU UM í KAUP- MANNAHÖFN- Einn tíma fyrir nokkrum dögum, þegar konuþióð- stjórinn í Englandi var að takalitlu máltiðina, — því að hún tekur á öllum tínium litlu máltíð — þá kom maðurinn, sem var giftur henni, út í hús, sem hlutir eru hafðir í, að segja góðan dag. „Hin fyrsta orsök gefi þér góðan dag, góði!" sagði konuþjóðstjórinn. „Hvernig er veðrið?" Maðurinn, sem var giftur konu- þjóðstjóranum, lét höfuðið niður og sagði: „Það var eins og það mundi verða regn í morgun, en nú er að verða bjart. Ég lét taka þurra grasið saman, og nú á eftír má Iáta það í bönd, þó þú farir — fer þú yfir í dag, góða?" „Já," sagði konuþjóðstjórinn. Hann lét þá höfuðið niður aftur og sagði. „Ég verð þá _að vera fljótur og láta einhvern fara að láta hestana koma". .°"íi] það," sagði hún. n Einhvern tíma í árdaga tók maður Inn upp á því að tala, og smám sam an varð það til, sem við köllum tungu mál. Með hvaða hætti þetta varð, er ráðgáta, sem trauðla fæst gild lausn á. Margir merkir málvísindamenn hafa ritað um þetta efni, þar á meðal prófessor Alexander Jóhannesson, og sýnist sitt hverjum. Hitt liggur svo ljóst fyrir, að litlar líkur eru til þess, að fólk, sem ekkert samband hafði sín á milli, hafi túlkað sömu fyrir- brigði á sama hátt. Og þegar tímar líða, vex þessi munur. Talið er, að ritlistin komi til sög unnar um árið 6000 f. Kr. og allt frá þeim tíma höfum við raunveru- legar heimildir um tungumál hinna helztu menningarþjóða. Þekking okk ar á sögu fornaldar er að mestu tak mörkuð við löndin umhverfis Mið- jarðarhaf, og þar er fyrst hægt að tala um alþjóðleg tungumál: babý- lonsku, sem notuð var í skiptum Egypta og þjóða austan Miðjarðar- hafs, og grísku. Grikkir hinir fornu voru forystuþjóð í menningu og verzl un, stofnsettu nýlendur víða, og var m ALÞJÓDLi TUNGUMÁL 820 mál þeirra töluvert notað utan heima landsins. Sigurför Alexanders mikla greiddi grísku mjög braut í Vestur- Asíu, þá kom til sögunnar hin hell enzka menning, sem svo er kölluð. Brátt urðu þáttaskil í þessari sögu. Rómverska heimsveldið kom til sög unnar og mál Latverja á ítalíu breiddist óðfluga út um allt hið víð lenda ríki. Má segja, að latínan sé fyrsta heimsmálið, og af henni spruttu hin rómönsku mál, svo sem kunnugt er. Hlutverki latínunnar var þó ekki lokið, þótt Rómaveldi liði undir lok og alþýða manna hætti að tala hana. Kirkjan gerði latínu að heimsmáli á ný, guðþjónustur allar fóru fram á því máli og fræðimenn brugðu ekki öðru fyrir sig. Lengi fram eftir miðöldum var mjög lílið ritað á hinum ýmsu þjóðtungum Norðurálfu nema á islenzku, írsku og fornensku. En þar kemur að breyting verður á. Þjóð'n^urnar taka að skipa hærri sess, jg siða skiptin verða til þess að draga úr notkun latínu í löndum mótmæl- 'enda. Latina er notuð enn þann dag í TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.