Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 5
dag Mjnan kaþólsku kirkjunnar og við ÍÍMíéÍeg tækifæri í háskóíum og -í áietrurium ýmsum, og lengi vel var Jíýn aípjóðamál vísindamanna, til ap myndá fett Newtón helátu verk síri á laíínu. Én þaS krefst langs og erf j'ðs najns að ná. fullkomnura tökum | latiriu. Beyglngar eru ailfíoknar syo og setningafræði. Þess vegna er íatína miður vel faílin til þess að vera miðm í skiptum manna aí óííku þjóð erni,'þótt hún hafi þann kost til slíks að vera ekki þjóðtunga. Arabíska náði mikilli útbreiðsln á niiðöldum í löndum. Múhameðstrúar tnanna, og er svo enn. En ekki hefur málið verið notað að ráði utan þessa svæðis. Frakkland hófst til forystu í Evr- ópu á dögum Loðvíks fjórtár.da, sól konungsins. Var Frakkland þá tekið til fyrirmyndar í mörgu, og franska þótti göfugast tungumála. Friðrik mikli Prússakonungur talaði og rit- aði .frönsku og hafði móðurmáí sitt ekki í hávegum. Þegar á 17. öld er mjög tekið að nota frönsku í milli ríkjaviðskiptum, og eimir eftir af því enn. Þá var franska tekin upp sem alþjóðlegt póstmál, og hefur það hald izt síðan. Að loknum Napóleonsst.yrjöldum er England orðíð forysturíki í Evr- ópu. Þar við bætist, að nýlenduveldi Englendinga var geysimikillar víð áttu og verzlunarfloti þeirra miklu stærstur á jörðu. Nær enska þannig afarmikilli útbreiðslu 'og er mjög nofuð í alþjóðlegum samskiptum, einkum í sambandi við verzlun. Þá þegar hafði það og sitt að segja, sem Bismarek kallaði mikilvægustu staðreynd sinna tíma — að íbúar Bandaríkja Ameríku eru enskumæl- andi. Ekki liggur ljóst fyrir, hvenær fyrst kom fram sú hugmynd að búa til tungumál til notkunar í alþjóð- legum samskiptum — „planmál", sem Þórbergur Þórðarson kallar. Meðal frægra manna, sem urðu til þess að hreyfa þessari hugmynd, má nefna, franska heimspekinginn og stærð fræðinginn Descartes á 17. öld, þýzka heimspekinginn Leibniz á 18. öld sem sjálfur setti saman slík mál, og danska málvísindamanninn og fs- landsvininn Rasmus Kristján Rask. Fyrsta tilraunin í þessa att, sem mikla athygli vekur, var gerð árið 1879, en þá kom tungumálið vola- piik fram á sjónarsviðið. Höfundur þess var þýzkur prestur J.M. Schley er, og er orðaforðinn að mestu tek inn úr ensku og þýzku. Máli þessu þykir í mörgu áfátt, en það vann sér þó mjög mikið fylgi á skömmum tíma. En brátt tók að halla undan fæti fyrir volapiik, og er þess nú að litlu getið. Árið 1887 gefur svo pólski læknirinn dr. Zamenhof út Dr. Zamenhof, höfundur fullkomnasta og útbreiddasta alþjóo'amálsins. bókina Internaaia Lingvo — Anta uparolo kaj Plena Lernolibro (por Rusoj) eða Alþjóðamál. Formáli og fullkomin kennslubók) handa Rúss- um), undir nafninu D-ro Esperanto. Var þessi bók rituð á tungumáli, sem Zamenhof hafði sjálfur samið «g dró síðan nafn af dulnefni hans, sem þýðir hinn vonandi — esperanto. Zamenhof fæddist árið 1859, svo að skammt er um liðið frá aldar- minningu hans, en þá var hans minnzt í blöðum og útvarpi hér á landi. Skal því ekki rekja æviferil hans ýtarlega. Zamenhof ólst upp i pólskum bæ, byggðum Pólverjum, Rússum, Þjóðverjum og Gyðing- um. Var því ærinn tungu- málaglundroði, og mun Zamenhof ungur hafa sannfærzt um nauðsyn þess að skapa alþjóðamál, sem allar þjóðir jarðarinnar gætu notfært sér og sameinazt um. Zamenhof stund- aði augnlækningar og var jafnan snauður maður, en aldrei linnti hann baráttunni fyrir hugsjón íinni, allt frá því að fyrstu kennslubækur hans í hinu nýja máli komu út. Esperanto náði skjótt allmik- illi útbreiðslu, þó ef til vill einna mestri í Sviþjóð og í Rússlandi. Ýms ir málsmetandi menn lýstu fylgi sínu við hreyfinguna. Má þar nefna Leo Tolstoj og þýzka verkfræðinginn Ru- dolf Diesel, sem dieselvélar eru kenndar við. Fyrstur íslendingur til þess að rita um Esperanto mun hafa verið Einar Ásmundsson í Nesi, en segja má, að Þorsteinn Þorstems son hagstofustjóri hafi verið braut- ryðjandi esperantos hér á landi. Af nafnkenndum esperantistum ís- lenzkum má nefna Þórberg Þórðsx son rithöfund og Ólaf Þ. Kristjáns son skólastjóra, sem báðir hafa sam ið kennslubækur í málinu, Sigurð Kristófer Pétursson, rithöfund, Vil- mund Jónsson, fyrrum land lækni, Árna BÖðvarsson magister og Baldur Ragnarsson, kennara, sem gefið hefur út frumsamda Ijóðabók á esperanto. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ 821

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.