Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 5
Dr. Zamenhof, höfundur fullkomnasta og útbreiddasta alþjóöamálsins. dag jnnan kaþólsku kirkjunnar og við Mtlolég tækifæri í háskólum og -í áíetrurium ýmsum, og lengi vel var riýn alþjóðanjál vísindamanna, til a§ myndá föit Newton helztu verk síil á latín,u. Én það krefst langs og erf j'ðs náriis að ná fullkomnum tjikum á latíriu. Beygingar eru ailffóknar vo og setningafræði. Þess vegna er atína miðyr vel fallin til þess að vera niiálíl í skiptum manna af óííku þjóð erni, þótt hún hafi þann kost til slíks að vera ekki þjóðtunga. Arabíska náði mikilli útbreiðslu á miðöldum í löndum. Múhameðstrúar manna, og er svo enn. En ekki hefur málið verið notað að ráði utan þessa svæðis. Frakkland hófst til forystu í Evr- ópu á dögum Loðvíks fjórtánda, sól konungsins. Var Frakkland þá tekið til fyrirmyndar í mörgu, og franska þótti göfugast tungumála. Friðrik mikli Prússakonungur talaði og rit- aði .frönsku og hafði móðurmál sitt ekki I hávegum. Þegar á 17. öld er mjög tekið að nota frönsku í miíli ríkjaviðskiptum, og eimir eftir af því enn. Þá var franska tekin upp sem alþjóðlegt póstmál, og hefur það hald izt síðan. Að loknum Napóleonsstyrjöldum er England orðið forysturíki í Evr- ópu. Þar við bætist, að nýlenduveldi Englendinga var geysimikillar víð áttu og verzlunarfloti þeirra miklu stærstur á jörðu. Nær enska þannig afarmikilli útbreiðslu og er mjög notúð I alþjóðlegum samskiptum, einkum í sambandi við verzlun. Þá þegar hafði það og sitt að segja, sem Bismarck kallaði mikilvægustu staðreynd sinna tíma — að íbúar Bandaríkja Ameríku eru enskumæl- andi. Ekki liggur ljóst fyrir, hvenær fyrst kom fram sú hugmynd að búa til tungumál til notkunar í alþjóð- legum samskiptum — „planmál", sem Þórbergur Þórðarson kallar. Meðal frægra manna, sem urðu til þess að hreyfa þessari hugmynd, má nefna, franska heimspekinginn og stærð fræðinginn Descartes á 17. öld, þýzka heimspekinginn Leibniz á 18. öid sem sjálfur setti saman slík mál, og danska málvísindamanninn og ís- landsvininn Rasmus Kristján Rask. Fyrsta tilraunin í þessa átt, sem mikla athygli vekur, var gerð árið 1879, en þá kom tungumálið vola- piik fram á sjónarsviðið. Höfundur þess var þýzkur prestur J.M. Schley er, og er orðaforðinn að mestu tek inn úr ensku og þýzku. Máli þessu þykir I mörgu áfátt, en það vann sér þó mjög mikið fylgi á skömmum tíma. En brátt tók að halia undan fæti fyrir volapiik, og er þess nú að litlu getið. Árið 1887 gefur svo pólski læknirinn dr. Zamenhof út bókina Internaaia Lingvo — Anta uparolo kaj Plena Lernolibro (por Rusoj) eða Alþjóðamál. Formáli og fullkomin kennslubók) handa Rúss- um), undir nafninu D-ro Esperanto. Var þessi bók rituð á tungumáli, sem Zamenhof hafði sjálfur samið eg dró síðan nafn af dulnefni hans, sem þýðir hinn vonandi — esperanto. Zamenhof fæddist árið 1859, svo að skammt er um liðið frá aldar- minningu hans, en þá var hans minnzt I blöðum og útvarpi hér á landi. Skal því ekki rekja æviferil hans ýtarlega. Zamenhof ólst upp i pólskum bæ, byggðum Pólverjum, Rússum, Þjóðverjum og Gyðing- um. Var því ærinn tungu- málaglundroði, og mun Zamenhof ungur hafa sannfærzt um nauðsyn þess að skapa alþjóðamál, sem allar þjóðir jarðarinnar gætu notfært sér og sameinazt um. Zamenhof stund- aði augnlækningar og var jafnan snauður maður, en aldrei linnti hann baráttunni fyrir hugsjón *inni, allt frá því að fyrstu kennslubækur hans I hinu nýja máli komu út. Esperanto náði skjótt allmik- illi útbreiðslu, þó ef til vill einna mestri í Svíþjóð og í Rússlandi. Ýms ir málsmetandi menn lýstu fylgi slnu við hreyfinguna. Má þar nefna Leo Tolstoj og þýzka verkfræðinginn Ru- dolf Diesel, sem dieselvélar eru kenndar við. Fyrstur íslendingur til þess að rita um Esperanto mun hafa verið Einar Ásmundsson I Nesi, en segja má, að Þorsteinn Þorsteins son hagstofustjóri hafi verið braut- ryðjandi esperantos hér á landi. Af nafnkenndum esperantistum ís- lenzkum má nefna Þórberg Þórðar son rithöfund og Ólaf Þ. Kristjáns son skólastjóra, sem báðir hafa sam ið kennslubækur í málinu, Sigurð Kristófer Pétursson, rithöfund, Vil- mund __ Jónsson, fyrrum land lækni, Árna Böðvarsson magister og Baldur Ragnarsson, kennara, sem gefið hefur út frumsamda ijóðabók á esperanto. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 821

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.