Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 6
Snemma heyrðust raddir um það, I að vissar breytingar á esperanto | myndu vera til bóta. Zamenhof var fús til þess að ræða um slíkt, en ; þá risu fylgismenn hreyfingarinnar upp öndverðir. Tók Zamenhof þá eindregna afstöðu gegn öllum breytingum. Árið 1907 efndu nokkrir málfræðingar til ráðstefnu um upp- töku alþjóðamáls í París. Þar bar franski esperantistinn Beaufront fram tillögu um upptöku esperantos í breyttri mynd, og voru þær sam þykktar. Breytingar þessar voru ekki stórvægilegar, fleirtöluendingu var til að mynda breytt úr -oj í -i og nafn háttarendingu úr -i í -ar. Esperant istar vildu ekkert hafa með þetta að gera og var þá tekið að útbreiða afbrigðið sem sérstakt mál, nefnt ido. Hlaut ido góðar ondirtektir á fyrstu árum, en vaknaði vart til lífs að lokinni fyrri heimstyrjöld. Um svipað leyti og ido kemur til sögunnar og nokkru fyrr þó, býr ítalski stærðfræðingurinn Peano til interlingua eða latlno sine flexione (latína án beyginga). Þetta mál á nokkuð skylt við volapiik, en er an- ars byggt upp af latneskum orðstofn- um að viðbættum nokkrum nýrri: eng in málfræði, engar beygingarending- ar, orðaröð sniðin eftir nútímamál- um. Ekki vann þetta mál sér mikið fylgi, enda kváðu vera á því ýmsir augljósir gallar. Tvö önnur tilbúin mál, sem umtals verð eru, hafa síðan komið fram í dagsljósið. Eru það occidental, sem E. de Wahl er höfundur að, og novi- al. Novial samdi Otto Jestersen, dansku málvísindamaður, sem áður hafði komið við sögu esperantos og idos. Hvorugt þessara mála hefur rnik ið komið við sögu, og segja mi, að nú til dags sé interlingua eitt lifandi af hinum tilbúnu málum öðrum en esperanto. Esperantohreyfingin virtist mjög jvænleg til mikils framgangs fyrir síð ustu heimsstyrjöld, en sá blóðugi hildarleikur stemmdi stigu við frek ari útbreiðslu málsins, og mun esper anto síðan naumast hafa skipað sama sess og áður. Þó starfa esperantofé lög af fullum krafti i flestum lönd- um heims, og tala esperantista mun vera nálægt hálfri annarri milljón. Töluvert er gefið út af bókum og tímaritum á esperanto. Alls munu um 5000 prentaðar bækur hafa verið gefnar út á málinu. Þá er útvarpað relgulega á esperanto. Er þannig eng in doðamerld að sjá á esperantistum, þótt margir þeirra muni hafa vonazt eftir meiri útbreiðslu málsins en raun hefur. orðið á. Rætt hefur verið um þann mögu- leika, að þjóðtungur í einfölduðu formi geti gegnt hlutverki alþjóða- máls, og skal nú sagt nokkuð frá tilraunum til slíks. Þessi við leitni mun hafa beinzt að ýmsum þjóðtungum. En einfölduð enska í einhverri mynd er -hið eina af þessu tagi, sem nokkra athygli hefur vak ið. Seint á öldinni sem leið, var kom ið fram með nýja stafsetningu í ensku, reista á hljóðfræðilegum grundvelli. Ekki var þessu vel tekið af opinberum aðilum, en ýmsir urðu til stuðnings, til að mynda G. B. Shaw. Jafnframt komu fram ýmsar hugmyndir um einföldun enskrar mál fræði. Á þriðja tug aldarinnar kom prófessor nokkrum við Upp- salaháskóla til hugar að setja saman nýja hljóðfræðilega stafsetningu fyrir ensku og sagði þetta vera nýtt tungumál, sem hann nefndi anglic. Hver stafur eða samstafa er þar jafn an borin fram á sama hátt. Anglic vann sér ekki mikla hylli aé heldur aðrar slíkar tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að ryðja ensku braut áem alheimsmáli með því einu að breyta útliti málsins á prenti. Hið síðasta markverða, sem gerzt hefur í þessum efnum, mun vera það, að fylgismenn nýrrar stafsetniugar hafa komið sér saman um það að endur skoða kerfið frá 1876. En hér er ekki útrætt um drauma um heimsensku. Árið 1929 sendu tveir kennarar við Cambridgehá skóla frá sér nýtt, einfaldað afbrigði af ensku máli eg nefndu það Basic English sem á Islenzku hefur verið kallað stofnenska. í stofnensku'eru aðeins 850 orð og 350 til vara, ef svo mætti segja — orð, sem grípa má til við sérstök tækifæri. Af þess um 850 orðum eru 600 nafnorð, 150 atviksorð og 100 af öðrum orðflokk um, þar af 18 sagnoýð, sem eiga áð koma kerfinu í gang, eins og það er orðað. Þetta á að hrökkva til þess að segja flesta skapaða hluti, og verður því ekki neitað, að tölurnar gætu litið verr út. Hvað skal þá segja um notkun stofnensku í mæltu máli? Einkenni stofnensku er það að umskrifa flesta skapaða hluti. „Þýðingar“ á enskum orðum eru svipaðar skilgreiningum í ensk-enskum orðabókum. To plant (að sá) er til að mynda to put a seed in the ground (að láta fræ í mold motor er þýtt sem machine giving power, outcast (útskúfaður mað- ur) sem person without house or friends (maður án húss og vina). Þannig mætti lengi telja, og iðulega verða þýðingarnar á stofnensku bæði lengri og stirðari en ofanskráð dæmi gefa til kynna og stundum ónákvæm- ar og jafnvel villandi sakir takmörkunar orðstofnanna og tilrauna til þess að stytta lengd skilgreininga í nóf. Lýsingarorð og reglulegar sagnir eru að mestu lagðar fyrir róða, en aftur á móti eru hjálparsagnir, einkanleaa to be og to nave, notaðar 1 tíma og ótíma. Til dæmis er to wasn (að þvo sér) orðið að to have a wash. Ekki fer þannig á milli mála, að stofu- enskan lengir málið mjög verulega og gerir það óþjálla en það var fyrir og mjög erfitt hlýtur að vera að halda til haga hinum fíngerðari blæ- brigðum enskunnar. Hinn takmarkaði orðaforði getur verið kostur fyrir þá, sem ekkert kunna í ensku fyrir, en gallarnir virðast býsna þungir á met- unum. Hver hefur þá orðið saga stofn- ensku? Englendingar notuðu þetta mál noklcuð í síðari heimsstyrjöldinni og Winston Cnurchill var einn þeirra, sem lýsti stuðningi við það. Að lokinni styrjöldinni keypti brezka ríkisstjórnin höfundarrétt að máli þessu og notar það lítillega sem hjálparmál í ýmsum opinberum til- kynningum í nýlendum. Þá hefur eitt hvað verið gefið út af bókum á stofnensku, og virðast Englendingar ætla að halda nokkurri tryggð við hana. Má geta þess til gamans, að í hinni gagnmerku bók Encyclopædia Britannica er fjallað um stofnensku á um það bil 3 blaðsíðum, en esper- anto er afgreitt með örfáum línum undir hinni almennu fyrirsögn ,.al- heimsmál" (Universal Language). Eins og nú horfir, virðist ekkert benda til þess, að stofnenska verði tekin upp sem alþjóðlegt hjálparmál. Enska er það tungumál, sem mest er notað í alþjóðasamskiptum og al- þjóðlegum ráðstefnum, en fleiri eru þeir, sem tala kínversku, og stór- þjóðir eins og Rússar, Þjóðverjar og Frakkar og þeir, sem mæla á jafn- útbreiddar tungur og spænsku og arabisku, eru að sjálfsögðu ekki á þeim buxunum að láta sniðganga sín tungumál. Á fundum Sameinuðu þjóð anna geta fulltrúar valið um það að hlýða á ræður á fimm tungumálum: ensku, rússnesku, frönsku, spænsku og arabísku. Virðist flest benta til þess, að nú sé ekki síður þörf alþjóð- legs hjálparmáls en áður var. Alþjóð- lpgt hjálparmál getur verið af tvenn- um toga: þjóðtunga eilegar þjóðtunga í afbrigðilegri mynd og í annan stað tilbúið mál, „planmál.“ Fjöllum þá fyrst um það, hvernig fyrri flokknum myndi reiða af. Ef nefna ætti eitthvað, sem mælir með upptöku þjóðtungu sem alþjóða- máls, myndi það helzt, að þegar mæla tugmilljónir eða hundruð milliónir manna á tungur hinna ýmsu stór- þióða, og þeim þyrfti þá ekki að kenna neitt nýtt. En hvað um hina? Hvernig myndi þeim sækjast nám 1 hinni útvöldu tungu? Vel má fallast á skilgreiningu Þórbergs Þórðarson- ar á þvi að læra útlenda tungu. Það er að geta lesið hana, skilið hana, htyri hana, talað hana og ritað hana aí svipaðri lcikni og móðurmái sitt. 822 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.