Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 7
Og slíkt er ekki tekið út með siij- andi sældinni. Hér á landi er til að mynda mikill fjöldi fólks, sem getur lesið ensku á bók eftir áralangt nám, en naumast munu þeir margir, sem hafa til að bera svipaða leikni í mál- inu og innbornir. Þó er enska tals- vert skyld íslenzku og ensk málfræði getur ekki talizt fiókin í samanburði við flest önnur tungumál. En orða- forðinn er ekkert smáræði: talið er, að þekking á 60000 orðum sé lág- mark til daglegrar notkunar. Enska er tekin hér sem dæmi, af því að hún er mest notuð tungumála í al- þjóðasamskiptum, en aðrar þjóðtung ur eru naumast öllu hentugri í þessu skyni. Það myndi alltaf vera bil stað fest milli hinna innbornu og þeirra, sem ekki eiga tunguna að móðurmáli, og myndu víst fáir telja slíkt æski- legt. Að minnsta kosti hentar ekki að nefna vígorS eins og jafnrétti og bræðralag í sömu andránni. Þetta á enn frekar við stofnensku en eigin- legar þjóðtungur, því að hvaða Eng- lendingur myndi vilja eyða tíma í það dð hugsa upo „rétra'; leið til misþyrmingar á móðurmáli sínu, þótt hann ætti tal við úlendinga? Það er því ástæða til þess að ætla, að hugmynd um þjóðtungu sem al þjóðamál geti aldrei náð fram að ganga Tökum til dæmis mál tvcíggja mestu stórvelda heims, sem nú eru, ensku og rússnesku. Er líklegt, að Rússar séu ginnkeyptir fyrir upptöku ensku sem alþjóðamáls eða Banda- ríkjamenn og Bretar fyrir upptöku rússnesku? Það hlýtur að teljast ólík legt, og þarf ekkert kalt stríð til. Fáar þjóðir mun fýsa að leggja nið- ur móðurmál sitt, sem er einn veiga- mestur þáttur í menningu hverrar þjóðar. Verði þjóðtunga tekin upp sem alþjóðlegt hjálparmál, er hætt við því, að menning sú, sem sú tung- an er hluti af, myndi þrengja sér all- víða inn og útrýma mörgu því, sem þjóðlegt er og gamalt og gilt. Er þá sennilegt, að mörgum kotbóndanum þætti þröngt fyrir dyrum. Slík menn- ingarbarátta hefur sem kunnugt er verið ofarlega á baugi á fslandi nú á dögum hermannasjónvarps. Því verður þannig naumast neit- að< að upptaka einhverrar þjóðtungu sem alþjóðamáls myndi fela í sér hið mesta misrétti. Á slíkt yrði aldrei fallizt, meðan þjóðarmetnaður og sjálfsvirðing þjóða er við lýði. Auk þess gæti slík lausn naumast orðið til frambúðar, þvi að hver sú þjóð, sem hæst ber í valdabaráttu á jörðu hverju sinni, myndi auðvitað telja sína tungu sjálfkjörna til þess að taka við forystuhlutverki. Því virðist þessi möguleiki næsta ólíklegur til framgangs. Flestir munu viðurkenna, að ástand það, sem nú ríkir í þessum efnum, er ekki æskilegt, og mætti raunar kallast ófremdarástand. Sakir þess er miklum fjármunum á glæ kastað, margs konar misskilningur skapazt og óþægindi og vafstur af ýmsu tagi. Ekki virðist líklegt, að lausn fáist' í náinni framtíð. En samt skulum við leitast til að svara stuttlega þeirri spurningu, hvort hugsanlegt sé, að tilbúið tungumál geti leyst þennan vanda. Þegar tilbúin tungumál eru á dag- skrá, er sjálfsagt að fjalla um esper- anto, því að það hefur hlotið lang- mesta útbreiðslu slíkra mála. Hér er ekki tækifæri til neins samanburðar, en ugglaust eiga önnur alþjóðamál um margt sammerkt.við esperanto, enda sum beint af því komin. Kjarni esperantos er vissir orð- stofnar, nálægt tveimur tugum þús- unda að tölu. Eru þá orð í tækni- og vísindamáli talin með. Nær allir orðstofnar í esperanto eru komnir úr Evrópumálum, og mjög margir þeirra eru alþjóðlegir, eiga rót sína að rekja til grísku og einkum latínu, sem svo mjög hefur sett sinn svip á tungumál Norðurálfu. Talið er, að rösklega 60% af orðstofnum í espe- ranto séu runnin af rómönskum mál- um og heldur meira af afganginum af slavneskum en af germöskum stofni. Orðstofnarnir eru kjarni málsins, en 4000 slíkir duga til daglegrar notk unar. Líta má á orðstofnana sem hráefni, sem málið sjálft er unnið úr. Tíu forskeyti og þrjátíu viðskeyti eru I málinu, og unnt er að tengja einhver þeirra við alla orðstofna, svo að fram koma nýjar merkingar, ný orð. Þekking á þessum forskeytum og viðskeytum er þannig lykillinn að esperanto, ef svo mætti segja. Sá lyk- ill er allra meðfæri, og það eykur á notagildi hans, að málfræði í espe- ranto byggist á þeirri meginreglu, að engar undantekningar séu til frá hin um ýmsu reglum. Hver orðflokkur, hver mynd sagna og svo framvegis er ávallt táknað á hinn sama hátt: allar endingar eru reglulegar. Hið sama má segja um framburð, hver stafur er ávallt borinn fram á sama hátt, áherzla ævinlega á sama stað. Þann ig mætti lengi telja, og það kemur á daginn, að mestöll sú málfræði, sem menn þurfa á að halda í espe- ranto, kæmist fyrir á bréfspjaldi (sjá ramma). Unnt er að mynda fjölda orða upp úr einum einasta orðstofni með því að beita þeim reglum, sem gefnar eru. Tökum til dæmis stofninn patr í orðinu patro: faðir. Við getum búið til orð eins og patrino (móðir, bo- patro (tengdafaðir), bopatrino, (tengdamóðir), gepatroj (foreldri), prapatro (forfaðir), patra (föðurleg- ur), patre (föðurlega), pacjo (pabbi). Til þess að' búa til fleirtölu og koma fram þolfalli þarf einungis að bæta við stöfunum j og n. Af þessu leið- ir, að orðaforði sá, sem nauðsynlegur er til fullkomins valds á esperanto, er ótrúlega lítill, en að sjálfsögðu er það grundvallarskilyrði að kunna málfræði og 511 hjálparorð, sem svo mætti kalla, út í yztu æsar. Þess verð- ur og að geta, að í esperanto eru engin orðtök eða föst orðatiltæki, sem læra þarf sérstaklega til þess að fá botn í merkinguna. Hljómfegurð er afstætt hugtak, sem erfitt er að fella dóm um, en fram- burður í esperanto hlýtur að kallast skýr, hver stafur er borinn fram og lítil hætta á misheyrnum. Esperanto kvað líkjast ítölsku mjög á að hlýða, en ítalska er af ýmsum talin hljóm- fegursta tungumál. En vitaskuld á það við þetta efni sem önnur, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Enn fremur má telja esperanto það til kosta, að ekkert djúp er staðfest milli framburðar og stafsetningar: öll orð eru borin fram eins og þau eru skrif- uð. Hér hefur verið fjallað nokkuð um uppbyggingu esperantos, og má vera, að sumum lesendum þyki þetta ein- hliða lofgerð. En hverjar eru þá þær mótbárur, sem fram hafa kom- ið gegn esperanto? Fyrst af öllu ber að nefna þá, að tilbúin mál séu dauða dæmd til aðþjóðlegrar notkunar. Á það vitaskuld einnig við önnur „plan- mál" en esperanto. Því er haldið fram að á þessum málum sé of^ mikill gerviblær, enginn hugsi i rauninnl á þeim, því að engin „esperantista- þjóð" eða neitt þvíumlikt sé til, þau skorti öll blæbrigði til nákvæmrar túlkunar, þau séu leiðinlega einræn í byggingu o.s.frv. Nokkuð mun hæft í blæbrigðaröksemdinni. Orðin mal- bona í esperanto getum við íslend- ingar þýtt sem illur, slæmur, vondur eða ógóður, eftir því sem við á, bg vissulega er merkingarmunur til stað- ar, þótt lítill sé. En þá er því tll að svara, að esperanto er á engan hátt beint gegn þjóðtungum — esper antistar stefna ekki að því að út- rýma neinu tungumáli, og það dregur á engan hátt úr gildi esperantos sem alþjóðamáls, þótt hin margslungnustu bókmenntaverk, sem rituð eru á þjó8 tungunum, komist í sumum tilvik- um ekki fullkomlega til skila á því. Þess verður þó að geta, að þeir, sem leiknir eru í því að tjá sig á espe- ranto, geta orðað sama hlutinn á marga vegu, og engar fastskorðaðar reglur eru um orðaröð utan þeirra, sem nauðsynlegar eru til þess að mál verði ekki tvírætt. Og prófessor nokk- ur í Oxford kvað hafa sagt um Ham- letþýðingu dr. Zamenhofs, að hann vissi enga, er tæki henni fram. Enn fremur hefur esperanto verið fundið til foráttu, að val og upp- bygging orðaforðans hafi ekki tekizt sem skyldi, gengið sé fram hjá ýms- T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 823

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.