Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Page 8
v um, þekktum alþjóðlegum orðastofa- um og aðrir minna kunnir teknir í staðinn. Þá er því haldið fram, að þolfall sé notað úr hófi, og enn frem- ur hefur mjög verið deilt á notkun tvíbrodds (cirkumflex) og boga yfir orðum, en þannig eru m.a. myndaðir nokkrir stafir, sem ekki eru til í öðrum málum. Enn fremur skapar þetta erfiðleika við prentun á espe- rantotextum, þar eð litið er am tví brodd í flestum tungumálum nema frönsku. Þá er sagt, að áherzla á sum um orðum verði ekki eðlileg, og einn- ig hefur sú röksemd komizt á kreik, sem naumast er þung á metunum, að vegna endinga, forskeyta og við- skeyta sé esperanto óskiljanlegt þeim, sem ekki hefur lagt stund á málið sérstaklega. Loks má geta þ'ess, að esperanto er í eðli sínu evrópskt mál og auðnumdast þeim, sem eiga rómanskar tungur að móðurmáli. Orðaforði þess kemur Kínverjum, svo að dæmi sé tekið, spánskt fyrir sjón- ir, og hinn „alþjóðlegi11 orðaforði fer fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Hitt er annað mál, að þessi vandi virðist torleystur, og sakir einfald- leika síns er esperanto ugglaust auð- lærðast þeirra mála, sem byggja á evrópskum orðaforða. Esperantistar gerðu sé í upphafi suma þessara galla ljósa, og Zamen- hof sjálfur gerði breytingartillögur, eins og áður er getið. En hrein- tungumenn hafa jafnan haft yfirhönd innan esperantistahreyfingarinnar, og á alþjóðaráðstefnu árið 1905 sam- þykktu þeir að leggja þrjú fyrstu esperantorit dr. Zamenhofs til grund vallar málinu. Þó hefur esperanto þróazt nokkuð og ýmsar minni hátt- ar breytingar orðið í málinu. Þessi þróun mála olli brátt óánægju meðal ýmissa esperantista. Strax fyrir aldamót var haldin ráð- stefna til þess að fjalla um breyting- ar, m.a. var lagt til, að tvíbroddur yrði lagður niður. Alger klofning varð svo í esperantistahreyfingunni árið 1907, eins og áður getur, er ido kom fram á sjónarsviðið, en forsvarsmenn þess tungumáls töldu, að þeir hefðu ráðið bót á göllum esperantos. En þó er talið hæpið, að sumar breyt- inganna hafi verið til bóta, og raun- ar pr hægt að finna röksemdir þeim atriðum til stuðnings, sem esperanto eru fundin til foráttu. Tvíbroddurinn er til að mynda í samræmi við þá ágætu meginreglu, að hvert eitt hljóð sé táknað með einum staf. Þannig er unnt að þrátta endalaust um hina einstöku alþjóðlegu hjálpar- mál. En það er hugmyndin, sem að baki þeim liggur, er mestu máli skipt ir. Vísindalega uppbyggt alþjóðlegt hjálparmál, óbundið af þjóðerni, auð lært og eins einfalt í uppbyggingu og hugsazt getur, ætti að eiga fram- Framhald á 838. WaSsíðu. ■ t ‘ * i . Málfræðiatriðí 'úr esperanto Hér að neðan eru sett upp ýmis málfræðiatriði í esperanto, en þar kemur áþreifanlega f ljós eitf atriði, sem hamlað hefur framgangi epserantos: tvíbroddur (circumflex) og bogi yfir staf fyrirfinnst ekki í prentsmiðjunni, þar sem þetta er prentað. Nú eru fimm bókstafir I esperanto myndaðir á þann hátt, að tví- broddur er settur yfir venjulegan bókstaf (c, g, h, j, s). Grípum við til þess neyðarúrræðis að tákna tvíbroddsbókstafina með því að setja punkt á eftir þeim stöfum, sem tvíbroddurinn á réttu lagi að koma yfir. Á sama hátt er stafurinn u með hringboga yfir táknaður með u-i, sem punktur fylgir eftir. Tafla þessi er að meginstofni tekin úr bókinni Alþjóðamál og mál- leysur eftir Þórberg Þórðarson. Stafrófið: a, b, c, c., d, e, f, g, g., h, h., i, j, j., k, 1, m, n, o, p, r, s, s., t, u, u., v, z. Framburður: c=ts, c.=ts., g.=dj., h.=h í hvítur í Rangárvallasýslu, j.=zj s.=sih í shall á ensku, u.=stutt ú, z=s í is á ensku, i=í, g=g í garður, k=k í kaldur, u=ú. Allir hinir stafirnir eru bornir fram eins og í íslenzku í upphafi orða. Áherzlan er á næstsíðustu samstöfu. Greinirinn er aðeins ákveðinn og ávallt eins: la : la skribo skriftin, la skriboj skriftirnar. Þágufall er táknað með al : al skribo, og eignarfall með de : de skribo. ENDINGAR —o : nafnorð —j : fleirtala —n : þolfall —a : lýsingarorð —e : atviksorð —i : nafnháttur sagna —as : framsöguháttur nútíðar —is : framsöguháttur þátíðar —il : áhald —in : kvenkyn —ind : verður —ing : hlutur, sem e-u er stungið i —ism : kenning, stefna —ist : aðalstarf einhvers —nj : gælunafn á kvenmanni —obl : hve oft —on : hluti af heild —op : í einu —uj : það, sem inniheldur —ul : persóna, vera —um : óá'kveðið VIÐSKEYTI —ac. : lítilfjörlegur —ad : áframhaldandi —aj : hlutkenndur —an : íbúi, áhangandi —ar : samsafn —c.i : gælunafn á karlmanni —ebl : möguleiki —ec : hlutlaus hugmynd —eg : mikil stækkun —ej : staður —em : tilhneiging —end : það, sem ber að gera —er i eining úr heild —estr : foringi, yfirmaður —et : mikil smækkun —id : afkvæmi —ig : að koma í ástand skribo 6krift skriboj skriftir 4 skribon skrift skriba skriflegur skribe skriflega skribi skrifa skribas skrifar skribis skrifaði bori bora, borilo bor viro karlmaður, virino kvenmaður ami elska, aminda elskuverður plumo penni, plumejo pennaskaft spirito andi, spiritismo andatrú maro sjór, maristo sjómaður Mario Maria, Manjo Maja tri þrír, trioble þrisvar kvar fjórir, kvarono fjórðungur kvin fimm, kvinope fimm í einu inko blek, inkujo blekbytta ric.a ríkur, ric.ulo auðmaður plena fullur, plenumi uppfylla domo hús, domac.o hreysi pafo skot, pafado skothríð amiko vinur, amikaj.o vináttu- merki urbo borg, urbano borgarbúi arbo tré, arbaro skógur . Petro Pétur, Pec.jo Pési vidi sjá, videbla sýnilegur amiko vinur, amikeco vinátta varma heitur, varmega afar heitur lerni læra, lernejo skóli mensogi ljúga, mensogema lyginn fari gera, farenda sem gera ber mono peningar, monero peningur s.ipo skip, s.ipestro skipstjóri lago stöðuvatn, lageto tjörn hundo hundur, hundido hvolpur morta dauður, mortigi drepa Framhald á bls. 831. 824 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.