Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 9
 Lundinn litast um uppi á klettanöf. Ljósmynd: Grétar Eiríksson Prúðbúum próf asturinn og krímugur kolapiltur Blessaður prófasturinn er svo gróinn við gamlar venjur, að hann heldur fast við' moldarhíbýli sin, þótt nafnar hans séu fyrir löngu komnir í steinhús og fari kannski bráðum að búa í plasthúsum. Hann tekur ekki í mál að ala ung- viði upp með annað þak yfir höfð- inu en gróna torfu. En hann kann líka að búa snyrti lega innan moldarveggja. Það kvað stundum hafa komið kusk á hempuna kirkjuhöfðingjanna, þeg ar þeir stauluðust f ram dimm göng in á prestsetrinu, og maddaman mátti vera á verði að dusta af öxlinni á þeim. En að það sjái agnarvitund á prófastinum okkar — það er af og frá. Hann spað- jarkar á góðviðrisdögum í hlað- varpanum með bringuna drifhvíta eins og lín, sem þvegið hefur ver- ið upp úr indælis þvottalegi frá sápuverksmiðjunni Frigg, einna helzt í þvottavél sunnan úr Hafn- arfirði. Og enginn reigir norður hér hærra og skrautlegra kónga- nef yfir svo tandurhreina brihgu, dregið hárauðum sveigum á milli hvítra randa. Við tökum Iotning- arfyllst ofan eins óg við gerum alltaf, þegar við stöndum and- spænis höfðingjum og minnumst þess um leið að fyrr hafa sézt prófastar, er voru dálítið rauðleit- ir um nefið. Það var eitt með öðru, sem stundum gerði þá virðulega. Nú er"það þekkt saga, að sum- ir gömlu kennimannanna héldu sig ekki allar stundir heima við kúruna sína. Sumir voru afbragðs- formenn á vertíðum .Það held ég, að hann séra Oddur í Grinda- vík kynni að stýra báti, enda kom það að góðu haldi, þegar hann rændi stórbóndadótturinni í Höfn- unum. Og prófasturinn okkar er líka gefinn fyrir sjóinn og kann á því full skil, hvílík matarkista hann er. Og þó að hann dorgi stundum uppi við land, þá veit hann ein3 og Frakkinn forðum af þeim gráa, sem er utar. Einmitt um "þetta leyti árs fer hann að hyggja til ferðar á djúp- miðin. Og með því að það er hygginna háttur að haga búnaði eftir ástæðum, þá leggur hann af nokkuð af skarti sínu, áður en hann heldur í slark á rúmsjó. Það er ekki missýning, að nefið er orðið eins og dálítið lægra og lit- irnir á því 11" svert daufari en þeir voru í sumar. Og sem ég lifandi maður þá er hahn orðinn eins og krímugur kringum augun. Þaðan er komin ,sú hótfyndni, sem kvað hafa tíðkazt í Vestmannaeyjum, að kalla hann á stundum kolapilt, En sú niðrandi nafngift var auð- vitað fundin" upp áður en fólkið þar tók að lauga af sér sædrifið í menningarlind setuliðssjónvarps- ins. Þess vegna væntum við, að senn verði jafnan talað um prófast inn, en kolapiltur ekki nefndur framar. 1 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 825

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.