Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 10
DAGENHA1V8-A: HULDUMÁLARINN Mér er enn í fersku minni dular- fullt atvik í fæðingarborg minni, Se- villa. Þar bjó hinn frægi málari, Múr- illó. Þetta gerðist í húsi hans, þar sem ég og nokkrir aðrir ungir menn lærðu málaralist. Einn morgun var ég á gangi um stræti Sevillaborgar. Meðfram stræt- inu voru trjáraðir. Sums staðar skög- uðu efri hæðir húsanna út yfir trjá- röðina. í gegnum trjágöng sá ég inn í aldingarð, og þaðan lagði ilm af blómum og ávöxlum á móti mér. Um þessi trjágöng lá leiðin að kennslu- stofu minni. Ég gekk inn í trjágöng- in. Trén urðu smátt og smátt hærri. Og nú var ég kominn inn í garðinn. Hægra megin stóð gamall múrveggur. Hann. var byggður utan um brunn- inn, sem neyzluvatnið var tekið úr. Stígur lá að brunninum, og gamall, svartur þræll var að sópa hann. Ég heilsaði, en fékk ekxert svar. „Góðan dag, Jóhann,“ endurtók ég. Nú leit hann upp, og svarta and- litið raunamædda bar vott um góð- leik: „Góðan dag, ungi herra.“ Mér hnykkti við sem snöggvast. Andlit hans var nákvæm spegilmynd af öðru andliti, sem ég hafði séð. En ég áttaði mig strax. Það var svo líkt andliti .Sebastians, negradrengsins, sem blandaði litina fyrir okkur í vinnustofunni. Og það var ekki undarlegt. Jóhann var faðir hans. Sebastian, sonur hans, var þar af leiðandi fæddur þræll. Ég gekk fram hjá þessum gamla góða manni og inn í stórt og bjart herbergi. Það var vinnustofan okkar. Þar voru myndir, teikningar og mál- verk á veggjum og vinnuborðum. Múr illó, meistarinn okkar, kenndi okkur þarna, unglingunum, að teikna og mála. Ég gekk rakleitt að vinnuborði mínu. Á léreftinu var málverk í smíð- um. Það voru tveir Sígaunar í sölu- búð. Ég lagði frá mér hatt og frakka, greip blýant og fór að teikna hús og tré á bakgrunni myndarinnar. Hin skerandi rödd Sanna, skólafé- laga míns, rauf nú allt í einu þögn- ina: „Hvað er þetta Mendez? Hefur þú teiknað á vegginn? Komdu, sjáðu." Ég gekk til hans, þar sem hann W hinum megin í salnum. Hann benti með fingrinum á vegginn. Þar var mynd af litlunc manni á hlaup- um. Hann dansaði næstum i veggn- um. „Hefur þú gert þetta, Mendez?" spurði hann aftur. „Þú ert oft snemma á fótum. Þú kemur oft hing- að fyrstur á morgnana.“ „Nei, ég hef ekki teikna'ð þetta,“ svaraði ég. „Þetta er heldur ekki minn stíll. Strikin eru ákveðnari og þó fíngerðari en hjá mér.“ „Ætli Pétur hafi gert það,“ spurði Sanni. „Ef til vill, ef til vill,“ svaraði ég. „Við skulum bera litla krílið á veggn um saman við eitthvað af hans verk- um.“ Það var hópur af litlum verum á miðri myndinni hans nýju. Litli mað- urinn á veggnum líktist þeim. Fæt- urnir og húfan líktist fótum pg húfu á > lérefti Péturs, og vangasvipurinn er næstum eins og vangasvipur á einni myndinni hans. Við Sanni rannsökuðum og bárum saman. Allt í einu heyrðum við Ró- bert hrópa: „Sanni og Mendez, kómið þið hing- að og lítið á léreftið mitt. Á auða hlutanum, þar sem ekki var búið að mála áður, er mynd af ofurlitlum fíngerðum engli.“ Við gengum yfir að vinnuborði Ró- berts. Hann stóð þar, og svipur hans bar vitni um undrun og gleði: „Sjáið vængina svona fagurlega hvelfda," hvíslaði hann. „Þetta er sannarlega ekki mitt verk. Ég get ekki.. Við störðum allir saman á engilinn litla, og ég fór í huganum að bera saman við mannkrílið á veggnum. En þá ómaði enn undrunaróp um salinn. Þegar ópið var dáið út heyrði ég rödd Alfons, sem sagði: „Það er líka mynd á mínu lérefti, herra. Það eru daufar útlínur að mynd af sjálfri guðsmóður.“ Það var ys í salnum og síðan ein- kennileg þögn. Við snerum okkur við. Múrilló, meistarinn, kennarinn okk- ar, var kominn inn. Allir nemendurn- ir hópuðust kringum hann fyrir fram an léreft Alfons. Eftir nokkur augna blik spurði kennarinn ströngum rómi: „Herrar mínir, hvað er þetta?“ Hann var auðsjáanlega reiður mjög. Ég fór að skjálfa. Ég skotraði aug- unum til Péturs, en hann var jafn- alvarlegur á svip og hann var vanur. „Hvað er þetta?“ spurði meistarinn aftur. „Hver ykkar gerir þessar glett- ur hér í kennslustofunni hvað eftir annað? Fyrir nokkrum vikum var ég búinn að banna þetta með öllu.“ Og nú hrópaði hann: „Hver ykkar leik- ur sér að því að skemma léreftið og veggina? Hver ykkar er það?“ Það var dauðaþögn, næstum kvelj- andi þögn. Eftir nokkur augnablik hrópaði Múrillo aftur: „Ég skal standa ykkur að verki. Ég ætla mér að standa ykkur að verki. Sebastian, komdu hingað til min.“ Negradrengurinn, sem blandaði lit- ina fyrir okkur, kom nú til okkar úr hinum enda stofunnar. Hann var með svart, hrokkið hár, stór, brún augu, og mildur og raunalegur var hann á svipinn eins og gamli þræll- inn, faðir hans. „Hlustaðu á mig, drengur." skip- aði hinn reiði meistari. „Þú átt að vera í skólastofunni í alla nótt. Heyr- irðu það, vera hér.( Og ef einhver kemur — ja, aðeins rekur nefið inn — fyrir klukkan átta í fyrramálið, þá áttu að segja mér það. Hefurðu skilið mig? Hlýddu! Annars færðu að kenna á svipunni — tuttugu og fimm svipuhögg." Eftir þessa stormhviðu varð löng þögn í stofunni. Við nemendurnir máluðum og teiknuðum og virtum nákvæmlega fyrir okkur línurnar á léreftinu. Meistarinn gekk frá einu vinnuborðinu til annars og hjálpaði hverjum einstökum. Ég stóð fyrir framan léreftið og hamaðist við vinn una. Sitt hvorum megin við mig 'voru vinnuborð þeirra Sanna og Péturs. Þegar liðin var um það bil ein klukkustund, var Múrilló staddur í hinum enda salarins. Hann var að hjálpa nýjum nemanda, mjög ung- um. Ég hvíslaði að Sanna: „Hefurðu tekið eftir Pétri? Allan þennan tíma hafa engin svipbrigði sést á andliti hans.“ Við litum á félaga okkar. Hann málaði og málaði. Það hefði mátt ætla, að ekkert óvenjulegt hefði gerzt. „Já, þarna er Pétri rétt lýst,“ hvísl- aði Sanni. „Aldrei sést á honum, hvað inni fyrir býr. Meistarinn getur aldr- ei staðið hann að verki.“ „En skyldi hann vera sökudólgur- inn?“ spurði ég. „Ef til vill, ef til vill ekki,“ rumdi Sanni og fór aftur að athuga uppkastjð á léreftinu. Ég var ekki ánægður með teikning- una af Sígaununum. Þeir vildu ekki losna frá léreftinu. „Færðu mér gula litinn," kallaði ég til Sebastians, „og komdu og líttu á myndina mína.“ Drengurinn kom. Hann staðnæmd- ist hálfa mínútu fyrir framan léreft ið og sagði svo: „Herra, er þessi partur ekki of áberandi? Línurnar á bakgrunninum þurfa að vera fínar, er ekki svo?“ „Þakka þér fyrir, Sebastian," sagði ég. Hann leit á mig brosandi, og svip- urinn var fullur ástúðar. Svo sneri 826 T Í M I N N — 8UNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.