Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 13
ar héraðsstefnur hljóta að hafa vak- íð. En Svo vís sem hún er, mun hitt þó enn vissara, aö allt það umstang hefur ýft sár þeirra, er næstir stóðu, og magnað sviðann. Má geta sér þess til, hversu þessu hefur verið farið, meðan málið var enn í höndum hér- aðsdómarans, því að þrettán vetrum síðar minnir Egill Gíslason á Mið- grund Halldór á Reynistað á málið, og fremur kuldalega, þó að gefið til- efni væri. Egill segir~í bréfi til Vig- fúsar Schevings: „Hér að auki bað hann (þ.e. Halldór) mig bréflega með öðrum fleiri að ríða í mannaleitina vorið 1781. Lagði ég mér til hesta og mat að öllu Ieyti og var viku burtu, og þar eð sláttur yfir stóð, hlaut ég að taka kaupamann jafn- lengi, hverjum ég galt 1 rd., en fyrir það hef ég engan betaling fengið." Ekki er líklegt, að þetta hafi verið hið eiria sinn, sem þau sár voru ýfð, svo að undan sviði. Loks er svo þáttur Jóns Austmanns. Hluti af lokaferli hans varð óumdeil anlega rakinn, enda leikur það ekki a tveim tungum, að hann komst þeirra félaga lengst norður á bóg- inn. Um hann varð að vísu hljótt í öllu því umróti, sem líkamálið olli. En hjá því varð ekki komizt, að hann minnti á sig. II. Um Jón Austmann er fátt vitað með vissu. Þeim Espólín og Gísla Kónráðssyni ber saman um það, að hann hafi verið Þorvaldsson. En séra Einar Jónsson, prófastur á Hofi, segir, að hann hafi verið Þorvarðsson Jónssonar, bónda í Ekkjufelli 1734. En Benedikt Gíslason frá Hofteigi telur líklegra, að hann hafi verið sonur Þorvarðs Árnasonar, bónda á Hnjóti í Hjaltastaðarþinghá, Kolbeins- sonar. Árni Kolbeinsson bjó í Dölum lí Hjaltastaðarþfcighá 1703. Sýnir manntalið, að sonur hans, Þorvarður hefur fæðzt 1701, og fellur það vel við aldur Jóns Austmanns, sem mun hafa fæðzt nálægt 1740. Benedikt færir mjög sterk rök að þessu for- eldri Jóns Austmanns, þó þau verði ekki rakin hér frekar. Hitt er víst. að þeim séra Einari og Benedikt ber að fullu saman um kvonfang Jóns og afkomendur. Hann átti þá konu, er Ól öf hét Ormsdóttir, bónda í Gröf í Eiða þinghá, Gissurarsonar, bónda á Foss- völlum 1763. Ólöf var fædd 1743 samkvæmt aldursákvörðun 1816. Þá var hún til heimilis á Barðastöðum í Loðmundarfirði og talin vera 73 ára. Benda þau .ártöl, sem kunn eru úr ævi hennar, til þess að það muni rétt vera. Þau Ólöf og Jón eignuðust þrjú börn, er til aldurs komust: Herdísi, Orm og Vilborgu. Var Herdís þeirra elzt, fædd á ^Hafrafelli í Fellum um 1764. Hin munu fædd á Galtastöðum ytri. Var Vilborg þeirra yngst, fædd 1773. 011 juku þau kyn sltt og eiga Borgin við sfðasta gististað Reynistaðarmanna á Kjalvegi. -Liósmyndir: Óskar Sigvaldason. margt afkomenda, einkum um Austur land. Flestir niðjar Vilborgar bárust vestur um haf, en hún átti margt barna. Eins og áður segir má telja nokkuð öruggt, að Jón hafi fæðzt nálægt 1740 og því verið um fertugt, er hann lézt. Þ«u hjón muflu hafa búið við þröngan kost, enda við nokkra 6- megð. Munu þeim hafa fæðzt fleiri börn, þótt þau næðu ekki þroska. Óvíst er, hvar þau dvöldust nokkur af samvistarárunum að öðru en því, að nokkur ár bjuggu þau á Galta- stöðum ytri. En sjálfsmennsku sina munu þau hafið í Hafrafelli, þótt óvíst sé, hversu dvölin þar entist þeim. Allt virðist benda til þess, að þau hjón hafi slitið samvistum skömmu eftir að Vilborg fæddist, hafi skiln- aðurinn beðið eftir því. Þótt víst megi telja, að þau hafi verið fátæk, munu engin gögn tiltæk nú, er sanni, að skilnaður þeirra verði rakinn til þeirra róta einna. En nokkru virðist Jóni hafa þótt varða um skilnaðinn, að leita um svo langan veg frá yfir- gefinni eiginkonu, trúlegast eigna- lausri, og þrem börnum í ómegð. Bendir það hátterni við konuna og börnin hvorki til drengskapar né göfgi. Benedikt Gíslason hefur bent á, að hugsanleg'sé sú ástæða til þess, að Jón leitar til Reynistaðar, að þeir Halldór Bjarnason áttu til nokkurrar frændsemi að telja, þótt alllangt væri á milli. Þótt það megi telja trúlega til getið, er nokkuð víst, að þar hafa önnur og dýpri rök legið til. En til þeirra verður ekki freistað að grafa hér. Þótt þá Benedikt og Einar greini á um foreldri Jóns, svo sem að fram- an er greint, virðist þurfa nokkuð mikils við að ósanna þá staðhæfingu Enn sér þess glögg merki, hvaða atburðir gerðust þarna fyrir nálega tvö hundruð árum. Veðruð bein liggia þar i hrúgum og munu enn standast tímans tönn um langan. aldur. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 829

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.