Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 14
þeirra, að faðir þessara systkina sé sá Jón Austmann, sem helveginn tróð, ásamt með þeim Reynistaðar- bræð'rum, Allar sagnir, sem af honum hafa borizt, benda til þess, að honuin hafi verið margt vel gefið. Hann virðist hafa verið karlmenni til afls og áræðis og ófyrirlátssamur, við hvern sem var að eiga. Gísli Konráðs- son segir um hann: „Jón Austmann var mikill fyrir sér, karlmenni mikið, skapharður og óvæginn. Er talið, að hann bætti lítið fyrir kotungum og klausturlandsetum sumum." Hefur þessi hlutdeilni hans ekki aflað honum vinsælda meðal þessara skjól- stæðinga beirra Reynistaðahjóna. Sé ættfærsla Benedikts rétt, var Jón af hinni þrekmiklu Njarðvíkur- ætt. Það er víst, að mjög hefur karl- mennska fylgt niðjum Orms Jónsson- ar, sem löngum var kenndur við Sauð haga á Héraði. Þar bjó hann lengst. Voru synir hans afrenndir að afli. Hefur karlmennska og ratvísi verið kynfylgja þessa ættstofns allt fram á þennan dag. Þær sagnir lifðu í Skagafirði fram á unglingsár mín, að Jón hefði kvenhollur verið og dá- læti Ragnheiðar á Reynístað hefði að nokkru verið til annarra róta rakið en atorku hans einnar og ráð- sniildar, og þo að þeim kostum hans fullmetnum. En hvað sem því líður er víst, að Jón átti fullan trúnað þeirra Reynistaðarhjóna, og þó fyrst og fremst hennar, því að allar sagnir hníga í þá átt, að hún hafi borið mjög af Halldóri um skörungsskap og hugrekki. Jón virðist hafa komið við sögu þeirrar skattheimtu, sem þau Reyni- staðarhjón áttu yfir að ráSa af hendi landseta klaustursins. Benda hin til- færðu ummæli Gísla til þess, að honum hafi ekki verið hugstæðir linkindarhættir, þegar landsetar áttu í hlut. Gat sú andúð, sem Gísli gefur í skyn, átt rætur að rekja til hvors tveggja: Sárinda undan harðdrægni og öfund yfir trúnaðinum. Enn má benda á það, sem mikilvægast var: Þau Reynistaðarhjón gera hann að heiman sem aðalstuðningsmann Bjarna sonar þeirra, við fjárkaupin. Bjarni var að vísu nálægt tvítugu, en trauðla fullþroska, enda óreyndur til allra þeirra stórræða, sem þeim félögum voru fengin til úrlausnar. Allt bendir til þess, að Jóni hafi verið nauðugt að hvika frá settu marki. Dirfska hans hefur verið færð honum til ámælis. Ekki verður því neitað, að þar var teflt djarft. En sé betur að gáð, liggur orsökin til þess, að hann tapaði þessari djörfu skák, í því, að hann hvíldi féð tveim dögum of lengi í Hrunamannahreppi. Svo skammt var þar milli feigs og ófeigs. En um það virðist sögnum bera saman, að kapp Jóns hafi mestu ráðið um það, að lagt var á fjöllin/ Og loks má benda á að það,. sem rakið varð af slóð Jóns siðasta spölinn bendir ótvírætt i þá átt, að honum hafi þá hvorki brugðizt hugrekkið né ratvísin. Gísli Konráðsson tilfærir þessa sögu til áréttingar þeirri ásökun hans í garð Jóns er áður greinir: „Þá bjó að Hryggjum Jón sterki Þorsteinsson . . . höfðu þeir lang- feðgar verið hin mestu hraustmenni og flestir búið á Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Jón á Hryggjum átti ó- megð og mátti fátækan kalla. Lagði Jón Austmann það eitt sinn til, að Jóni væri byggt út af Hryggjum, kallaði vangoldna landskuld og bæri það á hann. Jón á Hryggjum bauð Austmanni í krók. En það er sagt, að Austmann byði Jóni að glíma. En fyrir því, að Ragnheiður, kona Hall- dórs, var við, fórst það fyrir, að þeir reyndu með sér, fyrir innilegan bænastað hennar, því illt ætlaði hún af leiða, ef þeir ættust við. Var Jón á Hryggjum þó jafnan spaklyndur kallaður, nema hann væri mjö'g ertur. Ei varð heldur af því, að Jóni væri út byggt, en ærin óvild var síðan með þeim nöfnum." Ekki virðist ástæða til að vefengja þessa sögu Gísla. Hryggir voru nytja- rýrt fjallakot, sem gaf fátækum ó- magamanni fárra kosta völ. Það er því líklegt, að sök sú, er Austmann bar á nafna sinn, hafi átt við rök að styðjast. En tillaga hans um útbygg- inguna bendir til harðdrægni af hans hendi, þegar hann sat í skjóli þeirra Reynistaðarhjóna. Gæti verið, aS oft- ar hafi það hent, að „hann bætti lítið fyrir kotungum og klausturland- setum sumum," svo sem áður segir. Trúlegt er því, þótt Jón ætti svo ríkan trúnað þeirra Reynistaðarhjóna sem raun gaf vitni, hafi hann lítt orðið harmdauði landsetum þeirra, ef hann kom þar einn til álita. Sumurin 1902 og 1903 var ég sam- tíða konu, er Sigurþjörg hét, Skúla- dóttir, bónda á Ögmundarstöðum, Bergþórssonar. Hún fæddist á Ögmundarstö'ðum 1820 og ólst þar upp til þroskaaldurs og/JSví í "næsta nágfenni við þetta sögusvið og að sjálfsögðu með fólki, sem lifði þessa atburði. Frá henni andaði mjög kalt í garð Jóns Austmanns. Virðist mér nú, að sá kali hafi verið arfur um- hverfisins, sem gamla Sigurbjörg flutti með sér til leiðarloka. En hvað sem því líður, eru þau allt annað en hlýleg, eftirmæli Jóns á Hryggjum, þau er hann mælti, að sögn Gísla Konráðssonar, þegar Ragnheiður á Reynistað spurði, hvað hann hyggði um menn sína. Svaraði hann því: „Eígi veit ég það, en það hygg ég, að Jón Austmann sé kominn til and skotans." Það bendir því margt til, að Jón Austmann hafi ekki átt almennum vinsældum að fagna um Skagafjörð. En síðustu fregnirnar, sem af honum bárust sanna hugrekkið og karl- mennskuna. Reynistaðarhjón efndu til fjöl- mennrar leitar að líkum þeirra sona sinna sumarið 1781. Þótt leitarmenn • yrðu einskis vísari um afdrif þeirra, komu þeir á slóð Jóns Austmanns. Gísli Konráðsson segir: „Maður hét Jón Ólafsson frá Dúki í Sæmundar- hlíð. Hann fann hest Jóns Austmanns í kvísl þeirri er Beljandi heitir, eður í feni við hana, aðrir telja það við kvísl þá, er Þegjandi er kölluð, f alla þær báðar of an í Blöndu. Ætluðu menn, að Þar hefði Jón hleypt í hestinum, því skorið var á gjarðirn- ar og reiðtygin á þúfu skammt frá en skorið var á háls hestinum og höfði hans stungið undir bóg honum. Var hann þá svo langt kominn norður á fjöllin, að líkindi voru á, að hann fengi "náð til byggða, ef honum yrði eigi annað að meini. Hafa menn því til getið, að annað tveggja drukknaði hann í Beljandi eða Þegjandi, nema hann týndist í Blöndu, en skemmst var þaðan ofan á Bug í Húnaþingi. Varð það og síðar, að grasakona sú, er Ingibjörg hét, Bjarnadóttir frá Grófargili í Skaga- firði, fann mannshönd í bláum vettl- ingi við Blöndu. Ætluðu menn hana af Jóni Austmann — væri og fanga- mark hans í þumlinum, að því er sagt hefur verið." Um þau Jón á Dúki og Ingibjörgu á Grófargili, sem fundu þessar minjar um Jón Austmann, er fátt vitað, svo að víst sé. Jón Ólafsson bjó á Dúki am skeið — óvíst.hve lengi — og andaðist þar 1785. Óvíst mun um kvonfang hans eða afkomendur. Líku máli gegnir um Ingibjörgu á'Grófar- gili. Kirkjubækur Glaumbæjarpresta- kalls frá þessum árum eru mjög í molum. Munu enda ekki til fyrr en 1784. Ólafur Andrésson, bóndi í Vala- dal um langt skeið, var þríkvæntur. Fyrsta kona hans hét Ingibjörg Bjarnadóttir. Þau munu hafa gifzt vorið 1785. En hún lézt vorið 1788, aðeins 28 ára að aldri. Óvíst mun um ætt hertnar, er hér gæti verið um sömu konuna að ræða. Þetta mun vera eina konan með þessu nafni, sem finnanleg er þar í hinu nánasta umhverfi á þessu árabili. Þau munu ekki hafa eignazt barn, sem náði þroska. III. Þessi saga Gisla er í rauninni hið eina, sem á er að byggja um afdrif Jóns Austmanns. Espólín hefur hana að vísu, en þar er hún í engu fyllri, enda munu báðar runnar frá sömu heimildum: sögusögnum samtíðar- manna. Frásögn Gísla er að því leyti fyllri, að hún nafngreinir þá menn, er fundu þessar leifar af Jóni. 830 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.