Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 15
Hvorugur veit með vissu, hvort hest- urinn var í Þegjanda eða Beljanda. Um fenið við Beljanda þarf naumast að ræða. Slíkt fen mun þar alls ekki til. Beljandi er líka að öllu ólíklegri til að yerða hesti að meini á þennan hátt. Ólíklegt er, að hestur bjargist þar ekki upp af sjálfsdáðum, þótt svo slysalega tækist til, að hann tapaðist þar niður um ís. Til þessa er Þegjandi mun líklegri, einkum þó ef hann hefur fyllt af fannburði. Þar er allvíða fyrir hendi hætta á, að hestur lendi á svo miklu dýpi, að ofraun yrði einum manni að ná honum oipp, þótt óþre'kaður væri, en það er ólíklegt um Jón Austmann, þegar þetta óhapp henti hann. Benda má og á, að til eru fen nálægt Þegjanda, þótt ekki séu þau líkleg til að valda slíku meini. En ekki mun rétt að staðhæfa, að sú leið sé óhugs- andi. En þessa vil ég geta að lokum: ' Sigurbjörg sú, er áður var nefnd, fór á unglingsárum sínum til grasa suður í Kjalhraun. Þá var þúfan þekkt og hét bakkinn, sem hún var við, Tygjabakki. Þetta örnefni mun nú glatað. Páll Hannesson á Guð- laugsstöðum hafði heyrt það, en vissi það eitt um það, að bakkinn væri við Þegjanda. Það má því telja nokkuð víst, að við Þegjanda — eða í honum — hafi Jón orðið að ganga frá hesti sínum. En vert er að benda á þá staðreynd, að þegar þangað er komið, á þó Jón eftir það af hugrekki og dug, að hann styttir hestinum kvalastundirnar. Þurfti hann til þessa hvort tveggja: karlmennsku og dreng skap. Hann vildi firra þennan félagá sinn kvölum hinnar örvæntingarfullu en vonlausu baráttu, þegar séð varð, hversu verða vildi. Það er og athyglis- vert, ef það er rétt, sem hér er talið trúlegast, að hesturinn hafi borið beinin í Þegjanda, að þá er Jón á svo réttri leið til byggða, að á betra verður ekki kosið. Það, sem Gísli segir um hestinn, að Jón hafi „stungið höfði hans undir bóg honum," er ekki trúlegt. En kvíslin gat í vorleysingum ekið hest- inum svo til, að höfuðið lenti undir bógnum. Auk þess er ólíklegt, að Jón hafi eytt tíma og orku til að ná höfðinu af hestinum. Hann hefur haft tygihníf einan til þessa verks. Víst má telja, að Jón hafi kunnað hið forna ráð við að aflífa hest, aS „rista niður úr honum," eins og það hét á fornu máli og þekkist fram á vora daga. Sú athöfn fór fram á þann hátt að oddhvössum hníf var stungið inn með hálsliönum rétt fyrir aftan kjálkabarðið og rist niður úr í sama takinu. Skárust þá allar slagæðarnar þeim megin á hálsinum og missti hesturinn meðvitund svo fljótt, að minnstu mun hafa mtmað að imi skot væri að ræða. Svo ör «r bldðrás hestsins. En sagan um haus hestsins undir bóg hans gæti verið athyglisvert dæmi um trú þeirra, er til þekktu, á hreysti Jóns Austmanns. Loksins er svo sagan um höndina. Hún sýnir að Blanda hefur átt ráð á líki Jóns. Orðin „varð það og síðar" sanna, að höndin hefur ekki fundizt sumarið 1781. Þegar leitin var gerð, var kominn sláttur, samanber hin áður tilvitnuðu orð Egils á Miðgrund. Það sumar hefur því öllum grasa- ferðum verið lokið. En að sjálfsögðu gat þetta ekki olt- ið á mörgum sumrum. Þó er það víst, að dýraleifar, sem einu sinni ná að þorna til fulls, geta geymzt ótrúlega lengi á öræfasöndum. En hvar fannst höndin? Það verður aldrei sannað. En færa má furðusterk- ar líkur fyrir því. Það er grasakona, sem finnur hana, ekki grasafólk. Höndin finnst því á grasagöngu, enda gat höndin ekki fundizt á leið á grasafjall. Allar aðalleiðir grasafólks á leið til fjallagrasleitar á Eyvindar- staðaheiði eru alþekktar enn í dag, enda munu sömu leiðirnar hafa verið farnar öldum saman, þegar heiðin var leyst, hvert sem erindið annars var. Þær liggja ekki með Blöndu, nema mjög lítið og sízt þar, sem slíks var von. En svo hagar til á heiðinni, að um mjög fáa staði er að ræða, þar sem teljandi fjallagrös eru svo nálægt Blöndu, að hugsánlegt sé, ati grasakona komi svo nærri fjöru- borði árinnar, sé hún aðeins á göngu, að líklegt sé, að hún gæti fundið höndina. Þó er um eina mjög sér- stæða undantekningu að ræða. Hún er á svæðinu milli Ströngukvíslar og Þúfnavatnslækjar, einkum þó nálægt miðja vegu þar á milli eða litlu sunn- ar. En það vill svo einkennilega til, að einmitt á syðri hluta þessarar leiðar fer Blanda hæst með vorisana á allri Eyvindarstaðaheiði, þegar hún spyrnir þeim af sér: Það er með hreinum ólíkindum, hve hltt hún kemst þar. Er á einum stað aðeins fárra metra færi frá þessu fjöruborði í auðugar grasalendur, þótt ekki séu þær víðar þar. Þetta verður að teljast líklegasti staðurinn til þess, að áin skilaði hönd Jóns svo hátt, að hún geymdist, og jafnframt, að hún fynd- ist í slíkum ferðum. Áin hefur skipt líki Jóns, þegar hún braut af sér ísana, og skilað jakanum með hendinni þangað, sem hún náði hæst. Það verður því að telja sannað, að Jón hafi borið bein sín í Blöndu. Á annan hátt gat hún naumast náð líki hans. Virðast því mestar líkur til, að hann hafi haldið ofan með Þegjanda til Seyðisár, því að þangað fellur hann. Seyðisá hefur hann svo fylgt ofan að Blöndu. Auð- sætt er af veðurlýsingum þeirra séra Jóns i Möðrufelli og Hannesar biskups, að frost hafa ekki verið grimm þessa daga. En allt virðist benda til geysimikillar fannkomu á fjöllum. Þegar svo fellur, getur Blanda hlaðið í sig gífurlegu magni af krapi allvíða á heiðinni, meðal annars nálægt ósi Seyðisár. Getur þá oltið á nokkrum dægrum, unz hún verður sæmilega held. Ekki er ólík- legt, að Jón hafi verið staflaus. Þeir lögðu í mildu veðri úr byggð og áttu þá allar heiðar vísar snjólausar. Og „fár kann svo í fögru veðri heiman að halda, að fullbúinn sé." Er trú- legt, að Jón Austmann hafi ekki verið nein undantekning i þvl efni, nema síður væri. Svo fer löngum ákaflyndum ofurhuga. Málfræðiatriði úr esperanto Framhald af bls. 824. —ig. : að komast í ástand —os : framsögu'háttur framtíðar —us : skildagatíð —ii : boðfoáttur og óskháttur —ant : lýsingarh. germ. í nútíð —int : lýsingarh. germ. í þátíð —ont : lýsingarto. germ. í framtíð —at : lýsingarh. þolm. í nútíð —it : lýsingarh. þolm. í þátíð —ot : lýsingarh. þolm. i framtíð FOBSKEYTI bo— : tengdir dis— : sundrung ek— : upphaf, augnabliks- eks— : fyrrverandi fi— : sfcammarlegur ge— : sameining kk. og kvk. mal— : mótsetning mis— : fvkakkt, mis- pra— : frum-, for- : aftur seka þurr, sekig-i þorna skribos mun skrifa skribus myndi skrifa skribu skrifa þú, skrifi skribanta skrifandi skribinta hafandi skrit'að skribonta munandi skrifa skribata verandi skrifaður skribita hafandi verið skrifaður skribota munandi verða skrifaður patro faðir, bopatro tengdafaðir j.eti kasta, disj.eti kasta í sundur dormi sofa, ekdormi sofna, blunda pastro prestur, ekspastro UPpgj- prestur gazeto tímarit, figazeto sorprit frato bróðir, gefratoj systikin boiia góður, malbona vondur usd nota, misuzi mtsnota patro faðir, prapatro forfaöir mnú\ senda, resendi endursenda T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ «31

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.