Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 16
Loðvík Napóleon og nautar hans koma saman tll fundar nótt- Ina fyrir stjórnlagarofið hinn 2. desember 1951. Forsetinn stendur fyrir framan brjóstmynd af fóðurbróður sínum, en aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: de Maupes, lögreglu- stjóri í París, de Saint-Arnaud, hermálaráðherra, de Morny, hálfbróðir Loðviks Napóleons, og Persignv. ÆVISÓL í HÁDEGISSTAD v. Þótt Loðvík Napóleon sæti nú á forsetastóli, fór því fjarri, að honum væru trygg völd til langframa. í stjórnarskránni sagði, að forseti væri kjörinn til fjögurra ára og mætti ekki sitja lengur en eitt kjörtímabil. Þetta ákvæði var Loðvíki Napóleoni þyrnir í augum, honum var ekki nóg að vera þjóðhöfðingi í fjórtán hundruð daga. Hann dreymdi um það að kom- ast til sömu upphefðar og Napóleon mikli. Ýmsir vildarmenn Loðvjks Napó- leons hvöttu hann til þess að láta höggið ríða án tafar. En slíkt taldi Loðvík Napóleon ekki tímabært. Þótt segja mætti, að allur þorri fólks stæði að baki honum, voru ýmis öfl honum ákaflega andsnúin, bæði til hægri og vinstri, og það var ekki á hans færi að snúast gegn þeim öllum í einu. Fyrst í stað leitaði forsetinn stuðn- ings í hópi hægrisinna og kirkjunnar manna og fékk haldið hinum róttækari öflum niðri með því móti. Meðal annars lagði hann blessun sína yfir það, að hersveit-ir yrðu sendar til Rómaborgar, páfanum til halds og trausts, og áhrif kirkjunnar á mennta- mál væru aukin. En Loðvík Napóleon hafði lag á því að hagnýta sér það ástand, sem stjórnarskráin skapaði. í þessari stjórnarskrá gætti þess klofn ings milli framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds, sem tröllreið stjórnarfari í Frakklandi til skamms tíma. For- setinn skipaði ríkisstjórn, en átti annars að vera afskiptalítill um stjórnmál, þar tók verksvið Iög- gjafarþingsins við. Nú leitaðist Loð- vík Napóleon við það að koma sök á því, er miður þótti fara, yfir á lög- gjafarþingið og afla því þannig óvín- sælda. Jafnframt þessu kom hann tryggum áhangendum sínum í ráð- herrastóla og önnur mikilvæg embætti, meðal annars í hernum. Með þessu móti tókst Loðvíki Napó- leoni að komast hjá því að verða bandingi hægrisinna, sem höfðu hjálpað honum til að bæla niður uþpþot vinstri manna árið 1849. Almenningur tók að hafa miður góðan þokka á hinum íhaldssömu leiðtogum löggjafarþingsins. En Loðvík Napð- leon vann sér aftur á móti síaukna lýðhylli. Hann ferðaðist um landi'ð þvert og endilangt og hélt ræður, þar sem hann lýsti sjálfum sér sem full- trúa þjóðarinnar og bónapartiskrar larfeifðar. Hann beitti nýtízkulegri áróðurstækni, var til að mynda ó- þreytandi að taka í hendur fólks. Allt um það voru ýmsar blikur á lofti í frönskum stjórnmálum árið 1851. Nú var skammt orðið eftir af kjörtímabili Loðvíks Napóleons, og ýmsir aðilar voru teknir að hugsa sér til hreyfings, bæði róttækir og konungs sinnar, lögerfðamenn og Orléanssinn- ar. Haft var í hvíslingum, að báðar fylkingarnar hefðu stjórnlagarof i huga. En þessum öflum, langt til hægri og vinstri, hafði vaxið ásmegin í þingkosningunum árið 1849. Nú var að hrökkva eða stökkva fyrir Loðvík Napóleon. Hann hafði safnað um sig flokki ókvalráðra ævin- týramanna og átti ýmsa góða að, svo sem hrálfbróður sinn, de Morny greifa, son Hortense og fransks greifa. Sjálf- ur þekkti Loðvík Napóleon vel til samblásturs, síðan hann tók þátt í frelsisbaráttu ítala. Og það var ofan á, að forsetinn léti til skarar skríða og biði ekki eftir því, að kjörtímabil ið rynni út, heldur framkvæmdi sjálf ur stjórnlagarof. Stjórnlagarofið var mjög vandlega undirbúið og til þess valinn dagur, er sérstakt gildi hafði, annar desem- ber. Hinn annan desember árið 1803 hafði Napóleon Bonaparte borið sigur- orð af sameinuðu liði Rússa og Austurríkismanna við Austerlitz, einn glæstastur sigur franskra hersveita. Og fyrsti desember rann upp, og Loð- vík Napóleon veitti gestum móttöku í höll sinni. Eitthvert kvis hafði kom- izt á kreik um fyrirhugað stjórnlaga- rof, en fæstir lögðu trúnað á það. Gestirnir kvöddu um tíuleytið, og Loðvík Napóleon sneri til vinnu- herbergja sinna ásamt trúnaðarmönn- um sínum. En um fótaferð morguninn eftir var hafizt handa. Hervörður var settur ÞÆTTIR AF NAPÓLEONl lll. KEISARA — II 832 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.