Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 17
um salarkynni löggjafarþingsins og fjöldi þingmanna handtekinn. Eftir- lit var tekið upp með dagblöðum og stjórnmálaklúbbum, og komið var fyrir veggauglýsingum, þar sem grein var gerð fyrir þessum ráðstöfunum. Sagt var, að löggjafarþingið leitaðist við það að ræna forsetann því valdi, sem þjóðin hafði veitt honum, og öfl jafnt til hægri og vinstri hefðu uppi ráðagerðir um það að taka völdin í sínar hendur og því hefði ekki verið unnt að halda að sér höndum. Því var bætt við, að stjórnarskrá ríkisins væri óhæf og nauðsynlegt að ráða bót þar á. - Svo brá við, að þessar aðgerðir mættu engri mótspyrnu, sem heitið gæti. Obbi manna studdi Loðvfk Napó- leon, og andstæðingar hans höfðu sig ekki í frammi fyrr en að tveimur dögum liðnum. Þá kom til uppþota í Parísarborg, og ákaft var barizt í nokkra klukkutíma. En hersveitir for- setans höfðu betur, og eftir það var ekki um frekari mótstöðu að ræða. Nú var tekið til við það að refsa þeim, sem brotlegir þóttu. Fjöldi fólks var handtekinn og dæmdur til út- legðar, flestir til Alsír og einnig notekur hundruð til hinnar alrændu Djöflaeyjar úti fyrir strönd Frönsku Guayana í Suður-Ameríku. Öll voru þessi réttarhöld ólögleg og gerræðis- bragur á þeim. En Loðvík Napóléon var enn ekki orðinn fyllilega fastur í sessi og hefur því þótzt þurfa að grípa til harðvítugra ráðstafana. Þá var komið að því, að þjóðin fengí að Iáta vilja sinn í Ijós. Efnt var tiljþjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort Loðvík Napóleon ætti að fá alræðisvald um nokkurt skeið til þess að gera úr garðT nýja stjórnarskrá. Átta milljónir greiddu atkvæði, og sjö og hálf milljón kjósenda galt jáyrði við því, sem spurt var um. Bóndi nokkur gerði grein fyrir afstöðu sinni á þessa leið: „Hvernig gat ég komizt hjá því að veita honum lið, manni af Bonaparteætt? Nefið kól af mér við Moskvu árið 1812." Loðvík Napóleon lét ekki á sér standa að notfæra sér það vald, sem þjóðin hafði veitt honum. Stjórnar skráin nýja sá dagsins Ijós í febrúar mánuði. Samkvæmt henni átti kjör tímabil forsetans að vera tíu ár, hann einn máti bera fram lagafrum. vörp, og fjann skipaði menn í aðra deild þingsins, öldungaráðið, sem mátti leggja fram tillögur um breyt- ingar á stjórnarskránni. Vitaskuld kom að því, að svo var gert, þvf að Loðvík Napóleon var ekki búinn að ná því marki, sem hann hafði sett sér. í nóvember lagði öldungaráðið til, að stjórnarskránni yrði breytt. Loðvík Napóleon skyldi gerður að keisara, og keisaratignin skyldi ganga að erfðum í ætt hans. Frumvarp þessa efnis var lagt undir þjóðaratkvæði, og úrslitin urðu á sömu lund og fyrr: Loðvíki Nápóleoni í vil. Á öðrum dégi desembermánaðar árið 1852 tók Loðvík Napóleon við hinn nýju tign sinni. Og þá er Loðvík Napó leon úr sögunni, því að keisarinn tekur sér nafnið Napóleon þriðji, og sem slíks er hans einkum minnzt í sogunni. vn. Brátt kom að því, að keisarinn staö festi ráð sitt. Hann hafði leitað eig- inorðs við prinsessur af Vasa- og Hoh enzollerættum, en fengið afsvar. Þá reri hann á önnur mið og tók að gera hosur sínar grænar fyrir aðals- mey nokkurri af spænskum ættum, Evgeníu de Montijo. Loðvík Napóleon hafði raunar sótzt eftir kunnleikum við Evgeníu, áður en hann varð for- seti, en þá hafði hún tekið honum dauflega. Nú varð annað uppi á ten ingnunl, og voru þau Evgenía gefin saman í Notre Dame-dómkirkjunni, hinn 30. janúar árið 1853. En þá hafði keisarakóróna ekki setið á bóna partisku höfði tveimur árum miður en í hálf a öld. Evgenía Frakklandsdrottning hafði meiri áhrif á rás sögunnar en flestar aðrar drottningar og konur yfirleitt eins og síðar mun greint verða. Fögur var hún, og vits verður henni naum- ast frýjað, en drottnunargirni er sögð hafa verið ríkur þáttur í fari hennar. Sambúð þeirra Napóleons þriðja mun hafa getað kallazt góð fyrstu árin, og árið 1856 ól Evgenía keisaranum son. En þar kom, að ást Napóleons á drottningu kulnaði, og leið að því, að hann lét Evgeníu ekki einhlíta. Á öndverðum sjötta tug aldarinnar lék mikill ljómi um hirðlífið í París. Þar ríkti glaðværð mikil, þar var sam an komið urvalslið merkustu manna og kvenna, og drottningin sjálf hafði þar forystu um tízkuna — hún og hirðmeyjar hennar tóku að klæðast krínólínum svokölluðum, sérkenni- legum og næsta fyrirferðarmiklum búnaði, svo sem getur í kvæði Grön- dals: Veðrið er svo indælt núna, allir horf a á gömlu kúna, . krínólínan kæfir frúna CDEFGHI þar er þræll með líberí keyrir upp á klárinn brúna, ' kjaftur gín á hundi. Listamaðurinn lengi þar við undi. Ekki má þó ætla, að Frakkar gæfu ekki gaum að öðru en skemmtunum og skartklæðum á þessum árum. Nú var skammt til stórra tíðinda í Aust- ur-Evrópu og hinum nálægari Ausur löndum, og urðu þau undanfari Krím stríðsins. Margar orsakir, sem ekki er unnt að gera grein fyrir í stuttu máli, lágu til þessarar styrjaldar, en upphafið var það, að deila reis með rómversk-kaþólskum og grísk-kaþólsk um munkum um það, hvor aðilinn skyldi annast gæzlu helgra dóma í Jerúsalem, en sú helga borg laut Tyrkjum, sjúka manninum í Evrópu, sem svo var nefndur. Rússland var forystuland grísk-kaþólska manna, en Frakkland var voldugast ríki trúar á rómverks-kaþólska vísu. Nú risu úf- ar með Tyrkjum og Rússum, og sagði Tyrkjasoldán Rússum stríð á hendur í október árið 1853. Englendingum var ekki um það gef ið, að áhrif Rússa og ítök efldust til muna, og yfirleitt nutu Rússar lítilla vinsælda á Vesturlöndum um þessar mundir. Napóleon þriðji var nokkuð á báðum áttum um það, hvernig hann ætti að snúa sér. Hann hafði heitið þjóðinni friði, og við það lof- orð fýsti hann að standa. Hann vissi, að stríðsrekstur myndi baka sér óvin sældir, sérstaklega ef áranguriiín yrði ekki sem skyldi. Og Napóleon þriðji var ekki svo tryggur í sessi, að hann mætti við því að bíða alvarlegan hnekki í utanríkismálum. Á hinn bóg- inn ætlaði keisarinn ekki að fylgja fordæmi föðurbróður síns í því að vera á kanti við Englendinga. Þetta atriði réð úrslit.um um ^istöðu Frakka, er Englendingar tóku að sýna lit á því að snúast gegn Rússum. Á út- mánuðum árið 1854 sögðu Frakkar og Englendingar Rússum stríð á hend ur og undirrituðu vináttusamning sín á milli. Frojiskur sjúkravagn I KrfmstriSinu. '""*'% T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 833

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.