Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 18
Camillo Benso di Cavour greifi (1810— 61). Cavour átti manna mestan hlut i sameiningu ítalíu, og hafa ísleuzkir fræðimenn líkt honum við Jón Sig- urðsson. Cavour Iézt á miðjum aldri, árið sem draumurinn um sameinlngu ítalíu rættist. Sagt er, að síðustu orð hans hafi verið þessi: „ítalía er komin til sögunnar — allt er gott." Hér er þess enginn kostur að rekja gang Krímstríðsins. Það stendur í ýmsu á mörkum hins nýja og gamla tíma: símskeyti, járnbrautir, blaða- menn og ljósmyndarar koma fyrsta sinni við styrjaldarsögu. Atburður í Krímstríðinu leiddi til þess, að haf- izt var handa um opinberar veður- spár, og Florence Nightingale gat sér þar ódauðlegt orð fyrir hjúkrun- arstörf sin. í september árið 1855 lyktaði um- sátri andstæðinga Rússa um herskipa- höfnina Sevastopol við Svartahaf með sigri umsátursmanna. Þá var augljóst, að friðarsamninga yrði ekki langt að bíða. Friðarráðstefna var kvödd saman í París í marz. Napóleon þriðji gat verið ánægður með gang málanna. Mikið mannfall hafði að vísu orðið í Krimstríðinu, og styrjaldarrekst- ur þeirra bandamanna hafði hótt slæ \egur En nú var unninn lokasigur og það var ekki hvað sizt fyrir frækna framgöngu franskra hersveita. Og friður var reifaður í höfuðborg Frakk lands. Rússar urðu að sætta sig við það að láta í minni pokann og gera sér að góðu, að stemmt yrði stigu við útþenslustefnu þeirra. Á. Parísar fundinum voru einnig samþykktar al-N þjóðlegar reglur um sjóhernað. Góð vinátta tókst með þjóðhöfðingj- um Frakka og Breta. Það duldist eng um, að Frakkland var stórveldi. VII. Napóleon þriðji hafði lýst því yfir, að hann ætlaði að útrýma fátækt í rfki sfnu og efla samhug milli stétta. Trúlega hefur vakað fyrir honum að skapa velferðarríki á nítjándu aldar vísu. Ekki skorti hann vald, því að samkvæmt stjórnarskránni frá árinu •1852 mátti hann heita einvaldur. Kirkja, her og lögregla stóðu honum við hlið, og það gat varla heitið, að andstæðingar hans æmtu né. skræmtu, þótt prentfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi væri skert. Þjóðin í heild var ánægð, því að gróska var í efnahagslífinu og mikil umsvif • og kjör fólks bötnuðu. Stóriðja efldist drjúgum, stórfellt átak var gert í sam göngumálum, utanríkisverzlun jókst til stórra muna, Frakkar lánuðu æ meira fé til útlanda. Og naumast er hægt að ganga svo um Parísarborg, að verka Napóleons sjái ekki stað. Hann fékk verkfræð- inginn Haussmann til þess að standa fyrir endurskipulagningu Parísar- borgar, sem mátti enn heita með mið- aldasniði. Haussmann hafði umsjón með gerð stórkostlegra breiðgatna, skrúðgarða og grasflata, og fjöldi vandaðra íbúðarhúsa var reistur. Par ís var gerð þrifleg borg og fögur. En árið 1857 komst Napóleon þriðji í kast við nokkra erfiðleika innanlands. Þá gekk kreppa yfir lönd, og lát varð á hagvexti 1 Frakklandi, þótt annars kæmi kreppan ekki hart niður á Frökkum í samanburði við aðrar þjóðir. Fjársvikamál komu upp, og skjótt heyrðust óánægjuraddir og margir tóku að sakna stjórnmála- legs frelsis, þegar harðnaði á dalnum fjárhagslega. Þingkosningar voru haldnar þetta sama ár, og andstæð- ingar stjórnarinnar fengu nokkra full trúa kjörna. Meðal þeirra var Emile Ollivier, sem síðar verður getið í þess um þáttum. Þessum fulltrúum stjórn arandstöðunnar varð tíðrætt um frelsi, en kyrrt mátti heita um hríð í Frakklandi, þótt sýnt væri, að Napó leoni auðnaðist ekki að vera vinur allra stétta. Það er utan landamæra Frakklands, sem mikilla tíðinda er næst að leita af keisaranum. VIII. Aldrei hafði verið til neitt, sem gat kallazt ítaliuríki, er hér var kom- ið sögu. ftalía hafði jafnan verið bút uf» sundur, siðan Rómaveldi leið und ir iok, og ýmsir hlutar landsins höfðu iðulega lotið erlendri stjórn. Þjóð- ernisvakning varð í ftalíu í Napóleons styrjöldunum, og rómantíska stefn- an 1 bókmenntum varð þessari hreyf- ingu til framdráttar. Þær raddir urðu æ háværari, sem kröfðust sameining ar ftalíu. Sú hugmynd var raunar ekki ný af nálinni, og nægir í því sambandi að vitna til hins fræga manns Noccolos Machiavellis, sem uppi var um aldamótin 1500 og end- aði hið víðkunna rit sitt, Þjóðhöfð- ingjann, á því að hvetja landa sína Evgenfa de Monfijo (1826—1920), hin fagra drottning Napóleons þrlðja. til þess að reka „barbarana" af hönd- um sér. Á Vínarfundinum árin 1814—15, réðst það, að Austurríkismenn fengju lykilaðstöðu í ítalíu: Feneyjar og Langbarðaland urðu hluti af ríki keis arans í Vín. Sjálfstæðisbarátta ítala beindist þannig einkum gegn Austur ríkismönnum, og árin 1848—49 kom til blóðugra átaka vlða um landið. All ar uppreisnir voru brotnar á bak aft- ur, en þó var sýnt, að veldi Austur- ríkismanna stóð ekki traustum fót- um í falíu. Þeir, sem börðust fyrir frelsi ítalíu og sameiningu, greindust i ýmsa flokka, en þelr reyndust leikseig- astir, sem kusu forystu Sardiníuríkis í öllum aðgerðum. f Konungsríkið Sardinía náði yfir samnefnda ey og talsvert land í Vestur ftalíu. Þar sat Savoyenætt að ríkj- um, konungur..var Viktor Emmanúel, og forsætisráðherra hans var Cavour greifi. Cavour var slunginn sjórnmála- maður, og hann ætlaði sér og Sardiníu riki mikínn hlut. En hann vissi, að hann gæti naumast unnið stór ríki án erlendrar aðstoðar, og beitti sér fyrir því, að Sardinía veitti Frökkum og Englendingum lið í Krímstríðinu. Þar með tryggði hann sér vináttu þessara stórvelda, og næsta skref var það að gera bandalag við Napóleon þriðja. Eins og áður getur, hafði Napó- leon ungur tekið þátt í frelsisbaráttu ftala, og alla tíð var hann fremur vinveittur þjóðum, er vildu losna und- an erlendri yfirstjórn. Hann vissi og að það myndi mælast vel fyrir meðal frönsku þjóðarinnar að styðja ítala og taka í lurginn á Austurríkismönn- um. Á hinn bóginn mátti Napóleon vita, að Kirkjuríkinu yrði hætta búin, ef kæmi til sameiningar ítalíu. En Napóleon hafði unnið sér stuðning 834 llHINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.