Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 25.09.1966, Blaðsíða 20
' Napóleon þriðji ætlaði nefnilega að fara að stríða, eins og segir í Helj- arslóðarorrustu, og hafði sjálfur for- ystu fyrir her sínum. Það mun sann- ast sagna, að hermál bæði Frakka og Austurríkismanna voru í ólestri og víst er um það, að þau ummæli her- málaráðherra Frakka, að herinn vant- aði ekki svo mikið sem einn buxna- hnapp, höfðu'ekki við rök að styðj- ast. En þó veitti Frökkum öllu betur, og fengu þeir hrakið fjendur sína burt úr Langbarðalandi. í júnílok kom til orrustu við Solferino — Helj- arslóðarorrustu, sem Benedikt Grön- dal skrifaði sína ódauðlegu gaman- sögu um. Þær urðu lyktir, að Austur- ríkismenn hörfuðu. Mannfall varð töluvert í liði beggja og ófagurt um að litast á vígvellinum. Þarna var nærstaddur ungur Svisslendingur, Henri Dunantað nafni. Ógnir stríðs- ins fengju mjög á hann, og hann átti frumkvæðið að stofnun Rauða krossins, sem síðan hefur unnið mikið líknarstarf um heim allan. Frakkakeisari mun hafa verið lft- ill vígamaður í eðli sínu, og nú vildi hann binda enda á styrjöldina, þött enn héldu Austurríkismenn Fen- eyjum, en það ríki var all- víðlent. Franski herinn var lítt búinn til , frekari stór- ræða, og fregnir bárust af liðssafn- aði Prússa við Rínarfljót. Frakkar voru varbúnir, ef til þess kæmi, að Rússar veittu frændum sínum í Aust- urríki og héldu vestur á bóginn. Þá varð því úr, að Napóleon kvaddi Franz Jósep Austurríkiskeisara á sinn fund, og urðu þeir ásáttir um vopnahlé, og friðarsamningar voru síðar undirritaðir í Ziirich. Austur- ríki lét Langbarðaland af hendi við Frakka, sem síðan gáfu það á vald Sardínumönnum. Stórhertogarnir í Toskana og Modena, sem steypt hafði verið af stóli, meðan á styrjöldinni stóð, voru aftur settir til valda. Og Austurríkismenn höfðu áfram yfirráð í Feneyjum og stóðu þannig enn traustum fótum í ftalíu. Sardínu menn brugðust reiðir við þessari samn ingagerð Napóleons þriðja, töldu hann hafa svikið sig, því að keis- arinn hafði haft góð orð um það að láta ekki staðar numið, fyrr en Austurríkísmenn væru á brott úr allri ítalíu. Cavour örvænti um það, að ítalía myndi nokkru sinni sameinast undir merki Sardínukonungs, og úti var um lýðhylli þá, sem Napoteeon þriðji hafði notið í ftalíu. Hitt er svo annað mál, að afstaða keisarans gat ekki kallazt óskynsamleg, bæði af framangreindum ástæðum og eins sök um þess, að Napóleoni var enginn akkur í sameiningu ftalíu. Óbreytt ástand hentaðr honum mætavel, því að þá þurfti hann ekki að hafa sig neitt í frammi í málefnum Kirkju- ríkisins. GÚSTAF FRÖDING; Presturinn okkar Presturinn sver og sívalur er og Sarans jafnoki í fræðum. En sálin er góð, og bændablóð hann ber án kinnroða f æðum. Hann lifir sem við, drekkur sitt kaffi og konjakkið og forsmáir flöskuna eigi. Elskar mat eins og við og er latur sem við. Það er annað á helgum degi. Því strax og gleypir hempan hann, við hinir minnkum við skrúða þann, en hann magnast í myndugleik nýjum. Því nú er hann prestur frá toppi að tá, og það talsvert háttsettur prestur, o-já, í brauði með annexíum. Ég gleymi því seint, hve hann geistlegur var, er hann gullkrossinn bar og siðabók hampaði í hendi, tætti heimsins börn í hraðmælskukvorn og holdinu tóninn sendi. Og prestsins brár þvoðu tregatár, er hann talaði um heimsins endi. Og auðmjúk grétum við hin sem hann, því holdið brann, og samanfergð sálin stundi. Og sóknranefndin, hún kom í kút úr kirkjunni út, í hnút, nú skyldi skotið á fundi. En klárt það er, að þá kættist hver, er klerki dapraðist þögnin: „Svo velkomnir bræður, það bíður á borðinu hangikjötsögnin". Jóhannes Benjamínsson þýddi. 836 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.