Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 5
afeurgitm. » átti að liggja fyrir ^^S^Húsa|o|taliolt í géfftum qMar þessar svo fagt, að n®oa TOrð vari^argarða á báoum skurð- 0kkum tll þésS að vatníð helialst j[ skurðinilm. Pössi kafjl var boð- inn ut snemma vors 1018 og var íc&ilaöux „stóra akkorðfð“. Hafði staðið í nokkni þófi með útboðið, þegar Brynjóífur bauð í vérkið. Þótti hann sýna frábæran dúgnað við framkvæmd þess, og vár allur frágangur hans á verk- inu með ágætum. Brynjólfur vann þetta verk á þremur sumrum og þótti vel af sér vikið, að hann skyldi ekki bíða fjárhagslegt tjón á „akkorðinu11, þar eð hann hafði samið í upphafi um ákveðna greiðslu fyrir rúmmetrann, en kaup hækkaði næstum því um helming á þessu tímabili. Jón Guðmundsson. Framkvæmd í verki, en forðast að pretta. Farsæld og manndáð oss láttu við rétta. Þannig var hugsað á Skeiðum vorið 1917, er byrjað var á Skeiða- áveitunni. Eftir henni höfðu Skeiða menn lengi beðið. Sérstaklega var grasleysi tilfinnanlegt á þurrka- sumrum. Væri aftur á móti rign- ingasamt, varð grasspretta góð, en þá var svo mikið vatn á engjun- um, að erfitt var að vinna þær, því að framræsla var engin. Það niun hafa verið hafin vinna við áveituna í fyrstu viku júní- mánaðar. Aðallega voru það Eyr- bekkingar, sem byrjuðu á skurð- grefti, og stýrði verkinu Bjarni Eggertsson frá Vaðnesi, sem þá var orðinn Eyrbekkingur. Hann var bú fræðingur frá Hvanneyri og eitt- hvað vanur skurðavinnu eftir út- mælingum verkfræði’iga. Skeiðamenn gáfu sig iítið að þessari vinnu fyrst nema einn og einn maður, sem lenti þá í vinnu- flokkum utansveitarmanna. Engir tóku að sér ákvæðisvinnu — mönn um fannst það of mikil ahætta. Tímakaupið þetta vor mun hafa verið 65 aurar á klukkustund, en áætlað verð á rúmmetrann í skurðunum frá 50 til 80 aurar. Um vorið kom ég frá Hólum í Hjaltadal, hafði verið á skólan- um um veturinn og tók nú við búi í Framnesi, því að faðir minn óskaði þess, þar eð hann var að læjpða bllndur og tvö yögri syst- m'fft eitn ®»rmd, ig Vaftn éjlkert víð ávoituna þetta vór, hafoi 1 n& anftað að hörfa. ffið mér kom að norðan skólabyóðir minn, sá er hét íó- hann Sjgvaldason og var úr Eyja- m-'ði. Hánn kom heinííms 1 þeim tlfgangi að fá vinnu við áveituna. bftr sem allir voru óvanir skurða- vlnnu, vissi enginn, hvað mundi hæfileg greiðsía, og var því alít unnið í tímavinnu fyrst í stað. Það var von Skeiðamanna, að verkið færi ekki fram úr áætluðum kostn- aði, því að flestum fannst hann gífurlegur. Þá var ©kki annað þekkt en að borga hverja krónu, sem fengin var að láni í banka, ella var gengið að veðinu. Hér var veð- ið allur Skeiðahreppur svo að segja. Þetta fyrsta sumar varð reynsl- an sú, að með eðlilegum afköstum hjá góðum verkmönnum mundi unnt að fylgja áætluninni, og gerðu menn sér vonir um, að svo mundi verða um verkið í heild. Byrjað var eðlilega syðst á Aust- ur-Skeiðum, svo að allt vatn rynni af jafnóðum í Þjórsá. Á Upp-Skeið- um var aftur á móti af sömu á- stæðu byrjað úti við Hvítá. Á Austur-Skeiðum var lokið við að grafa skurðina upp á móts við suðurenda Húsatóftaholts haustið 1917. Þar skiptist skurðurinn í tvær höfuðálmur, — önnur lá um HJemmiskeið og þaðan fram að Ólafsvallahverfi, en hin fyrir vest- an Votamýri og flutti vatn á það land, sem er fyrir austan þjóöveg- inn. Við þessi skurðamót hófst eigin- lega aðalskurður. Næstu 1400 til 1500 metrarnir urðu að vinnast með handverkfærum, en þá hófst svo sá hluti, sem grafa skyldi með skurðgröfu. Hagaði þannig til, þar sem þessi hluti skúrðarins átti að vera, að þar var á stóru svæði djúp dæld. Var gerð skurðarins fyrirhuguð þannig, að hann yrði ekki nema tæpur hálfur metri á dýpt, en svo skyldu hlaðnir garðar báðum megin til þess að halda vatn inu í réttum farvegi. Þarna átti skurðurinn að vera 3,75 metra breiður í botninn og með fláa 1:1, en garðar hlaðnir svo háir, að þeir væru tveir metrar frá skurðbotni upp á brún. Þetta verk var að rúm- máli kringum 15 þúsund tenings- metrar. Þetta verk var boðið út vorið 1918. Leizt ýmsum Herkúlosar- þraut að ljúka þessum skurðum gegn greiðslu, sem boðin var. verkið var boðið út í einu lagi, 79 aurar fyrir hvern teningsmetra í uppmokstrinum, an 80 aurar í görðunum. Sýnilegt var, að mjög yrð garðarnir erfiðir í hleðslu þar sem víða yrði að kasta efni í þá nokkuð langt að. Helzt var talað um, að þetta verk yrðu berserkir af Eyrarbakka að taka að sér, en er til kom, þótti þeim kaupið of lágt. Nú mátti verkið eloki tefjast lengi, því að þessi hluti skurðar- ins varð að vera tilbúinn um svip- að leyti og sá hluti, sem grafa átti með skurðgröfu. Það var helzt ekki um nema einn flokk að ræða, sem treystandi væri í þetta vanda- sama verk, flokk Bjarna Jónsson- ar, en í honum voru Stobkseyring- ar og Eyrbekkingar. Nú leið fram á vorið 1918. Samn ingar tókust ekki. Klaki var í jörðu meiri en venja var eftir mikinn frostavetur. Hann hafði yfirleitt hvergi verið minni en einn metri og allt upp í einn metra og tutt- ugu sentimetra. Þó mun þetta hafa farið úr jörðu á Skeiðunum þetta sumar. Sumarið 1881 fór klaki ekiki úr mýrum á Skeiðum, en sá vetur var með einsdæmum frost harður. Það lá við, að mér væri farið að leiðast þóf þetta um skurðina. Ég fór til Reykjavikur um miðjan maí og hitti Sigurð ráðunaut, sem var ráðhollur vinur, og tók ég jafn- an fyllsta tillit til ráða hans. Hann kunni skil á skurðagrefti og hafði góðvilja til þess að ráðleggja það bezta. Þá var ég sjálfur búinn að taka ákvörðun um að gera tilboð í þetta verk fyrir áætlunaverð. Kaupgjald hafði ekki braytzt frá því áætlunin var samin, og virt- ust ekki likur til, að breytingar yrðu á því þetta ár. Hms vegar bjóst ég við, að áveitunefndin treysti mér til þess að taka að mér þettn verkefni, og mér óx það ekki beiftt í augum í þá daga. Ég átti fjóra góða vinnuhesta og ætlaði mér að fá hestreku. Plóg átti ég líka og var vanur að nota hestaverkfæri og stjórna vinnuhest reku, og ætlaði, ef með þyrfti, að losa jarðveginn fyrst með því að plægja hann. Sigurður ráðunautur tók mér vel og ljúfmannlega og hvatti mig til T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 60S

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.