Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 7
Á SkeiSum. Vörðufell í baksýn. a Liósmynd: Páll Jónsson. var nú ætlaður staður. Hefði sú leið verið farin, hefði aðalskurð- urinn líka orðið á allt öðrum stað heldur en hann var gerður. Eng- inn dómur skal hér á það lagður, hvor leiðin hefði verið hagkvæm- ari. Mörg atriði komu þar til. En mjög dreg ég í efa, að hraunið hefði orðið auðveldara þar en þar sem skurðurinn var grafinn. Eins metra hæðarmunur á jafnflötu landi og þarna er, hlaut auðvitað að vera miikils virði. Verkfræðing- ar þeir, sem sögðu fyrir um verk- ið, töldu, að vatnið rynni í skurð- inum eins og upphaflega var frá öllu gengið. Garðarnir voru tveir, efri og neðri. Byrjað var á neðri garðin- um og haldið áfram upp eftir. Gerð neðri garðsins var sú, að steypt var affallsgátt með fjórum flóðopum og öflugum, steyptum stöplum á milli. Voru þeir grafnir niður á leirklöpp, og var það mjög seinlegt og erfið. vinna, þar sem það var að mestu unnið með hand- verkfærum og lítillega sprengt seinast. Flóðopunum var lokað með plönkum, sem felldir voru í föls í stöplunum. Frá flóðgáttlnni og upp á eyraroddann var gerður garður á þann hátt, að reklnn var niður plankaveggur með fallhamri. Þurfti fjóra til fimm menn við hann í einu, og var þetta þræla vinna og ekki ætlandi nema dug- legustu mönnum. Þetta var líka seinlegt verk, og varð seinast að láta menn vinna til skiptis nótt og dag. Garður þessi var sums staðar upp í tvo metra á hæð, eftir því hve vatnið var djúpt. Þykkt garðs- ins að neðan var allt upp í sjö metra, en að ofan var nálægt einn metri. Var heldur erfitt með efn- ið, og varð að flytja grjótið ofan af árbakkanum á hestvögnum. í fyrstu var þó mokað upp sandi með hestareku, því að nokkuð náð- ist af lausum sandi. Voru garðarn- ir beggja vegna þaktir með grjóti á eftir að mestu leyti. Nálægt miðju var eyrin skorin í sundur, og varð því að setja garð í þann ál. Þessi garður varð lais- vert fyrirhafnarsamur, því að allt efni í hann varð að flytja að. Við efsta garðinn var svipuð aðstaða. Þessi garður var sums staðar á eins metra djúpu vatni eða meira. Var hann steyptur. Straumur var þar talsverður og erfitt að fá mót- in nógu þétt, þar sem aðeins var verið með óplægðan mótavið. Það ráð var tekið að láta steypuna neðst í mótin i pokum og gafst það sæmilega, og hefur garðurinn staðið til þessa dags. Verkið vannst með ágætum vel og fór ekki fram úr áætlun. Fram- kvæmdin var hafin á þeim grund- velli, að Skeiðamenn sjálfir legðu til alla vinnu. Ríkið aftur á móti allt aðkeypt efni og verkstjórn, en þó mátti þetta ekki fara fram úr níu þúsund krónum. Þessi kostn- aðaráætlun stóðst. Þarna var unnið af kappi. Þeg- ar ég lít til baka, þá koma í hug- ann hlýjar og bjartar endurminn- ingar. Þarna var unnið af meiri fórnfýsi en við nokkurt annað verk, _ sem ég hef lagt hönd að. Ég minnist ávallt þessara vordaga, er ég átti þarna með mínum gömlu og kæru sveit- ungum, þar sem við unnum sam- an að verkefni, sem þá varðaði alla svo miklu að leystist farsællega. ★ Eftirmáli. Eins og Brynjólfur segir, þá tókst þessi endurbót á áveitunni mjög vel. Vatn náðist í skurðinn eftir þörfum, hvort sem mikið eða lítið var í ánni. Mikið viðhald varð á görðunum fyrstu árln, og voru þeir endurbyggðir að mestu nokk T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 607

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.