Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 11
V ÞRÁ öræfin kalla. Mig langar að leita þess lífs er ég þrái mest, hvar þögnin fléttast við fleygar raddir og fangar hvern aðkominn gest. Ég vil hverfa í útlegð og óbyggðir nema, sú ásókn mér gefur ei frest. Ég vil teyga friðinn úr fjaUablænum. og fjarlægjast borgarglaum. Hlýða á þytinn í vorsins veröld og vatnanne þunga straum. Ég vil hvíla á mosa og svefninn mun seiða í sál mína fagran draum. L. Þ. 'j „herra skopuua.. wutsuu iter mað urinn ekki óhegnt raskað hinu hár- nákvænia jafnvægi náttúrunnar svo átakanlega. Til dæmis éta slöngurnar merði og fleiri dýr, sem eyðileggja aldinekrur. Á hinn bóginn lifa leguannöðrur að mestu á krókódíla- og slöngueggjum. En þótt þessar nöðrur, er líkjast sand- eðlum, séu einkar nytsamar, eru þær ofsóttar miskunnarlaust. Er skinn þeirra notað í handtöskur og kjötið er eitt dýrasta góðmeti f Suður-Afríku. Ekki einu sinni, heldur oft, hefur náttúran sjálf varað við ó- eðlilegum afskiptum í ríki hennar. Þannig voru tíu pör af lifandi bisamrottum fluttar frá Kanada til hallartjarnar einnar við Prag árið 1905. Hafði þessum dýrum fækkað svo mjög fyrir vestan haf, að-ekki var unnt að fullnægja þörf Evrópubúa fyrir skinn þeirra. Því vildu menn sannprófa, hvort þær gætu ekki tímgazt í Norður- álfu. Og hvort þær gátu! Hér átti bisamrottan enga erfðafjendur og breiddist fljótlega út um mestan hluta Evrópu, eyðilagði flóðgarða og fiskræktarstöðvar. En skinnið reyndist hér nær verðlaus vara. í skýrslu UNESCO er talið, að um það bil 600 dýrategundir séu i þann veginn að deyja út. Og þegar svo er komið, verður það tjón aldrei bætt. Hvert sinn, er dýrategund hverfur með öllu af yfirborði jarðar, verður hei i ur vor fátækari. Eigi að síður er þó nær ótölu- legur aragrúi dýra eftir. í forn- öld þekkti Aristóteles einar 520 tegundir dýra. Hinn mikli, sænski fræðimaður Linné (d. 1778) náði að rita lýsingar á 4236 tegundum. Nú á dögum er fjöldi þeirra tal- inn nálgast eina milljón. Þar af eru þó um það bil 760.000 skordýr. Og á hverju ári finnast yfir 5.500 tegundir til viðbótar, svo að færa má í hinar miklu kerfa- bækur vísindanna 5.000 skordýr, 500 lindýr, 20-30 spendýr og 2-3 fugla, — sem áður voru óþekkt . fyrirbrigði. Dr. Herbert Friedman, sem starfar við Þjóðminjasafn Bandarikjanna, telur, að sem næst eitt hundrað fuglategundir muni enn vera ófundnar. Sem betur fer, eru þess og nokkur dæmi, að dýrategundir, sem taldar voru útdauðar, hafi komið í leitirnar, þótt stundum hafi þær þá verið miður vel haldn- ar. „Síðasti“ einstaklingur af ný- sjálenzka kakadúanum, sem var stærsti páfagaukur í heimi, var stoppaður upp fyrir dýrasafn nokk- urt, árið 1947. En árið 1962 fund- ust fjórir kakadúar lifandi. Eru þeir nú geymdir í stórum búrum, undir eftirliti innanríkisráðuneyt- isins í Nýja-Sjálandi, í von um að takast megi að fá þá til þess að auka kyn sitt. Fyrir um það bil 70 árum fund- ust í helli nokkrum í Suður-Ástra- líu bein úr áður óþekktu poka- dýri, ofur smáu. Var því gefið vís indanafnið Burranys parvus með viðeigandi athugasemd: „Útdautt áður en Evrópumenn komu dl landsins“. En árið 1966 náðist lifandi dýr af þessari tegund. Af öðrum endurfundnum „lif- andi steingervingum“ má nefna þessi: rahow — stormfuglinn (á Bermúdaeyjum 1951), Steller — albatrossinn (tíu pör á japönsku eynni Torishima 1954), Kuhl — hjörtinn (tveir einstakling ar á Bawean norður af Jövu 1955). Sandvíkurgæsinni á Ha- wai, sem ásamt hvítu trön- unni í Norður-Ameríku er tal- inn sjaldgæfasti fugl veraldar, hef ur hins vegar verið bjargað frá al- gerri tortímingu með skjótum að- gerðum. Af þeim var tæp tylft eftir lífs, en hefur til þessa dags fjölgað upp í rúmlega sjötíu. Jóhann Bjarnason þýddi. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 611

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.