Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 12
iffiMJiimliffl ÍÍIII : ÍMiÍLlÍHlílliPiiífr ' Kirkiubæjarklaustur. Ljósmyndir: Páll Jónsson. Á tólítu öld var gróðrartími ís- lenzku klaustranna, þá voru flest þeirra stofnuð. Þáð fyrsta 1133, Benediktsmunkaklaustur á Þing- eyrum, síðar Þverárklaustur 1155, þá klaustur í Skálholtsbiskups dæmi, Hítardalsklaustur 1166 og klaustur í Þykkvabæ 1168 og Flat ey 1172, allt munka- og kanoka- klaustur. Var þvi eigi vanþörf hér lendis fyrir nunnuklaustur, og var hlutazt til um, að eitt slíkt væri stofnað. Kirkjubær á Síðu varð fyr- ir valinu sem klaustursetur, og var þar sett systraklaustur af Benediktsreglu árið 1186. Voru lagðar til þess eignir Bjarnhéðins Sigurðssonar prests (d. 1173), sem lengi hafði haldið staðinn með sóma og virðingu og verið ástvinur Þorláks biskups helga Þórhallsson ar. Þorlákur vígði klaustrið og fyrstu abbadís þess, Halldóru Eyj ólfsdóttur. Gegndi hún starfanum frá 1189 til 1210. Er ekki að efa, að mikil aðsókn kvenna hefur verið að klaustrinu þegar frá fyrstu tíð, þótt allar þær, er þar voru systur kallaðar, væru ekki vígðar nunnur. Getið er hér á landi þegar í frumkfistni einsetu- kvenna og nunna, sem sumar hafa tekið vígslu. Má nefna hér Guð- rúnu Ósvífursdóttur á Helgafelli, Guðbjörgu hina víðförlu Þor- bjarnardóttur í Glaumbæ, Hildi, nunnu á Hólum, Guðrúnu, ein- setukonu á Þingeyrum, og Ketil- björgu, nunnu í Skálholti. Margar höfðingsfrúr leituðu í aldurdómi sínum á náðir klaustra víða um lönd, og svo hefur verið hér einn- íg. Annars vegar létu höfðingjar ungar dætur sínar í klaustar. Þur- íður og Halldóra, dætur Gizurar Hallssonar lögsögumanns í Hn:ika dal, urðu báðar nunnur í Kirkju- bæ. Þuríður átti langan og at- burðarikan æviferil, hafði vorið tvígift, fyrst Tuma Kolbeinssyni á Víðimýri og síðar Sigurði Orms- syni á Svínafelli. Halldóra var móð- ir Teits Bersasonar biskupsefnis í Skálholti. Er ekki að efa, að mjög auðgaðist klaustrið við að fá slíkar konur til systralags, þær hafa lagt með sér stórfé. Mjóg líklega hefur önnur hvor Gizurardætra verið abbadís eða príorinna í klaustrinu, þó að sögur fari ekki af því. Báðar þær systur dóu árið 1224 og eru að vísu kallaðar nunnur. Getið er í. annálum andláts Guðrúnar príor himiar yngri 1217. Hér á vafalaust að stand« pfíorinna, en ekki príor, «72 T t'M ¦ * N - JSUNiVDnA«SBI."*l>

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.