Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.07.1967, Blaðsíða 15
„Svo mikinn skrúða á kirkjan i Kirkjubæ: 24 höklar, 13 kápur, 5 dalmadikur, sloppar 4, altarisklæði til háaltaris 9, til útaltara 5 og til hvers fernir dúkar, til háalt- aris með fordúkum, 10 glitaðir dúkar, 8 manna messuklæði og 2 messuserkir, 6 corporalia, baglar 2, extar 3, 2 tabvle (tabúla?) og 2 bríkur, 4 glóðarker og 20 gler- gluggar, 2 lektarar, kirkja tví- tjölduð sæmilegum tjöldum og 3 bjórar, item föstutjald, páskakerti, járnstikur 2, skrín með helgum dómum, krossar 6, Maríuskrift, Þorláksskrift, receliuskrift, Agn- esarskrift, Mattheusarskrift, Kat- rínarskrift, Klemesskrift, 9 •'smá- kertastikur, fílabeinsbuðkur, er fyr- ir hulsker er haft, sacrarivan munnlaug, skírnarketill, tvenn bakstraujárn, 2 merki, textaroddi 2 paxspjöld, söngbækur tvennar í hvern kór per cumi circulum, item 4 gradvaia, Liber evangel- orum og epistolarum, hin þriðja sprivabók, fernar sequencibækur, item tvennar söngbækur fornar, capitular tvennar, lesbækur per anni circulum, item ord bók, pass- ionbók, ymnabækur 14 og 20 lat- ínubækur og norrænar.“ Mikið hefur bætzt við af kirkju- gripum og skrúða þau 54 ár, sem uðin eru frá því að máldagi Jóns biskups Sigurðssonar var gerður. Hér kemur og fram góð bókaeign og handverk systra í messufatn- aði, þá fylgir þessum máldaga jarð eignatal með landskuldum og kú- gildaeign, sem hvort tveggja hefur stóraukizt. Eftir Halldóru varð frú Guðrún Iialldórsdóttir abba- dís (1406-30), dó það ár sam- kvæmt Nýja annál. Á þessu tíma- bili hafa klaustrinu gefizt margs konar jarðnesk gæði. Getið er þar Guðrúnar abbadísar um 1440, og kann hún hafa orðið abbadís strax eftir lát nöfnu sinnar. Guð- rúnu þessari abbadís lenti saman við Margréti Þorbergsdóttur, sem hafði verið í klaustri í Noregi und- ir reglu hins heilaga Benedikts. Hafði Margrét lagt Kirkjubæjar- klaustri 60 hundruð fyrir sig og verið þar fimm ár. Leitaði Margrét á náðir Reynistaðarklausturs og fékk þar samastað og var borgað með henni árlega eitt hundrað frá hverjum þessara staða: Skálholti, Hólum og Kirkjubæ, samkvæmt úrskurðarbréfi Gottvins biskups i Skálholti 21. júlí 1443.Samskipti hafa verið með nunnuklaustrun- um í Kirkjubæ og Reynistað, til dæmis var Oddbjörg systir úr Kirkjubæ abbadís að Reynistað 1369—89. Halldóra er nefnd abba- dís að Reynistað 1442, sendi hún og konventusystur réf dagsett 15. maí það ár til Gottvins bisk- ups um mál Margrétar Þorbergs- dóttur áðurnefndrar. Heimildir eru strjálar um klaustrið á þessum tíma. Hinn 8. nóv. 1471 er gert gjafabréf, sem klaustrið varðar. Gefur Ragnheið- ur Eiríksdóttir jörðina Raufarberg í Fljótshverfi til Kirkjubæjarklaust- urs, hálfa í testament hennar og hálfa í testament manns hennar. Magnúsar (veginn þetta ár á heim- ili sínu Krossi í Landeyjum) Jóns- sonar. Ragnheiður var ein af merk ustu húsfrúm landsins á sinni tíð og móðursystir Torfa ríka'í Klofa. Fyrsti, maður hennar var fyrr- nefndur Magnús, og hún giftist i annað sinn Þorsteini Helgasyni á Reyni í Mýrdal, síðast Eyjólfi Ein- arssyni lögmanni í Stóra-Dal. Odd- ný er nefnd abbadís í Kirkjubæ í bréfi því, sem gert var um sölu hálfrar jarðarinnar Eystri-Ása til Þykkvabæjarklausturs. Seldi Sveinn prestur i umboði Kirkju- bæjarklausturs. Stefán biskup i Skálholti skipaði séra Þórarin Oddsson ráðsmann Kirkjubæjar- klausturs 1491. Abbadísirnar í Kirkjubæ virð- ast taka sér nöfn að sið klaustur- systra. Liklegt er, að Halldóra, Guðrún, Agatha og Agnes séu ekki skírnarnöfn þeirra. Jórunn Hauksdóttir tekur sér dýrlings- nafnið Agnes (sbr. Agnesar-líknesk ið, sem klausturskirkjan á). Halldóra hefur þá verið heiðurs- nafn fyrstu abbadísarinnar, Guð- rún heiðursnafn hinnar næstu. En alls fara sögur af fjórum Hall- dórum og fjórum Guðrúnum i \ sæti abbadísar á Kirkjubæ. Seinasta abbadís klaustursins var Halldóra Sigvaldadóttir langa- lífs, föðursystir og velgerðakona Gizurar Einarssonar Skálholtabisk- ups, hins fyrsta lútherska biskups í landinu. Undir handarjaðri henn- ar og vernd hóf hann nám, einnig kom hún honum í þjónustu Ög- mundar biskups, og gaf þá auga leið i biskupssætið. Halldóra varð abbadís 1493 og er á lífi fjör- gömul 1543. Hún var sögð kvenna hæst vexti og skörungur mikill. Læt ég hér til fróðleiks fylgja skrá, er Stefán biskup lónsson i Skálholti 1491—1518 lét gera um eign Kirkjubæjarklausturs á Síðu í silfri, og er Halldóru abbadísar þar getið: „Anno domini 1494, reiknaðist svo mikið silfur Kirkju- bæjarklausturs, sem hér segir: in primis ein stór skál og 4 smærri skálar, 1 spíra með loki og önnur loklaus, 1 stórt staup með loki, var þetta allt saman i vigt 15 merk- ur, item 1 glóðarker með silfur að auki og 2 skurn með silfurstétt og búningi ofan um, 1 horn með klóm silfurbúið og silfurkross með kútsfesti er vó 16 aura. Item 4 fingurgull og hið fimmta. er bisk- up fékk systur Halldóru að bera í staðinn þess fingurgulls er hann hafði burt með sér þvi að það var brúkað.“ — Systur eru nefndar á þessum dögum Halldóru abbadís- ar: Guðríður, Oddný (systir Gizur- ar biskups), Arnleif, Ástríður, Margrét, Valgerður, alls sjö með abbadisinni. Er það allmikil fækk- un frá 1403, er systur voru fjór- tán að tölu. Um starf og iðju systranna í Kirkjubæ eru ekki til margar heim ildir, nema hvað vitað er að bær ræktu bænahald og iögskipaðar tíðir. Þó er ljóst, að þær stund- uðu mjög hannyrðir, gerðu hvers konar kirkjubúnað, sem við þurfti kvenlega vandvirkni og hand- bragð. Sézt glöggt í máldögum, að heilög Maríukirkja í Kirkjubæ var mjög vel búin messuskrúða klerka, altarisklæðum dúkum. tjöldum og reflum (sbr máldag- ann frá 1397: 24 höklar 13 kápur, 5 dalmadikur og kirkja tvítjölduð). Systurnar hafa haldið skóla í hannyrðum og ;. jög auðgað kirkj- ur að slíkum gripiun. Heimild er fyrir því, að biskupar leituðu til systra i þessum efnum. í Nýja annál stendur eftifíarandi um árið 1405: „Item lét hann (Vilkin Skál- holtsbiskup) gera í Kirkjubæ, og lagði sjálfur allan kostnað til, sæmi lega refla kringum alla stóru stof una, svo að engir voru fyrr jafn reisugir og gaf þá kirkjunni, item gaf hann (Skálholtskirkju) sæmi- leg messuklæði með öllum reið- skap og daknantikur (messufat klerka).“ Af þessu sést, að Vilkin T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 615

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.