Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 5
rra að sögu. SagÖi Hrafu #8 AirnJ blskup Víeri sa'Qi h^p sem fyí*Ir vðsri i • •• , -idi og ýmjj^a hanae að koip- y sfita. H lOftti Jörund- uðmuiidssoji essum flmum íkaðan , út af staðnum £ irgárdal, sem á -tti ein bezta jörð landinu ásamt Odda á Rangár- völlum, þegar biskupsstólarnir voru undanskildir. Ekki fórst Jör- undi biskupi vel við séra Lárent- íus Kálfsson, sem fór erindagerða biskups á Möðruvelli og las bréf að boði hans, hátt og skýrt, í kirkj unni á staðnum, þar sem lýst var banni yfir Sigurði og honum bann að samneyti við bristna menn. Eékk Lárentíus mörg atyrði og hót unarorð af Sigurði og mönnum hans. Jörundur biskup taldi síðar, að Lárentíus hefði lesið bréfið og bannið í forboði sínu og sýndi Lárentíusi litla blíðu. En hann þótt ist dyggilega hafa rekið biskups- erindi, og var þetta upphaf og undirrót óvináttu Jörundar bisk ups og Lárentíusar, en óvild þeirra á miHi kemur síðar mikið við sögu Möðruvallaklausturs. Enn segir í Lárentíusarsögu um Möðruvallamál: „Kom svo, at þeir biskup og Sigurður sættust. Lagði biskup Sigurði peninga, en kirkj- an ok biskupinn skyldu hafa síðan frjálsan staðinn.“ Jörundur bisk- up hefur þannig keypt Möðruvelli ásamt miklum öðrum eignum, svo sem rekum og ítökum, árið 1294 og hefur ugglaust haft klaustur- stofnun í huga. Jörundur biskup Þorsteinsson var að ýmsu leyti merkismaður og mikilvirkur um klaustrastofnun, eins og að fram- an greinir. Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson og Guðlaug Grímsdóttir, sem var af ætt Gríms glömmuðar, Þorgilssonar örra- beinsstjúps, Þórðarsonar dofna Atlasonar, Hásteinssonar landnáms manns, Atlasonar jarls á Gaulum. Jörundur lærði í klausturskólan- um í Þykkvabæ í Veri hjá Brandi ábóta, sem taldi hann minnugast- an sinna lærisveina. Síðan hefur Jörundur verið í þjónustu Brands og fylgt honum, er hann varð bisk up á Hólum 1262-1263. Mun Jör- undur hafa farið með biskupsvðld þftr og verjð síðan kjörlnn til %kup5 árro 126ÍJ og gegnt því ðjpbséttl tll dánardægurs, 1. febr- ííár 1313, eða í 46 ár. Jörundur öfekup vár veraldlega sinnaður og Íðhyggjumaður mflciil. Er talið, hann hafi auðgað Hólastól um jarðjr og parta í biskupstíð m. Mikið af því fé lagði nann kl^ustra þeirra, sem hann stofn . Jörundur var að ýmsu virðu- légur klrkjulhöfðingi og forn í hátt urn. Hann lét reisa mikla og veg- lega dómkirkju á Hólum og prýða hana með klukkum og skrúða. Éinnig auðgaði hann staðinn gulli og brenndu silfri og öðrum góð- um gripum, svo sýnast mun, með- an ísland er byggt, segja heimild- ir um hann. Á seinni árum Jör- undar fórst honum biskupsstjórn verr úr hendi en skyldi. Var margt í ólestri heima á staðnum, en frændur hans aðsópsmiklir og ráð- rikir. En klaustrasaga landsins geymir nafn hans loflega. Ekki er vitað, hversu lengi Teit ur var príor í klaustrinu, en ef til vUl hefur hann gegnt þeim starfa þar til Þorgeir varð príor. Þess er getið í Lárentíusar sögu, að þeir herra Jörundur biskup og bróðir Björn riðu norður til Möðruvalla í Hörgárdal eftir Jóns- dag Hólabiskups og stefndu þar til sín séra Hildibrandi presti á Bægis á og herra Þóri ábóta á Munka- þverá. Var hér framhald svokall- aðra Solveigarmála. Réð nú Jörund ur öllu í sínu umdæmi, og vildu allir sitja og standa sem hann vildi. Skorti biskup hvorki vit né fé. Kom Lárentíus visitator til Möðruvalla, en átti ekki hlut í fyrrnefndum sáttmála. Urðu marg ar greinir og sundurþykkja milli þeirra visitatora erkibiskups, Lár- entíusar og bróður Björns, og slitu þeir félagi. Var Björn alger- lega á bandi Jörundar biskups. Fóru þeir síðan báðir til Noregs að hitta erkibiskup, en hver í sínu lagi. Hafði þó Lárentíus áður velkt Jörundi biskupi nokkuð og talað að mörgum ósiðum, er fram fóru á Hólastað í sjálfum kór dómkirkj- unnar einn hátíðisdag þar. í Lárentóusar sögu segir svo: „Á öðru ári frá því sem herra Auð- unn biskup kom til íslands, gerð- ist mörg tíðendi. Þá brann kirkja ok klaustrit allt á Möðruvöllum í Hörgárdal með öllum klukkum ok kirkjuskrúða." Höfðu bræður kom ið drukkndr fcfeim frá Gáseyrl, kaupstað við Eyjafjörð, og kiveikt í klaustrinu í ölæði. Éftir að Lárentóus K^lfsson var kjörinn Hólabiskup 1322 og orðinn eleotus (biskupsefnl), reiö hfmn eftir Maríumessu norður til MÖðruvalla.“ Voru þar þá engir bræðr. Lét Auðunn biskuþ skdpa þeim á prestavistir. Var bróðir Þorgeir í Lögmannshlíð svo sem þjngaprestr, en bróðir Þórðr á Víðavöllum í Skagafirði, en bróðir Þorbjörn ok bróðir Brandr fóru heim til Hóla og önduðust þar. Tók Hólastaðr frá því klaustrit brann, alla ávöxtu af staðnum ok öllu gózi, sem þar lá undir. Voru þar tveir prestar með ráðsmanni og tveir djáknar. Máttu í sliku sjá, at herra Laurentíus átti mikinn vanda, er hann kom til, því at hann sá gerla, at þat var í mót guðslögum, at reglubræðr væri úti í veröldu sem aðrir veraldar- prestar, en þó vildi herra electus þar ekki at gera, fyrr en hann hitti erkibiskup." Hér eru nefndir fjórir bræður á Möðruvöllum. Auk þeirra var þar Ingimundur Skútu- son, sem þá var bróðir í Ágústínus arklaustrinu á Helgisetri í Noregi. Eftir að Lárentíus var vígður til biskups af Eiríki erkibiskupi í Niðarósi, hóf bróðir Ingimundur kæru á hendur Lárentóusi biskupi og Hólastað fyrir það, að upp var genginn kostur á Möðruvöllum og bræður burtu reknir, en Hólastað- ur og biskupinn hafði tekið undir sig allan ávöxt af klaustrinu Lár- entíus biskup svaraði ákæru þess ari á þá leið, að Auðun biskup bæri sakir á bræður fyrir óvar- lega meðferð ljóss þess, sem þeir höfðu með farið um nóttina, er þeir komu drukknir heim frá Gásum, og mundi hafa komizt í þá refla, sem voru í kórn um og sumt niður í skrúðakistu þá, sem þeir luku upp, at því að þar þótti sönnuð mest upprás elds inss Taldi Auðun sig ekki skyldug an að tfeisa aftur upp klaustrið, þgr sem vangeymsla þeirra bræðra Hafði valdið. Erkibiskup svaraði þessu tali Lárentíusar og kvað klaustur ætti um aldur og ævi að standa, ef engin forföll mein- uðu. Og þar sem landskyldir og innrentur klaustursins hefðu runn ið til Hóla, sagði hann Hólabiskup vera skyldast að endurreisa klaustr lð, en bræður, sem sannprófaðir væru að vangærtu skyldu reknir í T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 677

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.