Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 9
Maður, sem kominn er yfir fimmta áratug aldurs síns, lítur öðrum augum á heiminn en hann gerði innan við tvítugsaldur. Heim urinn, það er- mannlífið, hefur líka að söiinu þreytzt mikið. En lands- lagið og lögmál náttúrunnar eru hin sömu. Margs konar reynsla roskins manns hefur breytt sum- um tilfinningum hans og yfir- sýn að nokkru. En vordagar æsk- unnar standa einmitt þess vegna í jafnmiklum Ijóma og áður var, eins og fagurt og misjafnlega raunvérulegt ævintýri. Minning- arnar stíga fram á kvikmyndatjald tímans, skini stráðar og skúrum döggvaðar. Fyrstu áratugir 20. aldarinnar voru friðartímar í íslenzkum inn d.ölum. En þá voru viðsjár úti í heimi. Bylgjur þess umróts náðu, að vísu hingað og höfðu sín áhrif á líf manna, en unglingar, sem lifðu bernsku sína í dölunum, urðu þess lítt varir. Strönd eylands íns hratt briminu. Innan heiða risu háir tindar blárra fjalla, og í skjóli þeirra voru ásar og heiðar, dreifðar fornlegum torfbæjum. Miðnætursól og norðurljós lyftu huga æskumannsins yfir hinn óskiljanlega harmleik fjarlægs heims. Uggvænlegur ómur styrj- aldar rann saman við veðra- hljóma fjalldalanna og hvarf eins og þeir í kyrrahaf sólskinsdaganna. Bærinn minn stóð í ásjaðri und- ir hárri fjallöxl. Túnið lá að bökk- um blárrar bergvatnsár, og niður hennar, hógvær Og þýður, lék und- Snotur hrísla í Fnjóskadal, æskubyggð Sigurðar Draumlands, en í frásögn þess- ir söngva blæs Og fugiakliðs Og ari r®kor hann nokkrar minningar þaðan. Ljósmyndir: Páll Jónsson. _ ''' _ ■■ SIGURÐUR DRAUMLAND: BLAFJOLL annarra sumarradda, en breyttist í þungan spáhljóm á undan vetrar- byljum. Hinum megin við ána reis hátt og svipmikið fjall með mörg- um fossandi lækjum, sem oft sendu skriður niður yfir klifin í vorleysingum og stórrigning- um. Skuggabrýnd klettarönd gnæfði þar á einum stað, og á grundunum neðan þeirrar hlíðar breiddi úr sér viðáttumikið fram- hlaupshraun, sem áin bannaði mér að skoða, meðan ég þorði ekki að vaða. Á seytjánda aldursári horfði ég yfir langa og frjálsa bernkku. Það tímabil hafði fært mér mUda og margvíslega þekkingu á norðlenzk- um veðrabrigðum. Nú var ég far- inn að verða var við dularfulla breytingu á sjálfum mér. Hugsun og skynjun gerðust tregari að sætta sig við takmörk eins þröngs fjalldals, þótt fagur væri, og mann lífið gaf tilefni til ýmissa spurn- inga, sem svör lágu ekki á lausu við. Viðbrögð mín við sumum staðreyndum stjórnuðust af gam- ansamri og glettulegri gagnrýni, sem framkallaði fjölbreytilegustu reynslu, er ég svo gerði mér far um að sundurgreina og rannsaka, á bak við sbeina í fjallinu ofan við bæinn eða í skógariág inni á dal. Átti ég á þeim dögum margar til- raunastofur í andlegum efn- um. Bróðir minn, sem var nokkru yngri og fatlaður, fylgdist með mér í flestum ferðum, en var lítið gefið um þessi heilabrot. Hann vildi halda áfram að skoða skinið og skuggana, blómin og dýralífið, eins og við höfðum áður gert án þess að tefjast af grufli, sem lítið var á að græða. Og þeirri stefnu fylgdi hann dyggt, þegar hann þroskaðist, og öll sín æviár. At- hugasemdir hans voru léttar og snjallar og gáfu þegar í stað auga leið yfir torfærur eða króaði þær af upp i gleymskukrókinn. En ég TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 681

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.